Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 24
Krossinn ogjatan Feróaminningar frá Landinu helga Helgi Elíasson Eg geri ráð fyrir því að þegar þið lásuð biblíusögurnar ykkar sem börn, frá- söguna um fæðingu Jesú, líf hans og starf, þá hafi hugur ykkar hvarflað oft til Landsins helga. Og trúlega vaknaði þá með ykkur löngun til þess að koma ein- hvern tíma þangað og sjá meó eigin aug- um einhverja þá staði sem biblíusögurn- ar okkar sögðu frá og lýstu svo Ijóslif- andi. Slíka löngun hafði ég einnig borið lengi í brjósti. Sú löngun varð að veruleika fyrir nokkrum árum ervið hjónin fórum í hópi nokkurra Islendinga til Israels. Það voru ólýsanlegir og dýrðlegir dagar sem vió áttum. Minningarnar um veru okkar þar leita oft á hugann. Hlýr og þakklátur var hugur minn þeg- ar við gengum um stræti þau, sem Jesús hafði gengið með hina þungu krossbyrði sína á bakinu í hinni gömlu Jerúsalem. Sú leió er kölluð „Via Dolorosa" eða þján- ingarleióin. Numið var staóar vió hina 14 helgu staói þar sem sagan segir að Jesús hafi þurft að hvíla sig vegna þunga kross- ins. Hver staður talaði með sínum hljóó- lega en um leið mjög áhrifaríka hætti til mín um þjáningu Krists okkarvegna. Mér fannst sem ég heyrði óm frá hrópum og háðsglósum hins mikla mannljölda sem stóð fyrir mörgum öldum meófram þess- ari gönguleið Jesú. Trúlega hafa margir hrópað og spurt í háói: „Ert þú Mess- ísas?“ þrátt fyrir það að þeim var kunn- ugt um hin mörgu og miklu kraftaverk sem hann hafði gjört. En nokkrum dög- um áður hafði mannfjöldinn hrópað í gleði sinni: „Blessaðursé hann sem kem- ur í nafni Drottins." En tveir voru þeir staóir á þessari leið okkar þar sem sagt er að Jesú hafði verið rétt hjálparhönd. I Markúsarguóspjalli 15.21 er þannig sagt frá: „En maður nokk- ur átti leið þar hjá og var að koma utan úr sveit. Harw neyða þeir til að bera kross Jesú. Það var Símon frá Kýrene, faðir þeirra Alex- anders og Rúfusar. “ Hinn staðurinn var staður Veroniku. Helgisagan segirað stúlka nokkur, erVer- onika hét, hafi þerrað svitann af andliti Jesú með silkislæðu og þá hafi andlits- svipur hans mótast í slæðuna. Við námum staðar í lítilli kapellu, sem talin er vera sá staóur þar sem heimili Veroniku mun hafaverið. Mérfannst sér- stakur andblær vera þarna inni sem hafði sterk áhrif á mig í öllum sínum einfald- leika og látleysi. Það logaói aðeins eitt kerti á altari. Hugur minn hvarflaði til hins löngu liðna atburðar þegar þessi unga stúlka, hún Veronika, fékk að þerra svitadropana af andliti Krists. Augu mín urðu vot þegar ég gekk út á strætió aftur og ég hugsaði til alls þess semjesús hafði gjört fyrir mig og alla menn, en hversu oft hafói ég ekki hryggt hann í lífi mínu. Nú ætla ég aóeins aó minnast stuttlega á þau áhrif er ég varð fyrir þegar ég kom til Betlehem. Borgin Betlehem er í níu km. fjarlægð frá Jerúsalem. Hún stendur á þremur hæöum. Það var mikil eftirvænting ríkj- andi í hugum okkar allra. Ósjálfrátt fór ég að hugsa um Maríu ogjósef og ferða- lag þeirra frá Nasaret upp til Júdeu til borgar Davíðs í Betlehem. Hversu það ferðalag hlaut að hafa verið erfitt fyrir Maríu á baki asna alla þessa leið í nöpr- um næturkulda og trúlega í fátæklegum og skjóllitlum fatnaði, og þannig á sig komna í hinum mikla sólarhita og ryki á daginn. En áfram héldu þau samt. Við vitum af sögunni að þegar þau komu til Betlehem var hvergi húsaskjól að fá því mjög mannmargt var í borginni á þessum fyrstu jólum vegna manntals- ins. Gististaður þeirra varð því gripahús. En svo veróur María skyndilega veik. Kringumstæðurnar urðu aðrar en þau höfðu óskað eða dreymt um. Við stigum út úr bílnum skammt frá fæðingarkirkjunni. Mér fannst næsta ótrúlegt, að ég væri komin til Betlehem, fæðingarborgar frelsarans. Mér fannst ólýsanleg fagnaðarbylgja svella í bjósti mér og einstæð eftirvænting hríslast um mig. Við gengum öll létt í spori eftirtorg- inu að fæðingarkirkjunni. Ekki fannst mér sú bygging láta mikið yfir sér, hún var ekki sérlega reisuleg og minnti ekki mikió á kirkju hið ytra. Þegar komið er aó kirkjudyrunum sést að þær hafa áður fyrr verið háar og breið- ar enda kom það oft fyrir, þegar riddarar fyrri alda vildu tortíma kristnum mönn- um sem leitaó höfðu sér skjóls í kirkj- unni, að þeir riðu á fákum sínum inn í kirkjuna og limlestu og drápu hina 24

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.