Bjarmi - 01.12.2001, Side 30
Um lestur
Biblíunnar
*
legra rannsókna og afneitun á hefðinni
þrengi ekki einungis sjónarhorn rannsak-
andans heldur skekki sýnina á sannleik-
ann. Allur skilningur byggir á reynslu og
mati sem manninum er miólað. Maður-
inn styðst þannig við for-dóma íjákvæð-
um skilningi. Gadamer bendir á aó for-
dómar í þessari merkingu þurfi alls ekki
að vera rangir. Þeir og hefðirnar sem
miðla þeim hafi þurft að sanna sig í
gegnum tíðina sem haldbærar og not-
hæfar skýringar.l10!
Fordómar hafa í þessu samhengi ekk-
ert að gera með sleggjudóma og hindur-
vitni. Þeir eru forsendur sem menn styðj-
ast við í átökum hins daglega lífs og hafa
reynst þar vel. Af þessu leiðir að þaó
verður að taka tillit til hefðarinnar og
túlkunarsögunnar þegar fortíðin er rann-
sökuð. Skilningur þýóir þar með að rann-
sakandinn gengur svo aó segja inn í túlk-
unarsöguna.l11]
Þessi áhersla Gadamers hefur haft
geysileg áhrif á ritskýringu ritningarinnar.
Túlkunarsagan hefur þar æ meira vægi og
komið hefur í Ijós að sterkan samhljóm
er aó finna milli útleggingar hefóarinnar
og niðurstaðna í nútíma ritskýringu.l12]
Söguleg gangrýni hefur leitt til þess aó
innan ritskýringarinnar hefur meginá-
herslan legið á því aó fá sem skýrastu
mynd af upprunalegasta texta ritningar-
innar. Menn hafa reynt aó finna elstu
gerð hans og gert grein fyrir þeim hefðum
sem búa aó baki honum. Þessi leit að
texta og textabrotum handan ritningar-
textans sjálfs hefur leitt til slíks tilgátu- og
kenningafrumskógar að menn finna þar
fáa stíga, villast og komast ekki út úr
honum. I staðinn fýrir að einskorða rit-
skýringuna við afstæða leit að því sem á
að vera upprunalegast og elst vill
„kanonsík" eða biblíuleg ritskýring viróa
endanlega útgáfu texta ritningarinnar.
Mælikvarðinn sem útleggingin á að miða
vió ertextinn eins og hann birtist lesanda
ritningarinnar.
Einn helsti frumkvöóull þessarar stefnu
er bandaríski gamlatestamentisfræðing-
urinn Brevard S. Childs. Hann bendir á
þá gömlu staðreynd að ritningin sjálf er
endanlegur útgangspunktur hennar.
Guðfræðilegt inntak og tilurð ritasafns
ritningarinnar (kanonsins) fær hér mið-
lægt gildi. Að rit tilheyrir Biblíunni segir
mikið um það en einnig staða þess innan
ritningarinnar. Vissulega var til fjöldí rita
sem ekki komust í Biblíuna og margar
stefnur voru mótandi bæði innan fsraels
og frumsafnaóarins, en rödd þeirra á sér
ekki fulltrúa í henni. Astæða þess er ekki
miðstýró ákvarðanataka heldur sú stað-
reynd að þau samræmdust ekki þeirri
megin-guófræðihugsun sem rit ritningar-
innar vitna um. Tilurð Biblíunnar er hér
sett aó jöfnu vió verk heilags anda og op-
inberun Guðs í sögu ísarels og í Jesú
Kristi. Hún inniheldur bæði orð Guós og
rétta túlkunarsögu þess. I rannsóknum
sínum kemst B. S. Childs að þeirri niður-
stöóu að tiluró ritningarinnar byggi ekki
alfarið á utanaðkomandi ákvörðunar-
töku, svo sem á biskupafundum eða
kirkjuþingum.I13]
Það voru mun fremur ritin sjálf og inni-
hald þeirra sem drógu þau hvort að
öðru, tengdi þau saman og gerðu að
einu ritasafni. Childs sýnir fram á að þeir
mismunandi aðilarsem söfnuðu upphaf-
lega efninu túlkuðu það og settu saman í
eitt rit og síðan hvert rit fýrir sig, þeir og
starf þeirra er hluti af ferli útleggingar-
innar á orði Guós. Því lauk með tilkomu
ritasafns ritningarinnar. Nauósynlegt er
skilgreina og rekja þessa þróun og um
fram allt útkomu hennar. Afgerandi er
hér annars vegar að halda öllu innan
kanonsins sem er þar, þ.e.a.s. það ber að
virða tilurð ritanna, og hins vegar aó
bæta engu við ritin, þ.e.a.s. að halda í
heiðri ritningunni sem heild.l14! Kostur-
inn vió kenningu Childs er að texti ritn-
ingarinnar er lagður til grundvallar rit-
skýringunni um leið og tekið er tillit til
sögulegrar tilurðar hans.
Sérstaða ritningarinnar sem vitnis-
buróur um orð Guðs og rétta túlkun trú-
arinnar á því fær ekki nægilegt rými innan
hinnar sögulegu gagnrýni. Ritningin er
trúarrit tvennra trúarbragða, gyðing-
dóms og kristni. Tilurð og veruleika
hennar er ekki hægt að rífa úr því sam-
hengi. I stað þess að beina stefnum og
straumum hverjum gegn öðrum innan
ritningarinnar í ósættanlegar stærðir
reynir biblíuleg túlkunarfræði að virða rit
ritningarinnar sem heild og boðun henn-
ar. Hún bindur sig því ekki bara við af-
markaða og sértæka texta heldur beinir
sjónum sínum að stærri textablokkum og
heilu ritunum. Hún greinir og byggingu
og samband ritasamstæðanna innbyrðis
en þá í Ijósi kenningar siðbótarmann-
anna og fornkirkjunnar um að heilög
ritning útleggi sig best sjálf (sctcra scriptura
sui ipsius interpresj.(15] í þessu samhengi
leitar biblíuleg guðfræði eftir samtali
milli ritskýringarinnar og samtíðarinnar.
En það er einungis mögulegt í nánum
tengslum við trúfræðina og kennimann-
lega guðfræði. Predikunin fær hér mið-
læga merkingu fyrir ritskýringuna og
kemur í veg fýrir að hún verði stunduð í
tómarúmi.
Ahrif gamlatestamenntisfræðingsins
Gerhards von Rad og trúfræðingsins
Karls Barth á nokkra helstu fulltrúa
biblíulegrar guófræði eru greinileg. Hjá
þeim er í fýrirrúmi áherslan á að ritningin