Heima er bezt - 01.03.1951, Qupperneq 36
32
Heima er bezt
Nr. 1
Sigurður Magnússon:
*
I
Sigurður
Magnússon
„FAXI GIJNNAR, Faxi Gunnar. Reykja-
víkurturn kallar," — og Faxi Gunnar svar-
ar utan úr dimmunni. Hann ætlar að lenda
eftir stundarbil. Að nokkrum mínútum
liðnum er gert ráð fyrir, að þeir, sem Glit-
faxi ber nú í örmum sér gangi inn í af-
greiðslusalinn á flugvellinum og þaðan verði
haldið heim til ástvinanna eða kunningj-
anna, sem bíða. Það er tæpiega ástæða til
að ætla að þetta bil verði aldrei brúað.
Veðrið er reyndar alveg á takmörkum þess
að vera fært, en flugmennirnir eru öruggir,
þótt ungir séu og flugvélin sjálf í ágætu
lagi, að því er bezt er vitað, en rétt er þó
að fylgjast vel með og kalla á ný: „Faxi
Gunnar. Faxi Gunnar,“ — en þá er ekkert
svar. Hin karlmannlega og styrka rödd
flugstjórans heyrist ekki lengur. „Faxi
Gunnar. Faxi Gunnar,“ — en það svarar
enginn framar, — og í þögninni býr bana-
grunur.
Brot úr stóli, sem berst á fjöl með öld-
unum út yfir Faxaflóann slekkur síðasta
vonarneistann. — Við erum orðin tuttugu
dýrmætum mannslífum fátækari.
Hvað kom fyrir? Enginn mun treysta
sér til að svara því enn sem komið er, og
ef til vill verður gátan um Glitfaxa aldrei
fullráðin. Eitt vitum við þó. Það brast
einhver hlekkur í þeirri öryggiskeðju, sem
átti að vernda þessi tuttugu mannslíf. Ann-
að vitum við líka. Við höfum fyrr orðið
fyrir mörgum óhöppum og alvarlegum slys-
um og þess vegna er spurt: Eru okkur ekki
orðnar ljósar einhverjar þær staðreyndir í
sambandi við þau, sem réttlæti, að öryggis-
málin í heild verði tekin til nýrrar yfir-
vegunar, enda þótt við getum aldrei vitað
með vissu orsökina til þess að Giitfaxi
komst ekki heill í höfn? Hve mörg manns-
líf þurfum við enn að missa, og hve háan
hundraðshluta flugflotans þurfum við að
eyðileggja til þess að geta sameinast um
nýjar öryggisráðstafanir, sem líklegar væru
til að forða sams konar slysum og þeim,
sem nú eru orðin? Æðrulaus íhugun þess
er alveg vafalaust samboðnust minningum
þeirra, sem nú hafa látið lífið og bezti
minnisvarðinn, sem þeim væri reistur
myndi sá, að geta forðað einhverjum frá
að deyja með svo sviplegum hætti, sem
raun hefir nú á orðið.
D A G
Þrjú af fjórum stærstu slysum flugfélag-
anna hafa orðið í dimmviðri og veðurskil-
yrði voru einnig mjög óhagstæð er hið
fjórða kom fyrir. Gefur það ekki vísbend-
ing um, að of djarft hafi verið teflt? Sú
staðreynd er að vísu öllum augljós, að
óvíða mun veðrátta breytilegri en hér, né
óhagstæðari til flugferða, og landið sjálft
háskalegt vegna hins mikla hálendis, en er
það ekki einmitt sönnun þess, að hér verði
að fara miklu gætilegar en skylt þykir með
öðrum þjóðum? Krafan um öryggið fram-
ar öllu, „Safety first,“ — rís ekki iengur
af frumstæðum ótta við það sem nýtt cr,
því flugvélin er löngu komin yfir hið of-
dirfskufulla og æfintýralega stig bernskuár-
anna og orðin mikill og vaxandi þáttur í
samgöngukerfi okkar, og verður trúiega
innan fárra ára jafn eðlileg þeim, sem þá
iifa og hesturinn var feðrum okkar, en
traustleiki og öryggi voru hans höfuðkost-
ir. — Veðrið er fært eða ófært, en aldrei
slarkandi, nema þegar flogið er til að
bjarga mannsiífi. Eg geri ráð fyrir að
„flugdögunum" myndi fækka ef aldrei væri
lagt af stað nema þegar veður er gott, en
ef slysin minnkuðu að sama skapi, þá væri
betur oftar heima setið en af stað íarið.
