Bjarmi - 01.12.2001, Side 20
Þar sem
stærÓfræðin
ogjón Vídalín
mætast
Ragnar Schram
Abókasafninu erjames Michael Gar-
dner Fell skráóur höfundur enskrar
stærófræðibókar í tveimur bindum.
Michael Fell er hinsvegar skráður þýó-
andi Vídalínspostillu á ensku. I raun eru
mennirnir tveir þó einn og sami maóur-
inn, oftast kallaóur Michael Fell, þó
bókasafnið eigi erfitt meó aó samþykkja
aó sami maóur gangi undir tveimur mis-
munandi nöfnum.
Stærðfræóiþrautirnar sem Michael
þessi hefur glímt vió og leyst á löngum
ferli eru þess eðlis að færir stærðfræóing-
ar klóra sér í höfóinu á meðan aórir láta
sér nægja aó hrista þaó. Almenningur
bætist svo í hóp þeirra sem eiga vió höf-
uð sín þegar hann heyrir aó þessi
kanadíski stærófræóiprófessor nýtir ævi-
kvöldið vió þýóingar íslenskra fornbók-
mennta á ensku.
Michael ólst upp ÍVancouverí Kanada
til 11 ára aldurs. Faóir hans var enskur
og vildi senda son sinn í góðan enskan
barnaskóla. Michael fór því ungur að
árum austur um Atlantshaf til mennta og
dvaldi þar til sextán ára aldurs. Þegar
kom að háskólanámi valdi hann háskóla
í Vancouver og síóar Berkeley í Kaliforníu
hvaóan hann útskrifaöist meó doktors-
gráðu í stæröfræói. Síðar varð hann pró-
fessor vió Pennsylvaníuháskóla þar sem
hann kenndi til 1991 en þá hætti hann,
störfum vegna aldurs.
Michael og kona hans Daphne eru
kristin og sækja því kirkju eins og vera
Fljónin Michael og Daphue.
ber. Sú hefur þó ekki alltaf verið raunin
því á yngri árum fannst Michael kristin
trú afar leióinleg en hann ólst upp við
kirkjusókn í kanadísku biskupakirkjunni.
Ahuga á trúmálum fékk hann svo 23 ára
þegar hann las bók um ýmis trúarbrögó.
Eftir aó hafa sökkt sér ofaní hindúisma
um árabil ákvaó Michael aó snúast til
kristinnar trúar en þá var hann 57 ára
gamall. Þetta sama ár, 1980, komu þau
hjón í sína fýrstu feró til Islands, feró sem
átti eftiraó hafa meiri áhrifá líf þeirra en
þau gátu gert sér í hugarlund.
Michael segist hafa haft áhuga á Is-
landi frá unga aldri. Einn kennara hans
frá Englandi kom hingað reglulega til að
renna fyrir lax og hinn ungi Michael varð
forvitinn um þetta fjarlæga land íss og
elda. Hann las Islendingasögurnar, skoð-
aði kort af Islandi og hugsaói meó sér:
„Þetta eru hinir ágætustu staðir sem ég
mun líklega aldrei sjá.“ Hann reyndist þó
ekki sannspár eins og kunnugt er.
Þau hjónin segjast hafa tekió ástfóstri
við Island eftir þessa fyrstu feró hingaó.
Frá 1982 hafa þau svo feróast til Islands
á hverju sumri að einu undanskildu.
Fyrstu árin dvöldu þau hér í tvær vikur á
hverju sumri. 1991 keyptu þau sér íbúð í
Reykjavík og hafa búið hér í nokkra mán-
uói á ári síðan.
Þar sem Michael var bæöi áhugasamur
um Island og kristna trú ákvað hann að
leita sér aó verkefni sem sameinaói þessi
tvö áhugamál. Þannig hefði hann góóa
ástæðu til að koma hingað í nokkra mán-
uói á ári og vinna aó verkefninu. Verkefn-
ið sem Michael valdi fólst í því að þýða
kristin, íslensk ritverk yfir á ensku. Hann
byrjaði á úrvali úr Vídalínspostillu vegna
þess að hún var frægasta ritverkió auk
þess sem Jón er að hans mati besti pré-
dikari Islandssögunnar. Fyrst þýddi
Michael aðeins nokkra valda kafla úr rit-
inu enda bjóst hann ekki vió að fá þaó
útgefió — sem reyndar tókst og kom bók-
in út árió 1998 í Bandaríkjunum.
Næsta verkefni Michaels var kristni-
saga Islands. Sjálfur segir hann bókina
auólesna og ekki mjög fræðilega. Þar að
auki séu sjónarmið í henni sem séu ekki
20