Heima er bezt - 01.03.1951, Side 15
Nr. 1
Heima er bezt
11
bindi „Horfnir góðhestar“ bls.
62.
Það var eitt sinn, að Sesar
komst í krappan dans í sendi-
ferð. Jón Ásgeirsson kom ásamt
tveim piltum frá Þingeyrum ut-
an af Blönduósi seint um kvöld,
rétt fyrir jólin. Myrkur var og
haugakafald. Þeir voru með
sleðahest. í poka ofan á öðru
dóti á sleðanum lá fjögurra
potta kútur fullur af brennivíni.
Þegar heim að Þingeyrum kom,
var pokinn með kútnum týndur.
Nú voru góð ráð dýr, komin há-
nótt og stóð að með norðan
stórhríð. En af því að þetta var
brennivínskútur og ætlaður til
jólanna, en ekki eitthvað ó-
merkilegt, sem lítil eftirsjá var
í, þá ræður Jón það af að senda
Sesar af stað til þess að leita að
kútnum, í þeirri von, að hann
ylti ekki úr pokanum í meðför-
unum. Sesar var fljótur að skilja
hlutverk sitt og leggur af stað.
Skömmu síðar brast á norðan
stórhríð.
Jón vakti í stofu sinni. Glugg-
ar hennar sneru fram á hlaðið.
Jón hélt volgri mjólk við á stofu-
ofninum, til þess að hressa vin
sinn, þegar hann kæmi heim úr
þessu fágæta ferðalagi. Klukk-
an þrjú um nóttina var klórað í
stofugluggann, og þar var Sesar
kominn heilu og höldnu með kút
og poka. En svo var hann þá upp-
gefinn, að hann naumast stóð
upp í sólarhring á eftir.
Sesar brást aldrei með að rata
þá leið, sem hann hafði áður far-
ið. Jón fór eitt sinn að sumar-
lagi vestur í Kollafjörð og Stein-
grímsfjörð, og var Sesar í þeirri
för. Veturinn eftir lá Jóni á að
senda mann vestur í Steingríms-
fjörð. Tíð var vond og mikil
snjóalög. Maðurinn var ókunnur
leiðinni, ekki traustur að rata og
kveið fyrir ferðinni. Þá tók Jón
það ráð að skipa Sesar að fara
með manninum, í því trausti, að
hann mundi rata sömu leið og
hann fór um sumarið, þó að eitt-
hvað ískærist með veður. Þeg-
ar sagt var við Sesar: „leiða“,
þá hljóp hann með hlið manns,
en ef sagt var: „fylgja“, þá hljóp
hann á undan og rataði rétta
leið. Þetta var Jón margoft bú-
inn að prófa til þrautar.
Ferð þeirra félaga gekk að
óskum. Sesar fór oftast á undan
og kom við á flestum bæjunum,
sem hann hafði komið sumarið
áður.
Sjaldan brást Sesar með að
þekkja húsmóðurina, þótt hann
kæmi á ókunna staði á ferðalagi.
Oft var hann þá matlystugur.
Rétti hann þá hægri framlöpp
upp til húsfreyju og þýddi það
kvaðning um matarbita. Þegar
hann hafði lokið máltið sinni,
gekk hann aftur til húsmóður-
innar og rétti henni hægri
framlöpp aftur, sem átti að þýða
þakklæti fyrir veittan greiða.
Margar spaugilegar kúnstir
kunni Sesar, sem of langt væri
upp að telja. Þó vil ég geta þess,
að ein var sú íþrótt hans að taka
höfuðföt af mönnum, ef honum
var skipað það, og einnig að láta
þau á höfuð manna aftur. En
stundum varð hann þá að vanda
sig, einkum ef um linar derhúf-
ur var að ræða. Lagði hann þá
framfæturna upp á axlir manna
og skrúfaði húfuna til með
kjaftinum, þar til hann kom
henni réttri.
Þess er áður getið í I. bindi
„Horfnir góðhestar“, á bls. 63,
að samtímis Sesar átti Jón Ás-
geirsson góðan og vitran hest,
sem nefndur var „Valda-Jarp-
ur“. Þeir Sesar og Jarpur urðu
góðir vinir. Þegar Jón var á
ferðalagi, og Jarpur hafði rölt
eitthvað frá honum við áningar,
vandi Jón Sesar á að sækja
hann. Sesar tók með kjaftinum
um endann á taumnum og
teymdi hestinn til húsbónda
síns. Þetta gerði Jarpur sér að
góðu og sýndi engan mótþróa.
Einnig kom það fyrir, þegar Jón
var á ferð og teymdi Jarp, en
reið öðrum hesti, að hann lofaði
Sesar að teyma Jarp spotta og
spotta. Þetta gekk vel og virtust
þeir báðir hafa gaman af þessu.
Þegar Jarpur stóð einhvers stað-
ar með reiðtygjum, var Sesar
venjulega nálægt honum, lá þá
stundum undir kviðnum á Jarp
eða rétt við framfætur hans.
Á mynd þeirri af Jarp, sem
birt er í „Þáttum úr Húnaþingi“,
eftir Theódór Arnbjörnsson,
liggur Sesar framan við fram-
fæturna á Jarp, þó að lítið beri
á honum, myndin er svo föl og
illa tekin. Það var augljóst, að
náið vináttusamband var með
þeim Sesar og Valda-Jarp.
Þó að Jón Ásgeirsson væri oft
á ferðalagi og kendiríi í ýmsum
félagsskap, þá var það næsta fá-
títt, að hann lenti í skærum eða
illdeilum.
Það fór líka orð af því, að Jón
væri góður sáttasemjari, ef í
odda skarst með mönnum. Ef
Sesar ályktaði, að út liti fyrir
skærur og glettingar, þá var
hann jafnan á verði kring um
húsbónda sinn. Væri um græsku-
lausar glettingar að ræða, lét
Sesar það afskiptalaust. En væri
svakafenginn og reiður maður
að ybbast við húsbónda hans, þá
sýndi hann sig líklegan til íhlut-