Bjarmi - 01.12.1998, Síða 39
barninu í Betlehem verður alveg merk-
ingarlaus ef hún er slitin úr samhengi
við það hlutverk sem honum var falið
sem þar fæddist. „Hann svipti sig öllu,
tók á sig þjónsmynd... Hann kom fram
sem maður, lægði sjálfan sig og varð
hlýðinn allt til dauða, já, dauð-
ans á krossi," segir í sálmi Fil-
ippíbréfsins. Jólasálmur sr.
Valdimars Briem segir sömu
hugsun þannig:
Hannjjötrum reifajast er uafinn,
íJrelsi barna Guðs suo þú sért hajinn.
Hann þína tötra tók d sig.
að tign Guðs dýrðar skrýði þig.
Sjálfur segir Jesús: „Mannssonurinn
er ekki kominn til þess að láta þjóna sér,
heldur til þess að þjóna og gefa líf sitt til
lausnargjalds fyrir marga“ (Mk. 10:45).
Þegar við tökum á móti jólabarninu
tökum við ekki bara á móti litlu barni í
fjárhúsi heldur honum sem „var í Guðs
mynd en fór ekki með það sem feng
sinn að vera Guði líkur." Hinn eigin-
gjarni og sjálfselski heldur fast um sitt
og gefur ekki eftir feng sinn. Hann horf-
ir aðeins á eigin hag. Þannig var sonur
Guðs ekki. Hann fórnaði öllu, „tók á sig
þjóns mynd og varð mönnum líkur".
Hann kom inn í okkar aðstæður til þess
að leysa okkur úr fjötrum syndar og
dauða. Þegar við tökum á móti jólabarn-
inu tökum við á móti heilögum syni
Guði sem gekk inn í okkar kjör og gerði
að sínum svo að við gætum hlotið hans
kjör og kallast Guðs börn. Þegar
þetta rennur upp fyrir okkur
eignumst við raunverulega jóla-
gleði sem ekki byggir á ytra
glysi og ljósadýrð heldur á
þeim veruleika að fá að vera
Guðs börn vegna barnsins
sem fæddist í Betlehem. „Öllum
þeim, sem tóku við honum, gaf hann
rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa
á nafn hans“ (Jóh. 1:14).
Drottinn
Síðari hluti sálmsins í Filippíbréfinu
fjallar um upphafningu Krists. „Fyrir
því hefur og Guð hátt upp hafið hann
og gefið honum nafnið, sem hverju
nafni er æðra.“ Hafi einhver velkst í
vafa um það að hann sem fæddist í
Betlehem og dó á krossi í Jerúsalem
hafi verið Messías og sonur Guðs, þá
staðfesti Guð það með upprisu hans.
Páll postuli hugleiðir þetta í upphafi
Rómverjabréfsins. Hann talar þar um
að Guð hafi kallað hann til að boða
„fagnaðarerindið um son
hans, Jesú Krist, Drottin
vorn, sem að holdinu er
fæddur af kyni Davíðs, en
að anda heilagleikans með
krafti áuglýstur að vera sonur
Guðs fyrir upprisu frá dauðum“
(Róm 1:2-4). Barnið sem fæddist af
Maríu mey, þjónninn sem gaf líf sitt
fyrir mennina er með krafti auglýstur
að vera sonur Guðs.
Við lifum á öld auglýsinga og upplýs-
ingatækni og aldrei er auglýsingaflóðið
meira en fyrir jólin. En það slær enginn
út auglýsingu Guðs þegar hann reisti son
sinn upp frá dauðum. Vegna þeirrar
kröftuglegu auglýsingar eru jól-
in ekki bara falleg minning um
bam í jötu heldur fagnaðarhá-
tið þar sem við tökum á móti lif-
andi frelsara og Drottni. Honum er
gefið nafnið sem er hverju nafni
æðra. Hvaða nafn er það? Það er nafn
Guðs: Drottinn. „Jesús Kristur er Drott-
inn.“ „Yður er í dag frelsari fæddur, sem
er Kristur Drottinn, í borg Davíðs" (Lk.
2:11), voru orð engilsins sem kunngjörði
hirðunum fæðingu frelsarans. Jesús
Kristur er sannarlega Drottinn og frelsari
sem hvert kné í víðri veröld þarf að
beygja sig fyrir, allt frá vitring-
unum frá Austurlöndum, spek-
ingum síns tíma sem komu og
féllu fram og veittu honum
lotning (Mt. 2:11), til okkar sem
nú lifum.
Þegar við höldum jól, leið-
um hugann til Betlehem og
tökum á móti honum sem þar fæddist
þá erum við ekki bara að dást að iitlu
barni í jötu heldur felur það í sér að
játa að Jesús Kristur sé Drottinn. Þessi
fjögur orð: Jesús Kristur er Drottinn,
er líklega elsta trúarjátning kristninn-
ar. Að taka á móti honum er að taka
undir þessa játningu, viðurkenna hann
sem Drottin okkar, afhenda honum
völdin í lífi okkar. Sá dagur mun síðan
koma þegar allir verða að viðurkenna
að Jesús Kristur er Drottinn, hvort
sem þeir trúðu á hann eða ekki. Um
þann dag segir í jólasálmi sr. Friðriks
Friðrikssonar:
Ei á jörð íjötu lágri
jólabarnið sjáum þá.
Við Guðs hægri hönd hann situr,
hann þarjáum uér að sjá.
Þá skiptir öllu að hafa átt og játað trú
á hann sem Drottin og frelsara. „Ef þú
játar með munni þínum: Jesús er Drott-
inn - og trúir í hjarta þínu að Guð hafi
uppvakið hann frá dauðum, muntu
hólpinn verða“ (Róm. 10:9).
Verið með sama hugarfari
Páll setur sem inngang að sálminum í
Filippíbréfinu orðin: „Verið með sama
hugarfari sem Jesús Kristur var.“ Þegar
við tökum á móti Jesú sem frelsara
okkar og Drottni erum við jafnframt
hvött til að líkja eftir honum, vera með
sama hugarfari og hann. Hann
var án allrar eigingirni og
sjálfselsku. Hann'leitaði
ekki síns eigin. Hann
hélt ekki dauðahaldi í
það sem hans var. Hann
var tilbúinn að þjóna og gefa,
fórna sjálfum sér fyrir aðra.
Við gefum jólagjafir um jólin. En þær
geta aldrei orðið annað en örlítið tákn
þeirrar miklu gjafar sem Guð gaf og
hugarfarsins að baki, kærleika Guðs. En
við getum einnig litið á þær sem örlítið
tákn þess hvaða hugarfar á að einkenna
okkur og áminningu um það að kærleik-
ur Krists á að knýja okkur til að þjóna
öðrum og elska aðra. „Ég er ljós heims-
ins,“ sagði Jesús (Jóh. 8:12). Jólaljósin
eiga að minna okkur á hann. En hann
sagði einnig: „Þér eruð ljós heimsins"
(Mt. 5:14). Þannig geta jólaljósin einnig
minnt okkur á það hlutverk okkar að
endurvarpa ljósi hans til annarra. Jesús
segir: „Ég hef gefið yður eftirdæmi, að
þér breytið eins og ég breytti við yður"
(Jóh. 13:15). „Verið með sama hugar-
fari...,“ segir Páll. Þetta er jólahvatningin
til okkar. Ef við tökum hana alvarlega
vegsömum við Guð með lífi okkar og það
gerir jólagleðina og jólaboðskapinn á
nýja hátt að veruleika í lífi okkar og
þeirra sem í kringum okkur eru.
Guð gefi okkur gleðileg jól í Jesú nafni.