Heima er bezt - 01.03.1951, Side 20
16
Heima er bezt
Nr. 1
Nr. 1
Heima er bezt
I ;
4i •fSi. * 1
lll ||| M |j
s&ssæigsr R)
1)
); l Jl? P
W\ mmm
_ ]
Konan við ísskápinn.
RAFLÝSING ÍSLANDS var að
eins draumur fyrir 30 árum. —
Nú er svo komið, að þegar lokið
er við að fullgera þær stórvirkj-
anir, sem nú eru hafnar, nær
rafveitukerfið til 100 þúsund ís-
lendinga, eða tveggja þriðju
hluta þjóðarinnar. Allt Suður-
land verður raflýst, nær allt
Norðurland, allmikill hluti Vest-
urlandsins, en minnst á Austur-
landi. Til viðbótar við hinar
stóru virkjanir koma svo allar
smávirkjanir einstakra kaup-
túna og hreppsfélaga og virkj-
anir einstaklinga. — Við erum
á góðum vegi með að raflýsa allt
ísland.
Þegar þessar virkjanir fara að'
dreyfa orku sinni um landið,
framleiða þær um 80 þúsund
kílówött; það nægir heimilun-
um, byggðunum, sem kerfið ligg-
ur um, til lýsingar, suðu og orku
handa vélum í iðnaði, miðað við
þann, sem nú er og þó að hann
aukist nokkuð. En reynzlan sýn-
ir, að þörfin fyrir raforkuna vex
svo stórkostlega, að allar áætl-
anir hafa brugðizt. Má og vera,
að enn verði sú raunin, að þeg-
ar lokið er við viðbótarvirkjun
Sogsins, sem er stórfenglegasta
virkjun, sem þjóðin hefur enn
ráðist i, og Laxár fyrir norðan,
þá verði iðnaðurinn orðinn það
mikill á orkusvæðunum, að raf-
magnið hrökkvi ekki. En í þessu
efni gildir sama reglan og í öðru,
að ekki er allt gert í einni svip-
an, heldur verður að byggja upp
á löngum tíma.
Fyrst og fremst verðúr að
hugsa um heimilin, þegar rætt
er um raflýsingu íslands. Öll
þekkjum við það, hvort sem við
eigum heima í sveit eða við sjó,
við, sem höfum kynnzt dásemd-
um rafmagnsins, að það gjör-
breytir lífi manna. Hyggur sá, er
þetta ritar, að ekkert hafi orð-
ið eins til þess að leysa húsfreyj -
ur landsins undan þrældómnum
og rafmagnið. íslenzkar hús-
mæður hafa löngum átt strit-
sama daga — og það ekki ætíð
verið metið sem skyldf eða við-
urkennt. Hið linnulausa strit ís-
lenzkra húsmæðra — og þá fyrst
og fremst í sveitum landsins og
fátækum sjávarplássum — hef-
ur gleymst í erjum daganna, að
eins verið einblint á það, sem
afrekað var utanhúss og þeirra
afreka verið getið við mörg
tækifæri, en húsfreyjan, sem
oftast fór þó fyrst á fætur og
tók síðust á sig náðir, vildi
gleymast í sínu eldhúsi.
í samanburði við
fyrri aðbúð er það
ekki of mælt, að raf-
magnið leysi hús-
freyjuna úr ánauð. Og
þarf ekki að lýsa því
nánar.
En til þess að raf-
orkan geti komið
heimilunum að gagni,
gert þau bjartari,
hreinlegri og hlýrri,
þarf góð og hentug
raftæki. Nú þegar er
svo mikill skortur á
þessum tækjum, áður
en viðbótarvirkjan-
irnar koma, sem auka
raforkuna um allt að
helming, að margar
þúsundir heimila bíða
eftir þeim.
Öll vitum við, að
þjóðin á við mikinn
gjaldeyrisskort að
búa, enda er útflutn-
ingsframleiðsla henn-
ar einhæf, en landið
snaut að miklum
fjölda nauðsynja, sem
þess vegna verður að
flytja inn. Til þess að
Draumurinn
raflýsing
geta virkjað vatnsföllin þarf
miklar vélar og tæki erlendis frá,
en til þess siðan að geta notið
orkunnar úr vatnsföllunum þarf
raftækin. Hráefnin til byggingu
þeirra þurfum við að kaupa er-
lendis frá, en ekki vinnuna, sem
þarf til að framleiða þau.
