Heima er bezt - 01.03.1951, Side 25

Heima er bezt - 01.03.1951, Side 25
Nr. 1 Heima er bezt 21 myndir hennar og ráð var það eina, sem við átti, í því lífi, sem við lifðum, því hvort okkar um sig varð að geta farið óhikað sinna eigin ferða. í Soho og víða annarsstaðar hafði ég séð of mikið af hinum ýmsu hliðum kynlífsins til þess að ég gæti farið að meta það um of í sam- anburði við góðan og fullkom- inn félagsskap, enda er kynlíf- ið ekki nema einn þáttur af mörgum í sambúð karls og konu. Á sama hátt og við öfluðum fyrir þurftum okkar bæði tvö út á við, skiptum við með okkur heimilisverkunum — en það var hlutur, sem var mér fremur geð- felldur, enda hafði ég þurft á því að halda frá barnæsku að geta gripið til hendi innanhúss. Að einu leytinu fannst mér lífið auðveldara en áður, að öðru leyt- inu erfiðara. Skilnaður okkar þegar ég lenti í fangelsi, var miklum mun meiri reynsla nú en fyrr — næstum því óbærileg- ur; á hinn bóginn var minning- in um hana það sem stytti mest einverustundir mínar í varð- haldinu, og hugsunin um and- litssvip hennar. Fyrsta klandrið, sem ég lenti í eftir að ég kynntist henni, var mér beinlínis kvöl, því að svo vel þekkti ég heiminn, að ég gerði ráð fyrir að missa hana fyrir fullt og allt. En hún kom til að vera viðstödd yfirheyrsluna; hún kom til mín inn í heimsóknar- stofuna til að kveðja mig (það var næsta óbærilegur skilnað- ur); hún heimsótti mig reglu- bundið í fangelsið, og sagði jafnan: i.Kvíddu engu. Ég mun bíða eftir þér, þegar þú slepp- ur.“ Og hún stóð alltaf við lof- orð sín. Ég beið eftir heimsókn- um hennar í eftirvæntingu. Vitneskjan um það, að hún biði eftir mér fyrir utan fangelsis- múrana til þess að taka á móti mér, jók tilhlökkun mína eftir því að verða frjáls. Það er eitt- hvað það, sem engin orð fá lýst, 1 kossi þeirrar konu, sem mað- ur elskar, kossinum, sem hún gefur manni, eftir að maður hef- ur verið mánuðum saman í fangelsi; fyrstu frjálsu klukku- stundirnar eru paradís á jörðu, sem maður er með henni — ut- an við hinn stóra heim — heim, sem að afstaðinni fangelsisvist manns er manni óraunveruleg- ur, hættulegur. Ég hef aldrei fyrirhitt neinn, sem hefur í jafn ríkum mæli elskað jafn ógæfusamar mann- eskjur. Hún dýrkar móður sína, sem veit hvernig hún lifir, og myndi gera allt sem hún gæti fyrir hana. Hún er fullkomlega heiðarleg vinum sínum og hefur ekki í eitt einasta skipti orðið þeim til tjóns eða komið þeim í klípu. Hún þekkir ekki til þeirr- ar smásálarlegu öfundar og rógs, sem venjulegt fínt fólk hrærist í. Og þó hefur hún feng- ið á því að kenna; hún hefur orðið að berjast sjálf og lent í fangelsi: kannað djúpin og klif- ið tindana, og þrátt fyrir allt þetta haldið kvenlegum tilfinn- ingum sínum og yndisleik. Hvers vegna varð hún „vand- ræðakona“? Af þeirri einföldu ástæðu, sem svo margir verða það: vegna þess, að hún þráði betri lífskjör heldur en hún gat veitt sér með hægu móti undir þeim kringumstæðum, sem hún var í. Hvers vegna heldur hún áfram slíkum lifnaði? Vegna þess, að það er eina leiðin, er séð verður, sem getur veitt henni það sem hún þráir. í þekkingu og tækni er hún jafningi hvaða karlmanns, sem stundar ólögleg- an verknað; á ýmsum sviðum ber hún af, einkum í þekkingu sinni á mannlegu eðli og sálar- lífi. Ég á henni að þakka áhuga minn á bókum, listum og ýms- um fögrum hlutum. Hún hefur allgott vit á fjármálum. En mest- ar mætur hefur hún á raun- sæjum skáldsagnahöfundum, leikritahöfundum, ljóðskáldum — Maxim Gorki, Dostoievsky, Upton Sinclair, Jack London, H. G. Wells, Bennet, Galsworthy, Lean O’Clarey, Liam O’Fla- herty, — sérhverjum, sem hefur skrifað um lífið eins og það er, fólkið eins og það er. Hún hefur ekkert að gera við glæpareyfara; fæstir þeirra, sem lifa í „undir- heimum“ þjóðfélagsins, hafa nokkuð að gera við þá. Ein af tómstundaiðjum hennar er að teikna, og það gerir hún mjög vel. Hún hefur skarpa athyglis- gáfu, sem hún heldur stöðugt vakandi. Það mætti vera snjall maður, sem kæmi henni svo margþættur fyrir sjónir, að hún vissi ekki hvar hún hefði hann. Eins og svo margir okkar, sem lifum kreddulausu lífi, hefur hún mikinn áhuga fyrir hinu nýja Rússlandi, eftirvæntingar- full eftir því að vita, hvort betri lífskjör falla í hlut hinna fátæku stétta eftir þessa nýju þjóðfé- lagslegu tilraun. Hamingja mín og lán við það að kynnast D er tvöföld, því að ég hef einnig kynnzt móður hennar og komizt að raun um, að hún er einmitt sú tegund af móður, sem mig langaði til að eignast, þegar ég var barn; og satt að segja held ég, að ég eigi betra með að meta hana rétt heldur en verið hefði, ef ég hefði raunverulega verið barnið henn- ar. Engum manni gæti hlotnazt meiri gæfa en sú að kynnast tveim slíkum manneskjum í einu. Hún skilur mig, alveg eins og hún skilur dóttur sina; og hún reynir aldrei að tala við okkur í umvöndunartón, enda þótt engin launung sé á því, hvernig við lifum. Hún tekur okkur eins og við erum og treystir okkur til að lifa lífinu eftir því sem okkur hentar bezt. Einhverjum kann að finnast það skrýtið, að ég skuli aldrei hafa hugsað mér að kvænast D og losa hana við þá nauðsyn að lifa slíku lífi sem hún lifir. Ef ég stingi upp á slíku, myndi hún ekki samþykkja það. Til þess er hún of sjálfstæð; hún metur sjálfstæði sitt öllu hærra. Ein- mitt það gerir hana að jafn ein- stæðri konu og hún er. Ef ég færi til hennar á morg- un, eða hún kæmi til mín, og segði: „Nú er þetta búið milli okkar; ég vil lifa lífinu algjör- lega frjáls,“ myndi ekki eiga sér stað hinn minnsti snefill af reiði eða ásökunum — á hvorugan bóginn. Eini tengiliðurinn milli okkar er hinn sanni félagsandi. Fari hann út um þúfur, hverfur allt. Það er samband okkar tveggja með fullu jafnrétti, jöfnu frelsi. Við trúum á hina frelsandi ást, ekki á hina, sem bindur.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.