Heima er bezt - 01.03.1951, Síða 12

Heima er bezt - 01.03.1951, Síða 12
8 Heima er bezt Nr. 1 ELÍAS MAR: Reykjavíkurþáttur Eltas Mar AÐALSTRÆTI er mjög sérkennileg gata. Hún hefur lítið sem ekkert skipt um svip síðan um aldamót, og samt er þetta ein helzta — og elzta — gatan í höfuðborg- inni. Þarna stóð „vagga“ kaupstaðarins. Þarna voru reist hús innréttinganna, fyrsti vísirinn að hálfdönsku verziunarþorpi og iðnaðar. Standi maður fyrir suðurenda þess að nóttu til, þegar öll umferð er hljóðnuð og jafnvel engin bifreið sjáanleg, og líti norður eftir, getur maður vel ímyndað sér, að maður sé horfinn fimmtíu ár aftur í tímann. Svo til hvert hus er nátengt sögu bæjarins, jafnvel þjóðarinnar allrar, því að þar lifðu áður fyrr — og dóu — ýmsir ágætir synir hennar. Upp í huga manns koma myndir frá þessum stað, ýmist teknar myndir eða málaðar og teiknaðar eftir á- gizkun og Iýsingum; myndin af fyrstu inn- réttingahúsunum; myndin frá því um 1860 þar sem snotur timburhús hafa komið í stað moldarkofanna fyrstu; Ijósmyndin frá jarðarför Jóns Sigurðssonar árið 1880; eða þá myndin af goskarlinum, Jóni smala, að sækja vatnið í prentsmiðjupóstinn. Því lengur sem maður blaðar í sögu Reykia- víkur frá fyrstu áratugum hennar, þeim mun nátengdari verða manni þau hús, sem hér standa enn í dag og bíða þess hlut- skiptis að verða rifin — Iátin víkja fyrir skrauthöllum framtíðarinnar. Eg er hreyk- inn af því að muna eftir Sturluhúsinu gamla, sem var jafnað við jörð fyrir tuttugu árum og hafði þá staðizt tímans tönn í heila öld og sjö árum betur. Það gleður mig sömuleiðis, að enn skuli vera við Iíði undir- forstjóraíbúðin frá dögum innréttinganna — að vísu í allmjög breyttri mynd — húsið sem tók við því veglega hlutverki að verða biskupssetur, eftir að Skálholtsstaður hafði verið sviptur fornri hefð; lítið helluþaks- hús sem hefur a. m. k. sjö sinnum skipt um nafn, eftir því hvaða hlutverki það hefur gegnt. Það er nú elzta húsið í höfuð- borginni: Undirforstjórahúsið, Petræusar- hús, Biskupsstofan, Jenshús, Hús maddömu Kristjönu Jónassen, Jóhannessenshús og Verzlun Silla og Valda. Allt sama húsið. Eða þá stórbyggingin fyrir norðan það, „Fjalakötturinn," upprunalega nefnt Há- konsenshús, á meðan það var ekki nema helmingur að fyrirferð á við það sem það er nú. Það var í því húsi, sem skáldið Sigurður Breiðfjörð Iifði hina síðustu gleði- snauðu ævidaga sína uppi í súðarherbergis- kytru í norðurendanum, krampaveikur, hungraður og misskilinn af flestum. í stofu þar undir dvaldist einnig Jónas Hallgríms- son síðustu vikurnar, sem hann var „heima.“ Nú er þar vinsælasta kaffistofa bæjarins. Og varla er til svo fátækt skáld, að það eigi ekki fyrir molakaffi, enda eru liðin meira en hundrað ár, síðan hin unga höf- uðborg gerði þá skyssu að láta höfund Númarímna svelta til bana uppi á hana- bjálkanum. Og flest hefur víst batnað síð- an þá. Maður þarf ekki að fara lengra en að suðurenda þessa merkilega strætis til þess að sannfærast enn betur um þá gleði- legu staðreynd. Ef maður hinkrar við fyrir framan Uppsalahornið og Iofar huganum að fara svo sem sjötíu og fimm til áttatíu ár aftur í tímann, er maður staddur fyrir framan Iágkúrulegt timburhús, kennt við Davíð nokkurn Helgason verzlunarmann, sem lét reisa það á grunni Ullarstofunnar gömlu kringum 1830. í þessu hálfrar ald- ar gamla koti er til húsa maður að nafni Sigurður Guðmundsson. Hann er listamað- ur, listamaður á blómlegasta skeiði ævinn- ar, tæplega fertugur að aldri, hefur fyrstur allra landa sinna brotizt til náms í mynd- list erlendis, komizt