Heima er bezt - 01.03.1951, Qupperneq 28
24
Heima er bezt
Nr. 1
honum stóð svertingi með hörpu, en við
hlið hans skrautklæddur liðsforingi, er
hélt á nótnastranga. Þessi kynlegi fugl tók
nú við hörpunni af þjóninum og steig síðan
alveg fremst fram á sviðið, brosti og
hneigði sig til að gleðja og hrífa áheyr-
endur sína.
Þetta er vafalaust einhver sönvaoflát-
ungur frá Aþenu, hugsaði Pólikles, en hon-
um blandaðist ekki hugur um, að miklum
snillingi einum væri unnt að vekja slíkan
fögnuð og eftirvæntingu meðal grískra á-
heyrenda. Þetta hlaut að vera víðfrægur
listamaður, sem meira orð færi af en hon-
um sjálfum. Pólikles bjó sig undir að gefa
sig á vald tónanna.
Sá bláklæddi sló nokkra strengi á hörpu
sinni og hóf svo að syngja Oð Niobe. Póli-
kles kipptist við og glápti ringlaður inn á
sviðið. Lagið lék ýmist á djúpum tón-
um eða mjög háum. Djúpu tónarnir voru
í barka söngvarans eins og hrinur eða
skruðningar — eins og hrjúft og ómstrítt
urr í grimmum hundi. Og svo rykkti hann
höfðinu aftur á bak, teygði úr sverum
búknum og stóð á tánum, og með tinandi
höfði og rauðglóandi í framan rak hann
upp skerandi ýlfur, sem ve! hefði getað
komið upp úr sama hundi, ef húsbóndi hans
hefði sparkað í hann óþyrmilega. Og allt-
af hvein og glumdi í hörpunni, stundum
var hún á undan, stundum á eftir rödd
söngvarans.
En það þótti Pólikles mestum undrum
sæta, hversu þessi hljómlist orkaði á á-
heyrendur. Engum Grikkja átti að geta
skeikað dómur um músík, og allir voru
þeir jafn örlátir á óánægjuhróp og fagn-
aðarlæti. Margur söngvari, miklum mun
betur hæfileikum búinn en þessi hjákátlegi
oflátungur, hafði verið hrakinn út af svið-
inu með formælingum og ókvæðisorðum.
En þegar þessi hætti og þurrkaði svitann
af breiðri ásjónunni, ætlaði mannsöfnuð-
urinn hreint vitlaus að verða af fögnuði.
Hirðinginn tók höndunum ringlaður um
höfuð sér og þóttist viss um að hann væri
ekki Iengur með öllum mjalla. Þetta gat
ekki verið annað en hræðileg martröð, en
bráðum mundi hann vakna og hlæja að
öllu saman. Nei, — fólkið var raunveru-
legt. Hann þekkti hér ýmsa nágranna
sína, og fagnaðarlætin, sem glumdu í eyr-
um hans, voru frá áheyrendum í leikhúsi
í Ólympíu.
Kórinn var allur í gangi. Sumir rumdu,
aðrir æptu, stöfum var lamið við bekkina
og annað slagið skullu yfir fellibyljir af
hrópum hinna þar til þjálfuðu manna: ó-
viðjafnanlegt, guðdómlegt. — Þetta var
heimska — óþolandi heimska. Væri slíkt
látið viðgangast, hlaut allt réttlæti Iist-
arinnar í Grikklapdi að fara veg allra vrer-
aldar. Hann reis upp, baðaði út hand-
leggjunum og hrópaði kröftug andmæli
gegn þessum heimskulega dómi áheyr-
enda.
Fyrst í stað greindu menn ekki orð hans
fyrir ólátunum. Rödd hans drukknaði í há-
vaðanum, sem magnaðist um allan helm-
ing í hvert sinn, er söngvarinn hneigði sig
eða brosti við áheyrendum. En smám sam-
an hætti fólkið, sem næst var Póliklesi, að
hrópa og horfði á hann skelfingu lostið.
Fleiri og fleiri þögnuðu, unz svo var komið,
að allir sátu hljóðir og gláptu á þennan
tryllingslega, glæsilega mann, sem jós yfir
þá ókvæðisorðum framan frá dyrunum.
— Fífl, hrópaði hann. Hverju klappið
þið fyrir? Hvað eiga þessi fagnaðarlæti að
þýða? Kallið þið þetta músik? A þessi
timburmaður skilið að fá ólympískan heið-
urssveig? Hann nær ekki upp nokkru
hljóði. Annaðhvort eruð þið heyrnarlausir
eða vitlausir. Þið megið skammast ykkar!
Hermennirnir hlupu til og ætluðu að
draga hann niður. Allur mannsöfnuðurinn
var I uppnámi. Sumir þeir kjarkmestu
stöppuðu í hann stálinu, aðrir heimtuðu,
að hann yrði rekinn út.
