Bjarmi - 01.12.2001, Page 13
Hrönn var ekki þátttakandi í neinu
kristilegu unglingastarfi fýrr en um 16 ára
aldur þegar hún fór aó sækja fundi í Kristi-
legum skólasamtökum. Nokkru seinna
kynntist hún Ragnari sem þá vargenginn í
Kristilegt stúdentafélag. Þau komust aó
fastri niðurstöðu um framtíóaráformin
þegar þau höfðu rætt saman um sameig-
inlega köllun sína.
Leið Ragnars lá í háskólann og lauk
hann BA-prófi í sögu og norsku, svo og
sem svarar hálfu BA-prófi í guófræði.
Hann aflaði sér einnig réttinda til að
kenna. Hrönn lærði hjúkrun. Þau gengu í
hjónaband árió 1980 og voru vígð kristni-
boðavígslu í Vatnaskógi sumarió 1982
ásamt Valgerði Gísladóttur og Guðlaugi
Gunnarssyni bróður Ragnars. I byrjun
næsta árs voru þau komin til Kenýu aó
loknu eins misseris enskunámi í Englandi.
Ungir ráðgjafar
Hrönn og Ragnar hafa dvalist þrisvar í Afr-
íku eins og fram hefur komið, samtals tíu
og hálft ár. Fannst þeim einhver munur á
þessum þremur tímabilum ytra?
,Já, munurinn var mikill. Við vorum að
sjálfsögðu full tilhlökkunar þegar vió
komumst á „endastöðina“ Cheparería, ís-
lensku kristniboðsstöðina í Þókothéraði.
Við vorum mjög önnum kafin allan tím-
ann á þessum fallega stað. Það varyndis-
legt fólk sem bjó í nágrenninu. Við áttum
tvo litla drengi, Sigurð eins og hálfs árs og
Hermann Inga tæplega mánaóar gaml-
an.“
Þó að Hrönn hefði fræóst heilmikið um
kristniboósakurinn þótti henni nóg um fá-
tæktina og óhreinindin sem við henni
blöstu. Þetta var svo fjarri því hreinlæti og
reglusemi sem hún hafði alist upp við og
tamið sér. Börnin léku sér á moldargólfinu
í kofunum, fólkið át með berum höndum
úr sama fatinu og fatnaðurinn var oft
mjög óhreinn. „Eg þurfti að taka mig á til
að standa upprétt í þessu nýja umhverfi,"
segir Hrönn.
Þau urðu ekki vörvið neina andúð með-
al heimamanna þótt þau væru útlending-
ar. Þvert á móti tók fólkið þeim fagnandi
og var opinskátt og hreinskilið. „Og því lá
ekki þessi ósköp á eins og okkur Vestur-
landabúum. Lífsgæðakapphlaupið var
ekki byrjað hjá þeim. Þarna var þegar fyrir
hópur fólks sem hafði snúið baki við for-
tíðinni og fylgdi Jesú. Þaö kom oft til okk-
ar að leita ráða í tímanlegum og andleg-
Það kom ofh til okkar að
leita ráða í tímanlegum og
andlegum efnum, enda ekki
komnir neinir forystumenn í
söfnuðina. Sumar kvennanna
urðu heimagangar hjá mér.
Þcer voru ekki vanar að taka
ákvaróanir um neitt,
karlarnir réðu öllu og voru
oft harðhentir við þcer.
Þcer þurftu leiðbeiningu
og uppörvun.
um efnum, enda ekki komnir neinir for-
ystumenn í söfnuðina. Sumar kvennanna
urðu heimagangar hjá mér. Þær voru ekki
vanar að taka ákvarðanir um neitt, karl-
arnir réðu öllu og voru oft harðhentir við
þær. Þær þurftu leiðbeiningu og uppörv-
un. En við vorum sjálf ung og reynslulítil
og satt að segja urðu andvökunæturnar
margar. Oft var komið meó sjúklinga sem
voru svo illa haldnir að Ragnar þurfti að
aka meó þá á sjúkrahús, jafnvel um miðj-
ar nætur. Og drengirnir okkar voru oft
veikir á þessum tíma.“
Fólkið, sem orðið var kristið, fann sífellt
fýrir freistingum fyrri átrúnaóar, einkum
þegar eitthvað bjátaði á og þaó réð ekki
við vandann. Stundum virtist óvinurinn
Hrönn Sigurðardóttir og Ragnar
Gunnarsson kristniboðar.
13