Heima er bezt - 01.03.1951, Side 9
Nr. 1
Heima er bezt
5
skjólur á burðargrind úr „póst-
unum“, ýmist úr Bernhöfts-
pósti eða úr Prentsmiðjupóstin-
um, þar sem nú er ísafoldar-
prentsmiðja. Þar var líka mikið
talað, já, og rifist. Póstarnir og
Laugarnar voru nokkurskonar
„Útvarp Reykjavík". — En það
var oft erfitt að bera fullar föt-
urnar upp Bakarabrekkuna og
Skólavörðustíginn.
Meðal kostgangara hjá Guð-
björgu var ungur, forframaður
maður, Sigurjón Ólafsson, tré-
smiður að mennt, jafnvel full-
lærður frá Kaupmannahöfn.
Hann var með Jóni Halldórssyni
í Kóinu. Ég varð hrifin af þess-
um manni, ég hrakningsstelpan,
niðursetningurinn. Ég var að
vísu ótrúlega viljasterk og á-
kveðin, en pilturinn var heims-
maður og mjúkmáll. Hann leigði
hjá ungfrú Gunnþórunni Hall-
dórsdóttur. Ég eignaðist barn
með þesspm manni, gullfallega,
litla stúlku. Og þar með var
gullna æfintýrið á enda. Hann
sveik mig. Ég barðist nú áfram
með telpuna mína. En í þá daga
var enginn leikur fyrir einstæð-
ingsstúlku að berjast fyrir barni
sínu. Eitt sinn var ég rekin með
telpuna rétt fyrir jólin af bæ,
þar sem ég var í vist. Ég vafði
um hana hálfgerðum tuskum og
gekk langa leið. Ég var eins og
Mýrarkotsstelpan, alveg eins og
Mýrarkotsstelpan. Þarna var
tekið vel á móti okkur. En erf-
iðleikarnir héldu áfram. Það
var svo erfitt að fá að hafa
barnið með sér. Ég varð því að
fallast á, að faðirinn útvegaði
því samastað austur í Fljótshlíð.
En sjálf réðist ég annað í kaupa-
vinnu. Það fór vel um telpuna,
en ég greiddi alltaf skilvíslega
með henni, reitti allt af mér til
þess að geta staðið í skilum. —
Svo giftist ég góðum manni,
Guðlaugi Jóhannessyni, hann
var ágætur smiður, og fyrst og
fremst smiður, en hafði ekki
lært. Ég fluttist með honum
norður og hafði mikinn hug á
að taka telpuna mína. Eitt sinn
kom Jónas í Bárunni norður og
ég hitti hann, en hann þekkti
vel barnsföður minn, enda báð-
ir trésmiðir. Hann spurði mig,
hvort ég hefði nokkuð frétt af
Helgu litlu. Ég sagði, að nokkuð
væri liðið síðan. „Henni líður
víst vel,“ sagði Jónas, „Sigurjón
er farinn með hana til Ameríku.“
— Það þyrmdi yfir mig. Ég elsk-
aði telpuna, en auk þess hafði
mér verið sýndur hinn svívirði-
legasti óréttur. Barninu mínu
hafði verið stolið. Eftir sára
sorgina fylltist ég hatri um
skeið. Ég reyndi að halda uppi
spurnum um telpuna, en frétti
ekkert lengi vel. Loks fékk ég
heimilisfang hennar og skrifaði,
en fékk ekkert svar. Ég sendi
henni eitt sinn Nýja testa-
menntið og skrifaði á það. En
það fékk hún aldrei að sjá. Svo
frétti ég, að hún væri gift góð-
um manni. Ég skrifaði og fékk
enn ekki svar. En að lokum, ár-
ið 1930, fékk ég bréf frá henni.
r-------------—-------—---------
TVEIR LITLIR DRENGIR brutust í
byl yfir skafla. Annar var á að gizka 10
ára og hann bar tvær blaðatöskur, hinn
var á að gizka 7—8 ára og hann sentist
inn í húsin með blöðin, sem hann fékk úr
töskunum. Ég horfði á þessa litlu blaða-
menn út um gluggann minn við og við og
mér fannst það kynlegt, að sjá þann stóra
sparka í þann litla og berja hann stund-
um þegar hann kom, eftir að hafa afhent
blöðin.
