Heima er bezt - 01.03.1951, Síða 30
26
Heima er bezt
Nr. 1
Fróðleg grein um frumbyggja Ástralíu
Steinaldarmenn anno 1950
í HJARTA eyðimerkurinnar í
Ástralíu lifir nú á okkar tímum
leifar fólks, sem mun geta bor-
ið með réttu hið lítið öfunds-
verða nafn „Frumstæðasti ætt-
bálkur jarðarinnar“. Þessir
Ástralíumenn eða Ástralíunegr-
ar — frumbyggjar Ástralíu —
eiga engin dráttardýr, þeir eiga
engin húsdýr, — ef maður ekki
reiknar með „dingoen“, villi-
hundinum, þeir hafa enga fasta
bústaði, ekki einu sinni einfalda
kofa. Þeir lifa þann dag í dag
einskonar steinaldartilveru — og
hafa þessvegna alveg sérstöðu í
framfarasögu mannkynsins.
Ræktun jarðarinnar, að nýta
hana, er ennþá óþekkt fyrir-
brigði meðal Ástralíunegra. Þeir
halda í sér lífinu dag frá degi
með því sem náttúran er svo
góð að gefa þeim: kjöt af ken-
guru og emu, ormar, pöddur,
skordýr, ber, og jafnvel gras er
á matseðli þeirra.
Ástralíunegrarnir eru súkku-
laðibrúnir á litinn og eru hrokk-
inhærðir. Á andlitum þeirra
sjást mörg frumstæð einkenni,
svo sem óvanalega stór höfuð-
kúpa, afturhallandi enni, breitt
nef og víður munnur. Venjulega
nota þeir ekki fatnað.
Hvaðan þetta fólk hefur kom-
ið er óljóst. En maður finnur
fólk með áströlskum kynein-
kennum í Indlandi, á Ceylon,
Malakkaskaga og í Austur-Ind-
íum. Þetta hefur orðið til þess,
að menn halda, að forfeður
Ástralíunegranna hafi komið frá
Indlandi fyrir um 2000 árum.
Steinaldarvopn Ástralíunegra
eru steinöxi, spjót, veiðihnífur
og boomerang.
Boomeranginn er í laginu eins
og hálfmáni og minnir á vopn,
er hafa fundizt í gömlum,
egypzkum gröfum. Nokkur af
þessum vopnum eru þannig
gerð, að þau koma aftur til þess,
er kastar.
Fyrir rúmum hundrað árum
voru Ástralíunegrarnir yfir
500.000 að tölu. Þeir voru deildir
niður í marga ættbálka, er hver
hafði sitt mál eða mállýzku, hver
hafði sín ættareinkenni og siði.
Þeir fóru frjálsir hvar sem var
í allri Ástralíu, sem er 7,7 millj-
ónir ferkílómetra að stærð. Á
okkar dögum eru aðeins 50.000
hreinættaðir Ástralíunegrar til.
Þessi eftirtektarverða fækkun
þeirra kemur ekki aðallega af
því, að hinir hvítu innflytjendur
hafi eytt þeim, heldur af hinu,
að þetta frumstæða fólk hefur
ekki haft neina möguleika til að
nota sér menninguna. Stjórnar-
völdin í Ástralíu hafa gert allt,
sem í þeirra valdi hefur staðið,
til að varðveita frumbyggjana.
Þeir hafa enn leyfi til að flakka
frjálst í innri hluta landsins,
einnig fá þeir að mestu leyti að
halda sínum gömlu siðum og
venjum.
Fyrir nokkrum árum var sá, er
þetta skrifar, vottur að trúarat-
höfn meðal frumbyggjanna í
norðurhluta Ástralíu. Það kvöld
var bjart tunglsljós — svo bjart,
að jafnvel stjörnugeimurinn í
suðri hvarf í því. Allt í kring, í
lágvöxnum kjarrskóginum, log-
uðu lítil bál. Og naktir, svartir
menn dönsuðu umhverfis þau
og vörpuðu draugalegum skugga
myndum á umhverfið. Stríðs-
mennirnir dönsuðu með lauf-
sveiga af gúmmítrénu um ökla
og úlnliði. Þeir dönsuðu aftur og
fram í drungalegum bjarman-
um frá bálunum. Hljómlistin, ef
maður getur kallað það hljóm-
list, kom frá nokkrum gömlum
mönnum og ungum konum. Þau
rauluðu hásum rómi einfalda
tóna og glömruðu með boomer-
öngunum. Stríðsmaður rispaði
sig á lærinu með steinhníf. Hann
þurfti að fá blóð til að mála lík-
ama sinn úr því. Utan til lá lít-
ill svertingjadrengur þétt upp
við kviðinn á villihundi. í öðru
horni sat kona með hvolp á
brjósti.
Hérna kynnist maður lífinu í
hinni frumstæðustu, grimmustu
og grófustu mynd.
Einstaka sinnum hljóðnuðu
tónarnir frá „kórnum“ niður í
hvísl, en stigu síðan í villt ösk-
ur. Stríðsmennirnir dönsuðu
fram og aftur að stað einum,
þar sem ungu konurnar sátu og
veifuðu lokkandi til þeirra með
vöndum úr grænum greinum.
Dansinn hélt áfram í marga
tíma — þangað til blóð og sviti
streymdi af líkömum þeirra.
Seinna fékk ég af tilviljun að
sjá sýningu á spjót- og boomer-
ang-kasti. Einn stríðsmaður tók
sér stöðu svolítið frá hinum. Hið
eina, sem hann hafði sér til
varnar, var skjöldur. Svo byrj-