Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 5
Ragnar Gunnarsson, sjónvarpsmaóur á Omega og framkvæmdastjóri í Reykjavík. fólki. Ég skil að þaó þarftíma til að mæta Guói. Mér finnst líka eðlilegt þegar fólk frelsast snögglega en því miður hefur maður líka rekist á það aó þeir fara á flug og síðan hrapa þeir. Ég er að horfa á fólk sem er aó frelsast á mörgum árum. Ég er líka að fá sannanir fyrir því að sumt fólk horfir kannski á þáttinn hjá mér í mörg ár og svo tekur það afstöðu. Ég ber því mjög mikla virðingu fyrir þessu ferli sem hver og einn einstaklingur þarf að fara í gegnum. Ég segi ekki: Þú verður, heldur vil ég leyfa heilögum anda að vinna verkið. Þegar maður tekur svona til í lífi sínu þá breytist svo mikið og mér fannst tilval- ið að breyta öllu. Ég hafði hætt snemma í skóla og farið á sjóinn. Ég fór og kláraði iðnnámió en ég var búinn að vinna sem pípulagningamaður í 10 ár. í framhaldi af iðnnáminu fór ég í tækni- skóla og lauk námi í véliðnfræði þannig að ég uppfyllti þá þörf, ég var búinn að mennta mig eins og ég vildi. Síðar bætti ég reyndar við mig rekstrar-og viðskipta- fræói í Endurmenntunardeild Háskóla ís- lands. Ég fór síöan að vinna á teiknistofu Páls Zophoníassonar við hönnun á hita- kerfum og var svo ráóinn hingað í Verk- vang. Ég verð sem sagt trúaður á því að lesa AA-bókina og ég iórast frammi fýrir Guði. Þarna er ég bara kominn aftur heim. Ég er því 35 ára gamall þegar ég fæ trúna aftur í gegnum tólf spora kerfió. Ég sagði bara: Ég gef þér líf mitt, mér hefur mistekist, það er engu að tapa, ég gefst fullkomlega upp. Svo treysti ég Guði full- komlega í nokkur ár og ég gerði allt sem ég átti að gera. Ég sagði satt og sagói ekki einu sinni skrítlur sem hægt var að misskilja. Ég fór jafnvel inn í tímabil þar sem ég var of alvarlegur. Á þessum tíma fer ég á samkomur í Betel en ég vil samt meina að ég hafi ekki gert mér grein fyrir aójesús er frelsarinn. Ég grínast stundum með það við Snorra og Hjalla í Betel og segi: Hvers vegna í ósköpunum sögðuð þið mér ekki frá því að Jesús væri frelsar- inn? Hvers vegna er ég aó minnast á þetta? Jú, vegna þess aó þarna var ég sleginn þessari blindu. Þess vegna ber ég líka virðingu fyrir henni hjá öðrum. Það er ekki nóg að vera trúaður. Maður þarf að átta sig á því að þaó er til frelsari. Þarna gerði ég mér ekki grein fyrir því. Ég var bara trúaður í 10-15 ár, fór með Fað- ir vorið og var góður maður. Það er síðan fýrir 10 árum að Metta dóttir mín fer i' Veginn. Ég er í sumarfríi úti í Ameríku þegar hún hringir í mig og segir: Ég er frelsuð! Já, já, það er bara ekkert annaó. Þegar ég var í Betel fýrir 20 árum var það stórmál að frelsast. Það kom bara fýrir þá sem voru búnir að vera trúaðir lengi og svo fór hún á samkomu og frelsaóist! Ég sagói nú ekki: Amen, því mér var ekki orðið það tamt þá, en ég sagði: Gott hjá þér. Hún spurði mig hvort ég vildi ekki koma með sér á samkomu og ég hélt það nú. Þar áttaði ég mig síóan á því hver var frelsarinn. Þarna er hulunni svipt frá augum mér og ég tek mína trúarafstöðu. Ég var búinn aó vera svo duglegur í svo mörg ár að koma mér áfram en það vantaði samt eitthvað inn í líf mitt. Á þessum tíma var ég að lesa bók sem heit- ir: „Sjö venjur þeirra sem ná raunveruleg- um árangri," eftirStephen R. Coveyog ég heillaðist algjörlega af henni. Ég les hana á hverju ári og hún sýnir mér ávallt hlut- ina í nýju Ijósi. Eitt af þvi' sem Covey bendir á er aó það sé eðlilegt að þjóna. Þá ákveð ég að þjóna og segi við Guð: Ef ég get einhvers staóar þjónað þá er ég til- búinn að æfa mig í því. Síóan er ég beðinn um að vera sam- komuþjónn og þá gerði ég það. Svo var ég einhvern tíma beóinn um að koma í viðtal á Ómega og þá gerði ég það og þegar ég var beóinn að taka að mér sam- komuvörsluna á samkomunum meó Benny Hinn þá gerði ég það. Ég gat ekki beðió Guð um að vinna í lífi mínu ef ég tók svo ekki við því. Mérfinnst þetta svo- lítið mikilvægir punktar því ég er búinn aó fara í gegnum svo margar stöóur í líf- inu að mér finnst ég eiga auðveldara meó að skilja fólk fýrir vikið. Þess vegna er Guð kannski að nota mig á þann hátt sem hann er að gera. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.