Það er ekki til þess að gera
lítið úr íslenzkum iðnaði þó að
sagt sé, að margt af honum sé
bágborið. En hann er ungur, enn
á gelgjuskeiði, og það þarf strit
og umhyggju kynslóða til þess
að byggja upp nýja atvinnuvegi,
enda má segja, að enn hafi ís-
lenzkur iðnaður ekki öðlast þá
reynslu, sem nauðsynleg er til
þess að hann geti orðið góður.
rætist um
Islands
En ein er sú iðnaðargrein í
landinu, sem virðist fullkomlega
standa á sporði skyldra iðn-
greina meðal þeirra þjóða, sem
öðlast hafa reynzluna og byggja
á öruggum grunni. Þetta er raf-
tækjaiðnaðurinn. Raftækjaverk-
smiðja Hafnarfjarðar var stofn-
sett fyrir rúmum áratug. Á þess-
um áratug hefur verksmiðjan
framleitt um 16 þúsund eldavél-
ar. En auk þess hefur hún fram-
leitt nokkra kæliskápa og raf-
magnspotta.
Það er almennt viðurkennt, að
þessi tæki séu ekki á neinn hátt
síðri en erlend að gæðum, og
verðið er heldur lægra.
En það er óralangt frá því, að
verksmiðjan geti framleitt það
mikið, að hægt sé að fullnægja
eftirspurninni. Nú liggja fyrir
hjá verksmiðj unni 4500 pantan-
ir á kæliskápum, 3800 pantanir
á eldavélum og 1300 pantanir á
þvottavélum. Þetta er eitt dæm-
ið um það, hversu mikil þörfin
er og að þúsundir heimila um
allt land bíða eftir því að geta
notfært sér rafmagnið.
Ástæðan fyrir því, að verk-
smiðjan getur ekki framleitt
nægilega mikið til að fullnægja
heimilisþörfum fólksins, er ekki
sú, að hún geti ekki annað meiru,
heldur einvörðungu sú, að hún
getur ekki fengið nægilegan
gjaldeyri til kaupa á hráefni til
vélanna. Ég spurði nýlega for-
stjóra verksmiðj unnar að því,
hve stór liður hráefnið væri í
verði vélanna miðað við útsölu-
verð. Hann sagði, að hráefnið
væri einn þriðji af útsöluverð-
inu. Sýnir þetta þá sjálfheldu,
sem við erum í á þessu sviði.
Unnið er að algerri raflýsingu
landsins, heimilin bíða í þús-
undatali eftir því að geta notið
orkunnar. Við getum
sjálf framleitt tækin,
sem til þess þarf, en
okkur skortir gjald-
eyri til þess að geta
keypt þær efnivörur,
sem okkur vantar til
þess að geta búið þau
til. Þetta er ömurlegt
ástand.
Það er ekkert efa-
mál, að ef verksmiðj-
an væri ekki bundin á
klaia gjalderyiserfið-
leikanna, þá gæti hún
fullnægt þörfinni og
gert framleiðslu sína
fjölbreyttari. Til dæm
is hefur hún nú rann-
sóknir með höndum á
möguleikum um smíði
þvottavéla, strau-
járna, hrærivéla og
brauðrista. Og okkur
vantar einnig þessi
tæki tilfinnanlega. Ég
hygg, að húsfreyju,
sem nú verður að búa
við sína kola- eða
olíuvél, að maður ekki
tali um annað verra
eins og áður var, og
Rajtœkjaverksmiðjan í Hafnarjirði uppljómuð.
17
Nýja eldavélin.
hina erfiðu þvotta, muni bregða
við, þegar hún fær rafmagns-
eldavél, þvottavél og hrærivél,
en þetta eru nauðsynlegustu
tækin fyrir heimilin, hvað svo
sem sagt er um kæliskápana. ís-
lenzkt alþýðufólk hefur aldrei
látið mat. skemmast hjá sér.
Skal þvi pó alls ekki haldið fram,
að kæliskápar séu óþarfir.
I sskápurinn.