Einn morguninn komu þeir saman að
tröppunum hjá mér, en þá var ég nýbúinn
að sjá þann stóra sparka í þann litla.
„Heyrðu, góði minn,“ sagði ég við þann
stóra, „hvernig stendur á því, að þú spark-
ar í þann litla stundum og lemur hann?
Er hann ekki að hjálpa þér?“
„Jú,“ svaraði sá stóri, en sá litli glápti
á mig stórum augum, „hann er bróðir
minn,“ bætti hann við.
„Bróðir þinn?“ sagði ég, „já, ég sé að
þið eruð báðir alveg eins klæddir, en ég
var að spyrja, hversvegna þú sparkaðir í
hann og berðir hann þegar hann er að
hjálpa þér“
Sá stóri varð niðurlútur, en sá litli stakk
upp í sig fingri.
„Hann er svo seinn stundum," sagði sá
stóri.
„Hann er ekkert seinn og það er ljótt af
þér að vera vondur við hann, gerðu það
aldrei framar.“
Og síðan hefur sambandið milli
okkar haldist. Og það hefur ver-
ið gott. Hún er góð dóttir, dá-
samlega góð dóttir. Hún kom
hingað 1949 og ég var oft með
henni, — og maður hennar kom
hingað í fyrra. Helga mín hafði
alltaf hugmynd um, að hún ætti
móður á íslandi. En hið sanna
fékk hún þó ekki að vita með
fullri vissu fyrr en hún var orð-
in uppkomin stúlka. Já, ég fékk
fyrstu fréttirnar af telpunni
minni að vestan eftir að ég hafði
skrifað frú Östlund og beðið
hana að hjálpa mér.
Þegar ég giftist fór ég norður,
eins og ég hef áður sagt. Við
vorum nokkur ár á Skagaströnd.
Þar byggði Guðlaugur fyrsta
steinsteypuhúsið, en það var
Þeir fóru og það liðu nokkrir dagar.
Einn morguninn var sá stóri orðinn að
þeim litla, því að sá litli var horfinn, en
enn stærri strákur, á að gizka 12 ára, var
kominn með töskurnar og nú var sá, sem
áður var sá stóri, farinn að sendast með
blöðin úr töskunum, sem hinn stóri bar.
Ég tók eftir því, að sá stóri sparkaði í
þann litla, skammaði hann og barði hann
þegar hann kom úr einu húsinu. Báðir
komu þeir nú að tröppunum mínum og
ég tók á móti þeim.
Ég sagði:
„Eruð þið bræður?“
„Já,“ svaraði sá stóri.
„Hvar er sá, sem áður fór í húsin?“
„Hann er veikur.“
Ég sneri mér að þeim stóra.
„Af hverju ertu að berja hann bróður
þinn, skamma hann og sparka í hann?“
„Ég geri það aldrei,“ svaraði sá stóri.
„Jú, þú gerir það oft,“ sagði sá litli.
„Af hverju gerir þú það? Hann er að
hjálpa þér.“
„Hann er svo seinn," sagði sá stóri.“
„Hann er ekkert seinn,“ sagði ég.
„Hann sparkar líka í mig heima," sagði
sá litli.
„Jæja,“ sagði ég, „og af því sparkaðir þú
í litla bróður þinn, sem sentist fyrir þig.“
Þeir svöruðu ekki, en töluðu eitthvað
saman í hálfum hljóðum á tröppunum
þegar þeir gengu út stéttina. V. S. V.
AUGNABLIK!