Eg er ekki með þessu að ásaka neinn. Það
fiýgur enginn vitandi vits á fjöll og það
sendir enginn annan mann út í það veður,
sem hann telur líklegt að verði honum að
fjörtjóni, en er markalínan milli hins færa
og ófæra nógu örugglega sett? Eg þori ekk-
ert að fullyrða, en mig grunar þó að svo
sé ekki. Mig grunar að reglan sé sú, að eiga
fremur á hættu að snúa við vegna óveðurs
en sitja heima í tvísýnu, og sé svo, þá er
of djarft teflt.
Eg sá nýlega lista yfir þær vélar flug-
félaganna tveggja, sem skrásettar hafa ver-
ið frá 1. apríl 1945. Þær eru 27 talsins. Af
þessum 27 flugvélum hafa 12 nú eyðilagst
með einhverjum hætti, brunnið, sokkið í
sjó eða molast á fjöllum og jöklum. Þetta
er óhugnanlega há tala, tæplega 45% flug-
vélanna sem ónýtzt hafa á þessum skamma
tíma. Skyldi þetta vera sambærilegt við
það, sem gerist annars staðar, og ef svo er
ekki, þá vaknar spurningin: Hvað veldur?
Það eru gerðar háar kröfur til þeirra, sem
réttindi fá til að stjórna skipum, bæði um
menntun og starfsaldur. Hinir ungu flug-
menn okkar verða einnig að muna, að á
þeim hvílir engu síður mikil ábyrgð, eink-
um vegna þess, að þeir eru að byggja upp
nýja atvinnugrein, sem við getum ekki
framar án verið og eigum f bókstaflegri
merkingu h'f okkar undir að standi sem
allra fyrst á traustum fótum.
Það mun ugglaust örðugt að sanna, að
hin harða samkeppni flugfélaganna sé flug-
mönnum hvatning til ferðalaga í tvísýnu,
en sízt mun ofmælt þótt fullyrt sé, að
samkeppnin muni þar engu góðu til vegar
koma, og enda þótt sá þáttur hennar ,sem
varðar öryggismálin, sé hér látinn liggja á
milli hluta, þá er alveg óskiljanlegt, að for-
ráðamenn flugfélaganna skuli ekki bera
gæfu til að koma sér saman um eðlilega
skiptingu leiðanna, í stað þess að bítast,
unz hætta er á að báðir liggi óvígir. Það
þarf engan að undra þótt fjárhagur félag-
anna sé ekki mjög blómlegur, þegar vitað
er að þau senda oft og tíðum sína vélina
hvort til þess að sækja farþega, sem ekki
eru fleiri en svo að kæmust í eina, en
beinn kostnaður við að senda t. d. Douglas
vél frá Reykjavík í Akureyrarferð er tal-
inn um 5 þúsund krónur, en til Vestmanna-
eyja rúm 2 þúsund og ísafjarðarferð Cata-
linabáts mun kosta um 5 þúsund, að því
ógleymdu, að allt þetta fé er sóun á er-
lendum gjaldeyri, nema að því sem svarar
kaupgreiðslum og lendingargjöldum, en
hver hundraðshluti þeirrar fjárhæðar er
veit ég ekki, en auðsætt er þó, að hann
muni ekki vera sérlega hár.
Að undanförnu hefir alloft verið á það
minnst, að loftskeytastengurnar á Melun-
um væru alvarleg ógnun við umferðina á
flugvellinum í Reykjavík og því mun hafa
verið til svarað, að flutningur þeirra þaðan
væri of kostnaðarsamur. Sé það rétt, að
þær geti sannanlega komið í veg fyrir að
flugmaður fái borgið lífi sínu og farþega í
misjöfnu veðri, þá kostar ábyggilega ekki
of mikið að fjarlægja þær, eða hverju verði
vildum við nú ekki mega kaupa aftur
mannslífin tuttugu, sem týndust með Glit-
faxa miðvikudagskvöldið 31. janúar s.l.?
Hjóli tímans verður ekki öfugt snúið.
Þögn dauðans verður ekki rofin. Faxi
Gunnar mun aldrei svara framar, því Glit-
faxi er horfinn í djúp hafsins. En við skul-
um minnast hinna tuttugu mannslífa með
því að reyna að gera nú allt, sem í okkar
valdi stendur til þess að þögnin rofni, þeg-
ar næst verður kallað út í myrkrið til
fiugstjóra, sem reynir að finna Ieiðina heim
til okkar.