Meðan þetta gerðist, hafði söngvarinn
fengið þræli sínum hörpuna, en spurði nú,
hverju þessi umskipti sættu. Steig svo
fram kallari með hetjurödd og gerði það
kunnugt, að skorað væri á mann þann
þarna frammi í salnum, sem virtist vera á
annarri skoðun en aðrir áheyrendur, að
Iáta sjá það, hvort hann væri maður til
að bera sigurorð af hinum óviðjafnanlega
listamanni, sem heiðrað hefði mannfjöldann
með söng sfnum rétt áðan.
Pólikles tók áskoruninni samstundis, og
fólkið vék úr vegi fyrir honum, svo að
hann kæmist greiðlega inn eftir salnum.
Augnabliki síðar stóð hann frammi fyrir
eftirvæntingarfullum mannfjöldanum, tötr-
um búinn með hörpuna sína, gamla og
fornfálega. Og er hann hóf söng sinn, tóku
Rómverjarnir strax að hrópa og hlæja.
Hann söng um landið Elis, sem Júpíter
unni, um gnæfandi fjallshlíðar, svífandi
ský, bláar elfur, tært fjallaloft, svala
aftna og fegurð himins og jarðar. Söngur
hans var óbrotinn og barnslegur, en hann
snart streng í brjósti fólksins frá Olympíu,
því að hann var um Iandið, sem það
þekkti og unni. Þegar hörpuslátturinn
þagnaði að Iokum, voru þeir næsta fáir,
sem höfðu þrek til að klappa honum lof í
lófa, og veikar raddir þeirra hurfu í ofviðri
blísturs og óhljóða frá andstæðingunum.
Pólikles dró sig vonsvikinn í hlé við þess-
ar óvenjulegu móttökur, og hinn bláklæddi
keppinautur hans steig fram á sviðið. Hafi
hann sungið illa í hið fyrra sinn, þá var þó
söngur hans nú fjærri öliu lagi og bein van-
virða við alla músik. En alltaf þegar hann
gerði hlé tii að þerra svitann af enni sér,
reis fagnaðaraldan með þrumugný frammi
í salnum.
Pólikles fól andlitið í höndum sér og
bað þess, að hann gengi ekki af vitinu.
Þegar þessu hryllilega atriði var lokið og
sýnt var orðið af furðulegum gleðilátum
áheyrenda, að sveiginn mundi þessi sprelli-
karl hljóta, varð hann gripinn sterkri
löngun eftir friði og kyrrð fjallanna. Hann
tróð sér í gegnum mannfjöldann út undir
bert loft. Þar beið hans' keppinautur hans
og fornvinur, Metas frá Korinþu, og óttinn
var markaður sterkum dráttum á andlit
hans.
— Flýttu þér, Pólikles. Hesturinn minn
stendur söðlaður hérna í Iundinum. Hann
er grár, en reiðtýgin rauð. Farðu undir eins
af stað. Ef þeir ná í þig, máttu áreiðanlega
búast við erfiðum dauðdaga.
— Erfiðum dauðdaga? Hvað áttu við?
Hvaða náungi er þetta?
— Mikli Júpíter! Veiztu það ekki?
Hvaðan ber þig að? Þetta er Neró keis-
ari. Hann fyrirgefur þér aldrei, hvað þú
hefur sagt um söng hans. Flýttu þér áð-
ur en vörðurinn nær í þig.
Stundu síðar var geitahirðirinn kom-
inn alllangt áleiðis til fjallabyrgis síns, og
um svipað leyti hafði keisarinn verið
krýndur Ólympíusveignum fyrir óviðjafn-
anlegan söng, og spurðist nú fyrir um það,
hver þessi freki piltungur væri, sem hefði
vogað sér að setja út á hann.
— Færið hann hingað strax og látið
Markús vera tilbúinn með hnífinn og gló-
andi járn.
— Mikli Cæsar, svaraði Arseníus, foring-
inn, sem vörðinn hafði. Maðurinn finnst
hvergi, og hér ganga undarlegar sögur.
— Sögur? Hvað áttu við? Þessi piltur
var fáfróður uppskafningur með páfagauks-
rödd og kom fram eins og dóni. Og hér eru
margir jafnsekir honum, því að ég heyrði
þá klappa, er hann kyrjaði þennan bjána-
lega óð sinn. Eg hef mesta löngun til að
brenna borgina til kaldra kola, svo að þið
hefðuð ástæðu til að minnast komu
minnar.
— Það er ekkert undarlegt, að þeir
klöppuðu fyrir honum, Cæsar. Eftir því sem
ég hef heyrt, mundi það ekki vera þér
nein smán, þótt hann hefði orðið hlut-
skarpari.
— Hann hlutskarpari! Ertu frá þér
Arseníus? Hvað áttu við?
— Enginn þekkti hann, Cæsar. Hann
kom frá fjöllunum og hvarf til þeirra aft-
ur. Tókstu eftir, hve hann var villtur og
fagur? Það er sagt, að þetta hafi verið
hinn mikli guð, Pan, sem var svo lítillátur
að taka þátt í keppni dauðlegra manna.