Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 4
68 Nr. 3 á létt með að rita sendibréf á því. Þetta handrit dr. Magnúsar mun síðar verða sent á Lands- bókasafnið, það er kveðja, sem gamall emigranti sendir heim. Kristmundur Bjarnason. Blóðfjaðratími. Framan af er líf innflytjand- ans eins konar blóðfjaðratími, svo að til fuglanna sé vitnað. Venjulega á þessi samlíking við alla innflytjendur, hvaðan svo sem þeir hafa heimdraganum hleypt. En eins og að líkum læt- ur, draga þó líkir hættir, sam- eiginleg tunga, svipuð skapgerð og erfðahneigðir dálítið úr sár- asta sviðanum. En þrátt fyrir allt, vekur það leiða og jafnvel sársauka að verða að leggja fyr- ir óðal fornar venjur og hefð- bundna hætti eða aðlaða eftir venjum og jafnvel óhjákvæmi- legum lífsskilyrðum nýja lands- ins. Þessa hefur oft ekki verið gætt sem skyldi, þegar innflytj- endamálin eru rædd, og stafar það annaðhvort af hirðuleysi eða skilningsskorti. Innflytjandinn þolir illa, að harkalega sé að honum farið og hann látinn sæta ómildum dóm- um, en aðstæðna að engu gætt. Hins vegar kann hann vel að meta góðvild og hlýju, þar sem hann er fyrsta sprettinn eins og álfur út úr hól. Við skulum nú láta hugann reika til ársins 1880. Á járn- brautarstöð einni nýlega* reistri á ónuminni preríunni*) er strjál- ingur af fólki. Frá sjónarhóli áhorfandans er búnaður þess skrýtinn og útlenzkulegur, auk þess sem hann á ekki sem bezt við sumarhitann í júlí og ágúst. Klæðnaðurinn er að mestu úr ull, fer ekki sem bezt og er þung- ur. Erlenda tungu talar þetta fólk, og hljómar hún einkenni- lega í eyrum þeirra, sem ekki hafa vanizt henni. Þó er tunga þessi náskyld máli Engilsaxa, því máli, sem talað var í Englandi á tíundu öld. Þetta er undan- tekningarlítið tunga sú, er nor- rænir víkingar mæltu á forðum. Fatnaður þessa fólks er ofinn í heimahúsum, er úr vaðmáli og saumaður í sveitabæjunum. *) Svo nefnast hinar miklu sléttur Ameríku. — Þýð. Heima ER BEZT Þetta er hlýr klæðnaður og á vel við kalt loftslagið í heimalandi ferðalanganna, en þeir eru frá íslandi komnir og eru nú á leið til ýmissa ákvörðunarstaða í nýja landinu. Eftir því sem ég framast man, höfðu hin snöggu umskipti frá köldu og röku loftslagi í heitt og þurrt í för með sér ýmsan minni háttar lasleika, en stundum voru afleiðingarnar jafnvel ör- lögþrungnar. Fj ölskylda mín og vandafólk varð fyrir þungu áfalli aðeins fjórum dögum eftir hingaðkomu okkar. Það var molluhiti þann dag, og mágur minn, ljóshærður, sex feta risi og þrekmaður mesti, sem hafði vinnu við járnbraut- arlagningu þenna dag, hné nið- ur allt í einu og lézt af sólstungu. Þetta var þungur missir, og þótt allt væri gert til að hjálpa okk- ur, náði fólkið mitt sér aldrei að fullu eftir þetta áfall. Systir mín tapaði sér alveg og náði sér aldrei að fullu eftir þetta hörmu- lega slys. Okkur lærðist fljótt að leggja ullarfötin okkar fyrir óðal eins og auðvitað annað það, sem varð þröskuldur í vegi llfsþæginda okkar. Hitinn var enn geysileg- ur. Moskítóflugurnar angruðu okkur mjög, en mikið var um þær um þessar mundir. Við þjáðumst eins mikið eða meir af biti þeirra og steikjandi hitan- um. Andlit sumra bólgnuðu svo og þrútnuðu upp, að ekki var sjón að sjá. En það var ekkert við þessu að gera, við urðum að sætta okkur við þetta. í vist hjá herra Vales. Fyrir sunnan okkur var enskt hverfi við litla á. Gamla land- nemaleiðin lá vestur með þess- um læk frá Assinibeinedalnum alla leið vestur til Prince Albert. Mér var sagt, að veiðimennirnir og frumbyggjarnir hefðu farið þessa leið í veiðiferðir sínar vestur eftir. Síðan höfðu land- nemarnir „komizt á slóðina“ jafnvel löngu áður en nokkuð fór að hatta fyrir járnbrautinni. Margir þessir menn voru ein- hleypir, sumir þeirra svonefndir remitance-menn*) frá Englandi. Aðrir höfðu flutt með sér fjöl- skyldu og vegnaði allvel, er á allt er litið. Ég hafnaði hjá remitance- manni, ókvæntum. Hann hét Vales og var frá Bristol. Ég átti að fá tvo dali í kaup á mánuði, allt uppihald og eitthvað fata- kyns. — Það var komið kvöld, er við héldum af stað úr nýlend- unni og myrkrið féll á. Við vorum ríðandi, en leiðin var 15 mílur og vegur yfir sléttuna (preríuna) enginn.1) Ég var dapur í bragði og skap- ið þungt. Ég gat ekki við það ráðið. Ég var aðeins fjórtán ára og lítið karlmenni, og hvað mál- ið varðaði, þá voru mér allar bjargir bannaðar. „Yes“ og „no“ voru að kalla einu orðin, sem ég gat borið réttilega fram. Mér fannst nóttin myrk, og það fór um mig skjálfti, þótt hlýtt væri í veðri. Fljótlega kom tungl á loft, en það gladdi mig ekki að heldur. Ég söng vers, sem ég hafði nýlega lært, því að ég hafði snotra söngrödd. Ég grét, en í hljóði, það var þögult, mannlegt ákall eftir hjálp guðs og leiðsögn. Og ég lét huggast. Vales hafði verið að tala við mig öðru hverju alla leiðina, en ég skildi llítið eða ekkert af því, sem hann sagði, mjög erfitt fyr- ir mig að átta mig á enska fram- burðinum, þótt mér síðar tækist að skilja og tala ensku allvel. Veður var kyrrt og bjart, dag- bjart að kalla í rjóðrunum. Við létum hestana lötra vegleysuna. Ég veitti því eftirtekt, að Vales tók einhvern smáhlut upp úr vestisvasa sínum og rýndi á um- hverfið í gegnum hann. Eftir því sem ég komst að raun um síðar, var þetta einglirni. Hann hafði það jafnan meðferðis, endaþótt ég yrði þess aldrei var, að það skerpti sjón hans nokkuð. Loks um klukkan eitt um nótt- ina riðum við í garð. Húsið var stórt, úr bjálkum með leir- og *) Remitance-menn. Þannig voru nefnd- ir svnir ríkra Englendinga. Þeir þurftu lítiS fyr'r lífinu að hafa, ef illa gekk, fengu þeir hjálp heiman að. Þe r reyndust lé- legir bændur, en margir gengu í riddara- lið lögreglunnar og reyndust vel. !) Þegar ég fyrst leit þessar slóðir, var öll nærliggjandi slétta nálega þakin bein- um vísunda og annarra dýra. Sums stað- ar voru þess: bein samantínd i hauga, því að þau voru markaðsvara. 2

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.