Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 32
vio neyrum ao leuinni er haidið áíarm innan húss. Okkur tekst að skríða upp á þakið í gegnum þakgluggann og í sömu andránni opnast dyrnar og umsjónarmað- urinn, „greifinn" og fleiri drengir koma inn. Okkur er órótt innanbrjósts, þar sem við liggjum á þakinu og heyrum, að leitað er dyrum og dyngjum á loftinu. „Litið einnig út á þakið!" heyrum við að umsjónarmað- urinn segir, og skömmu síðar opnast glugg- inn hljóðlega. Andlit „greifans" kemur í Ijós. Honum verður bilt, er hann sér okkur, en áttar sig vonum bráðar. Hann deplar augunum laumulega til okkar og hverfur hljóðlcga. Við heyrtim, að „greifinn" leiðir talið að einhverju öðru en þakinu, þegar hann kem- ur aftur til utnsjónarmannsins. „Greifinn er nú bczti strákur, þrátt fyrir allt,“ muldr- ar Villi. Skömmu seinna heyrum við svo, að loft- dyrunum er læst og allt verður hljótt. Við skríðum aftur inn um gluggann. En nú tekur samvizkan að ónáða mig. Höfum við ekki hegðað okkur ósæmilega? Er það ekki illa gert að koma „greifan- um“ til að segja ó att? En Villi huggar mig mcð því, að seinna skulum við gefa okkur fram sjálfviljuglega og biðja hátíðlega um fyrirgefningu. Mér verður rórra, og við setjumst niður til að borða smurðar brauðsneiðar, sem ViIIi var svo hygginn að taka með sér. Villi fær augastað á kaðli, sem hangir við gluggann. Eigutn við að nota hann til að síga í honurn niður í garðinn?" spyr ég. „Engan asa, drengur minn,“ segir Villi og tekur kaðalinn niður. Allt í einu heyrum við, að það er drep- ið hljóðlega á dyrnar. Við stirðnum upp af skelfingu. En svo sjáum við, að hvítu bréfi er skotið undir hurðina, og síðan heyrum við hljóðlegt fótatak fjarlægjast.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.