í snertingu við fram- andi listir, menningu og tækni, ann þjóð sinni öðrum fremur, skilur hana og sér möguleika hennar, þráir að mega fórna henni ævistarfi sínu, — en skortir fé til þess að hafa nóg að borða, nóg tæki til að vinna með og sæmilega aðhlynningu. Þessi grannvaxni, álúti maður með háa ennið og skörpu augun, sem við sjáum þegar við göngum inn í hreysið, hann er sömuleiðis sneyddur þeim hæfileika að geta sameinað kæruleysið og ábyrgðartilfinninguna á heppilegan hátt, kært sig kollóttan um það, þótt hann sé hunzaður, en haldið áfram að skapa sífellt meiri listaverk, hvað sem líður hungri, einmanakennd og skilningsskorti annarra. En þessir tvíþættu hæfileikar eru jafn nauðsynlegir og þeir eru sjaldgæfir meðal hinnar þúsund ára gömlu byggðar. Sigurður Guðmundsson í Davíðshúsi er far- inn maður, slitinn um aldur fram, ógæfu- samur, kaldlyndur og oftast nær blár á fingrunum. Samt er hann alltaf að teikna. Nú er hann að gera uppdrátt að skipulagi höfuðborgarinnar eins og honum kemur það fyrir sjónir á næsta skáldlegu augnabliki, eins og hann vill að það geti orðið í frjm- tíðinni, — í framtíðinni, þegar farið verð- ur að reisa hús fyrir þjóðminjasafnið, sem hann lagði drög að fyrstur manna, bæjar- búar færir um að veita sér þann munað að drekka hreint vatn, komnir íþróttavellir 1 Laugadalnum og búið að stofna fullkomið Ieikhús eins og hann sá í Kaupmannahöfn. En hvernig fór fyrir þessum manni, sem við sjáum hér brot úr andartaki? Ef við rifjum upp örfáar línur úr sendibréfi einu, sem skrifað var snemma í september 1874, um þær mundir sem hátíð þeirri var lokið, cr Sigurður vann helsjúkur við að undir- búa, rekum við augun í eftirfarandi: „Mál- araauminginn er að deyja — úr bjúg og tæringu. — Ég sat í Davíðshúsi yfir hon- um í gærkvöldi, og gerði „skeifur,“ þegar ég gekk út. Hann lá í hundafletinu í ein- um bólgustokk, ískaldur undir tuskum og aleinn — og banvænn! alltaf að tala um, að ekkert gengi með framför landsins.“ Þessi orð skrifaði Matthías Jochumsson kollega sínum Jóni Bjarnasyni í Winnipeg. Þrem dögum síðar var Sigurður Guð- mundsson dáinn. Fyrir enda götunnar, sunnanvert, stóð undarlegt hús. Efri hæð- in var spítali, neðri hæðin skemmtisalur bæjarbúa, kallaður „Gildaskálinn." Sigurði var komið fyrir uppi á loftinu meðan hann var að sálast. 1 stofunni fyrir neðan hengu leiktjöld, sem hann hafði gert; veggirnir voru skreyttir af honum. Og skrautið hélt áfram að vera skraut lengi vel, enda þótt málaraauminginn væri dáinn. Það var nú svo. En standi maður í þessum hugleið- ingum á Uppsalahorni tuttugustu aldar- innar og vilji þegar til lengdar lætur hugsa um eitthvað annað og skemmtilegra en ör- lög þeirra nafna, Sigurðar Guðmundsson- ar og Breiðfjörðs, þá er ofur auðvelt að ganga að næsta verzlunarglugga, sem er Ijósum prýddur þessa þöglu vetrarnótt, og virða fyrir sér það sem þar er til sýnis. Á fornum grunni Davíðshúss stendui semsagt bókaverzlunin Helgafell, og í glugga hennar er komið fyrir stórum bókum með úrvals- myndum af málverkum helztu listmálara okkar. 1 hópi Kjarvals, Jóns Stefánssonar og Ásgríms er einnig Sigurður Guðmunds- son. Meðal mynda af annarra manna lista- verkum er safnið af myndunum hans, — brautryðjandans, hugsjónamannsins sem dó úr tæringu og bjúg. Loksins veit þjóðin, að hann var tiL En hvað er þetta? Ég ætlaði mér að skoða húsin við strætið en ekki þylja ævisögur. Ég hefi leiðzt frá upphaf- legu erindi mínu.... Að minnsta kosti fjögur stór timburhús við þessa götu snúa

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.