Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 4
Rætt vió Ragnar Gunnarsson,
sjónvarpsmann á sjónvarpsstöóinni Ómega
MAÐURINN
á bak við AN DLÍTIÐ
í sjónvarpinu
Viótal: Agnes Eiríksdóttir
Flestir þeir sem einhvern tíma stilla á
sjónvarpsstöóina Ómega kannast við
andlit Ragnars Gunnarssonar. Hann sér
um þætti sem kallast „Kvöldljós" og eru
sýndir í beinni útsendingu á fimmtudags-
kvöldum en síðan endursýndir nokkrum
sinnum. Þættir Ragnars hafa verið vin-
sælir því hann fær mjög breiðan hóp við-
mælenda í þáttinn til sín. Yfirleitt eru það
viðmælendur hans sem við fáum að
kynnast í sjónvarpsþáttunum en ekki
hann sjálfur. Okkur lék hugur á að fá að
kynnast manninum á bak vió andlitið í
sjónvarpinu dálítið nánar. Við fengum
Ragnar því til aó setjast hinumegin vió
borðið og segja okkur frá lífshlaupi sínu,
starfi sínu á Ómega og ýmsu öóru sem
hann er aó fást við.
Mig lcmgar til að biðja pig að byrja á því að
segja okkur dálítið frá sjálfum þér, hver þá ert.
— Efvió byrjum á byrjuninni þá fædd-
ist ég árió 1 943 og ólst upp í mióbænum
í Reykjavík. Það má segja aó tengingin
vió kirkjuna hafi strax verið til staðar því
afi, sem hét Árni Árnason, var dómkirkju-
vörður í 39 ár og ég var ekki gamall þeg-
ar ég fór aó labba niður í kirkju til hans.
Ég var mikið hjá honum og dómkirkjan
hefur ávallt verið dálítið sérstök í huga
mínum síóan. Strax á unga aldri fannst
mér það eðlilegt að vera trúaður. Ég varó
ekki var við að afi væri frelsaður þó að
hann talaði um frelsarann, en hann var
trúaóur á þennan venjulega hátt, og sem
barn elskaði égjesú. Svo er ég líka alinn
upp suður í Hafnarfirði, í Guðrúnarsöfn-
uðinum, þar var hin afafjölskylda mín.
Þegar ég var ekki í dómkirkjunni þávarég
þar daglega og þar var trúað fólk. Alla
sunnudaga fór ég síðan í KFUM. Síðan
koma unglingsárin og þá þurfti maóur
náttúrulega að sanna einhverja karl-
mennsku og þá fór ég að nota vín. Um
þetta leyti fór ég á sjóinn. í einhverju mik-
ilmennskukasti afneitaói ég Guði og í
einhverju öðru kasti fannst mér ég þurfa
aó standa við þá afneitun. Þetta er auð-
vitað alveg ótrúlegt en þarna koma ár
sem ég hefði kannski einmitt þurft mest á
honum að halda eða þegar ég er að
veróa fullorðinn. Á sama tíma fer ég að
nota vín meira en eðlilegt er. Hvað er
eðlilegt? spyr maður kannski. Þaó er ekki
svo auóvelt aó svara því en í mínum huga
er það þannig að ég hef aldrei þolaó að
vera ófrjáls og þá er líka hægt að velta
fyrir sér hvaó frelsi er. Ég þoldi ekki þegar
vín var farið aó valda mér þaó miklum
vandræóum að það réð yfir mér. Sama
má segja með reykingar. Ég byrjaði mjög
snemma að reykja en ég þoldi ekki þegar
reykingarnar voru farnarað hafa vald yfir
mér. Þá hætti ég. Þarna líða ein tíu ár
sem ég er í afneitun og er „sterkur" og
sjálfstæður. Þá ákvað ég að breyta lífi
mínu og ég keypti mér AA-bókina. Á
þessum tíma var ég reyndar fluttur til
Vestmannaeyja. Ég las hana mjög vand-
lega í eitt ár og varð fýrir andlegri vakn-
ingu. Nú er oróið svo mikið um tólf spora
vinnu þannig aó það er engin launung að
upphafsmenn AA-hreyfingarinnar voru
frelsaðir menn og fýlltir heilögum anda.
Samt tala þeir um æðri mátt til að mæta
fólki þar sem það er statt. Ég tileinkaði
mér þetta algjörlega. Þess vegna ber ég
svo mikla virðingu fýrir þessu ferli hjá
Ég er líka að fá scmnanir fyrir því aö sumt
fólk horfir kannski á þáttinn hjá mér í mörg ár
og svo tekur það afstöðu. Ég ber því mjög
mikla virðingu fyrir þessu ferli sem hver og
einn einstaklingur þarf að fara í gegnum.
4