Heima er bezt - 01.03.1954, Page 29

Heima er bezt - 01.03.1954, Page 29
Nr. 3 Heima er bezt 93 Frá Algiersborg . . . Framh af bls. 86. gangstéttunum. Þar er gengið undir laufkrónum; trjágróður- inn dregur úr þungum svip mal- Þikaðrar breiðgötu. En í Arabahverfunum eru göt- urnar þröngar, ranghalar og skúmaskot. Húsin eru há, en hrörleg, eins og gamalmenni, sem eiga orðið mikla sögu. Þarna er sýslað með verzlun og við- skipti á vegum úti, ekki óvíða með handónýtt drasl, sem ó- skiljanlegt er að til nokkurs dugi. Sums staðar leynast smá- íbúðahverfi, einlyftir, ferkant- aðir kofar í þyrpingu, settir nið- ur skipulagslaust, hróflað upp úr alls konar samtíningi: kassafjöl- um, blikkdunkum og ryðguðum járnskæklum, lágkúrulegir, eins og aumustu hundahús. Milli þeirra liggja ólögulegir kráku- stígar, þar sem íbúarnir sitja í saur og óhreinindum. í þessari borg þrælar verka- maðurinn í tólf stundir fyrir lítil daglaun. Betlarinn getur, ef heppnin er með honum, eignast nokkra franka. En vasaþjófur- inn á' oft völ á stærsta vinningn- um. í umferð borgarinnar iðkar hann sína atvinnugrein með sæmilegum árangri. En lúpuleg- ur hefur hann sjálfsagt orðið, þegar hann uppgötvaði, að fá- einir saklausir krónupeningar íslenzkir, sem hann klófesti úr jakkavasa, eru ekki hlutgengir í refskák alþjóðaviðskiptanna. Alí-Baba hafði lofað að leið- beina okkur í stórt verzlunarhús, þar sem alls konar varningur sé á boðstólum. En um efnd loforð- anna er það að segja, að hann fer með okkur í litla búðarholu, sem hefur lítið úrval minjagripa. Algeirsmenn, sem voru að verzla, viku þegar til hliðar og tíndust út, er við komum í búðina. Með- an viðskiptin fara fram stendur gæðablóðið Alí-Baba í nánd við peningakassa kaupmannsins og gefur frönkunum, sem í hann fara, nánar gætur. — Á íslandi mundi hann vera efni í úrvals skattanefndamann — ef hann fengi hjá yfirvöldunum prósent- ur af tekjuframtali skattgreið- enda. í Algier leita peningarnir eftir ýmsum leiðum út til þjóðarinn- ar. Ferðalangur sannfærist fljót- lega um, að hann er kominn í tæri við lýð, sem er reiðubúinn að plokka hann sem allra ræki- legast. Tilgangurinn virðist helga meðalið. En stundum er beitt aðferðum, sem verður að telja sjúkleg fyrirbrigði í fari vandræðamanna. Ferðalok. Ekið að höfninni. Áður en far- þegum gefst tími til að ganga úr bifreiðinni, er bílstjórinn kominn með húfuna. Betlandi atvinnubílstjóri í þjónustu ferðaskrifstofu! Farþegar ætluðu að veita honum og Alí-Baba sér- stök heiðursverðlaun að skilnaði. Nú hefur ský dregið fyrir sólu: gjöfin er .orðin að ölmusufé! Gengið um borð í Gullfoss. Það er eins og að koma heim. Og heima er alltaf bezt. Við höfum að vísu séð að „suð- ur í Algeirsborg er bjart.“ En við höfum líka séð, að þar er ekki „bros á hverjum vanga.“ Eymd- in og volæðið, sem blasir við vegfarandanum í þröngum sóða- legum götum og kofaskriflum, er svo skelfileg, að heimaalinn ís- lendingur hefur ekki getað látið sig dreyma um slíka hörmung, þrátt fyrir hafnarstræti og arn- arhóla íslenzkra ógæfumanna. Kvöldið er kyrrt og fagurt. Farþegar eru á þiljum og mæna út í myrkrið — inn 1 ljóshafið, sem iðar og bylgjast á strönd- inni. Klukkan nálgast tólf á mið- nætti. Dráttarbátur flytur burt flekana, sem mynda flotbryggj- una. Gullfoss liggur festalaus, ferðbúinn að láta úr höfn í Algeirsborg. Islenzk ráðvendni Fyrir rúmum hundrað árum sagði íslenzkur stúdent einn kunningjum sínum í Kaup- mannahöfn frá því, að þar sem ekki væri til neinn böðull á ís- landi, væru hinir dauðadæmdu látnir fara utan og skyldu þeir sjálfir annazt um aftöku sína. Voru þeir látnir hafa peninga með sér frá hinu opinbera, til þess að greiða allan kostnað, sem af aftökunni leiddi, en böðl- arnir þóttu vera nokkuð dýrir á verk sín. „Og landar mínir eru svo ráð- vandir“, bætti stúdentinn við, „að þess þekkjast engin dæmi, að nokkur dauðadæmdur maður hafi svikizt um að gera skyldu sína og hlaupa í felur, enda þótt slíkt hefði vafalítið tekizt í mörgum tilfellum“. Það er fullyrt, að margir kunningjanna dönsku hafi trú- að þessari sögu og dáðst mjög að þessari dæmafáu ráðvendni. Hagleiksmaður Fyrir nokkrum árum komu út ferðasögur Eiríks Ólafssonar frá Brúnum, en hann fór fyrst til Kaupmannahafnar í heimboði Valdemars prins, sonar Kristj- áns IX, en honum hafði Eiríkur kynnzt á þúsundárahátíðinni 1874. Hafði Eiríkur léð konungi hesta og var sjálfur með í för- inni. Keypti prinsinn hest af Ei- ríki. Síðar gerðist Eiríkur mor- móni og flutti til mormónaríkis- ins við Saltvatnið í Ameríku og bjó þar nokkur ár. Trúboðsför fór hann og heim til íslands, en var misjafnlega tekið, enda voru landar hans flestir allt annað en frjálslyndir í þeim efnum þá, en nú virðist vera skipt um, og þröngsýnin komin á vettvang stjórnmálanna en frjálslyndið í trúmálin. Seinna gekk Eiríkur af trúnni. Þeir, sem lesið hafa ferðasögu Eiríks, frá Danmörku, munu minnast þess, að hann færði konungi koffort eitt, merkilegt að gjöf. Það hafði smíðað Skúli sonur hans, þá 16 ára gamall. Skúli varð síðar úr- smiður og kaupmaður á ísafirði og andaðist árið 1907. Skúli smíðaði margar læsingar, sem engir gátu í komizt, og voru sín með hverju móti. Koffort það hið fræga er konungur fékk, gat enginn opnað nema eftir tölu- stöfum. Skúli varð frægur fyrir hagleik sinn, en iðn sína hafði hann lært hjá Eyjólfi Þorkels- syni úrsmið í Reykjavík. Hinar haglega gerðu læsingar Skúla nefndi norski hvalveiðiskipstjór- inn Ellefsen Urmageren patent.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.