Heima er bezt - 01.03.1951, Page 23

Heima er bezt - 01.03.1951, Page 23
Nr. 1 Heima er bezt 19 stúlka getur frekast verið. Þann tíma, sem ég þekkti hana, dvald- ist ég stöku sinnum í fangelsi skamman tíma í senn, og í hvert skipti fór hún að vera með öðr- um mönnum — ekki af nauð- syn, geri ég ráð fyrir, heldur fyrst og fremst sökum léttúðar. Hún var einu sinni þannig gerð — lauslát, leiðitöm, stúlka, sem aldrei hugsaði sig um tvisvar, áður en hún lét undan vilja ein- hvers. Oftar en einu sinni ákvað ég að yfirgefa hana; í hvert skipti varð hún tryllt og taað mig um að fara ekki frá sér. Þegar loks kom að því, eftir að ég hafði kynnzt D, elti hún mig um göt- urnar, grátandi, hrópancÁ, í senn með hótanir og beiðni á vörum, og reyndi iðulega að valda hneyksli. Ég minnist þess, að einu sinni kastaði hún sér niður fyrir fætur mér úti á miðju Coventry-stræti, þar sem West End-mannfjöldinn glápti á okkur, og harðneitaði að standa upp fyrr en ég lofaði því að koma aftur til hennar. Þegar ég tók hana að mér aft- ur, var hún stuttan tíma viðun- anleg og lét tilleiðast óðara af einhverjum öðrum manni, sem hafði áhrif á hana í svipinn. Hún var sníkjudýr og byrði á þeim, sem töldust til „undir- heimanna“, en aldrei beinn með- limur þeirra sjálf. Þegar ég hafði hitt D, varð mér Ijóst, að Violet myndi aldrei geta orðið sannur maki manns af minni tegund. Ennþá get ég séð fyrir mér táristorkin augu hennar, hálfglottandi, sætar varirnar, smjaðrandi hendur og örvílnun í hverri hreyfingu, þegar hún leit á mig og sagði: „Byrjum upp á nýtt, Charlie. Ég veit, að ég er slæm, en ég get bara ekki gert að því stundum. Ég skal verða öðruvísi — ég vil það, svo sannarlega. Við höfum oft verið hamingjusöm, eða er ekki svo? Mér þykir vænna um þig en nokkurn annan, þegar á allt er litið — svei mér þá. Ekki vera reiður við mig, Charlie. Við getum hvorugt án hins verið. Það veiztu. Farirðu frá mér, verð ég að aumingja. Það er í engan stað að venda fyrir mig. Kom- um heim, Charlie!“ Ég reyndi að auðsýna þolin- mæði, en það var til einskis. Innan skamms var hún tekin til við það sama, — sömu drykkju- hneigðina, fjöllyndið í ástamál- um, þar sem sá fékk yfirhönd- ina, sem hafði meira af pening- um en skynsemi í fórum sínum. Sú stund kom, að mér fannst ég verða að losna við hana eða verða brjálaður að öðrum kosti. Og þegar hún að lokum komst í kynni við einhvern náunga, sem virtist ætla að þekkja hana ó- venju lengi, varð það mér til mikils léttis. Ég lofaði henni að sigla sinn sjó, án þess að sjá hið minnsta eftir henni. Ef ég hefði ekki orðið á vegi D, myndi Violet sennilega hafa snúið til mín — jafnvel eftir þetta. Til er sú tegund kvenna, sem er að miklu leyti á andlegu þroskastigi barns. Violet var af þeirri tegundinni; henni var það sjálfri ljóst, og hún gerði hvað sem hún gat til að hljóta með- aumkun annarra. Því var ekki hægt að neita, að hún gat ver- ið fögur og yndisleg á stundum; þá gat manni orðið á að hugsa sem svo: „Nú hefur hún áreið- anlega breytzt; hún mun standa við loforð sín upp frá þessu.“ En þegar hún elti mig um göturn- ar í þeim tilgangi einum að valda hneyksli, fannst mér að ég gæti myrt hana. Ég fór að skilja þá menn, sem hafa tekið upp á því að hengja sig til þess að losna á þann hátt undan kon- um sínum. D varð fyrst á vegi mínum í veitingakrá einni í Soho, er ég var vanur að sækja að staðaldri, skemmtilegum og frjálslegum stað, þar sem hvaðeina var mjög listamannlegt, en músíkin fram- leidd af farandhljómlistar- mönnum og trúðum. Frá fyrsta andartakinu, er ég sá hana, var ég hrifinn af henni, og liðu þó mörg kvöld áður en mér gafst færi á að taka hana tali. Það, sem mér féll bezt, var hinn ferski kvenleikur hennar, ásamt ótvíræðu hispursleysi og sjálfstæði. Hún klæddist nokkuð listamannlega og öðruvísi en aðrir, og hafði gaman af ljós- um, hnýttum hálsklútum af þeirri tegund, sem sveitastúlkur í Ameríku bera — og fannst mér þetta eina atriði út af fyrir sig mjög fallegt og aðlaðandi. Hár hennar var ljóst; vöxtur hennar allur þótti mér undur- fagur; hún hafði mjög skær augu og fór vel að brosa. En framar öllu öðru gat ég séð það, að hún var mikill persónuleiki. Af föngulegum konum af öllum tegundum og úr öllum stéttum var hún sú fyrsta, sem hreif mig fullkomalega upp frá þeirri stundu, er ég leit hana fyrst. Mér varð það brátt ljóst, að hún myndi eiga eftir að hafa áhrif á líðan mína. Kvöld eftir kvöld fór ég á þessa veitingakrá í von um það, að hún myndi vera þar, og sleginn ótta við þá tilhugsun, að væri hún þar ekki, myndi ég ef til vill aldrei sjá hana framar. í fyrsta skipti á ævinni fannst mér, að það myndi hafa slæm áhrif á mig, ef lifnaður minn skyldi endilega þurfa að valda þvi einmitt um þessar mundir, að ég yrði nauð- synlega að fara burtu og missa sjónir af henni um langt skeið. Ég var — ómótmælanlega — ástfanginn maður; og fullkom- lega á valdi ástarinnar. En hinn gamli kvíði hafði ekki yfirgefið mig: hvernig gat ég gert mér vonir um að þekkja hana? Hvað myndi hún segja, þegar hún kæmist að raun um það, hverskonar lífi ég lifði, — eins og alltaf hlyti að leiða að? Væri ekki betra fyrir mig að fara eitthvað út í buskann og reyna að gleyma þessu? Ást heiðar- legrar stúlku var meira en ég hafði rétt til að krefjast. Og þó, — því ekki ég, eins og svo marg- ir aðrir? Þau kvöld, sem ég eyddi í það eitt að fá að sjá hana, urðu mér stundir örvílnunar og andlegs ójafnvægis. Tækifærið kom upp í hend- urnar á mér eitt kvöldið, þegar tveir ítalskir músíkantar komu inn með mandólín. Ég hafði lært að leika á það hljóðfæri af sjálf- um mér, þegar ég dvaldist í Ruh- leben, og bað annan þeirra um að lofa mér að grípa í streng- inn — rétt til gamans. Ég hef, gleymt því, hvað ég spilaði — að líkindum hefur það verið eitt- hvert þýzkt lag, sem ég hef urg- að á hljóðfærið meðan ég var í fangabúðunum, — en að því er

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.