Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 9
Nr. 3 Heima er bezt 73 4* Vr Vatnsdal. Undirfell í baksýn. Altaristafla (forn) (lítt hæf) Aðrir munir kirkjunnar. 2 klukkur á ramböldum 1 stigi Bœkur kirkjunnar. Gömul handbók 2 grallarar 2 gamlar messusöngsbækur 5 nýjar sálmasöngsbækur Kóralbók Péturs Guðjohnssens Ennfremur peningar í sjóði, 906 krónur og 17 aurar. V. Síðasta messan í Grímstungu. Um haustið 1881, nokkru áð- ur en kirkjan var boðin upp var messað í síðasta sinni i Gríms- tungu. Var mér sagt á ungum aldri nokkuð frá þeirri athöfn, veður hafði verið hið bezta og fjölmenni mikið, höfðu sótt þangað margt hinna góðu söng- manna Vatnsdælinga, er þá voru uppi, Blöndalsbræður, Páll á Akri, Jónas á Eyjólfsstöðum, Eggert Eggertsson og fleiri. Athöfnin hefði farið fram með prýði. Söngur hinna þróttmiklu dalbúa var lengi í minnum hafð- ur, þótt hann sem annað hyrfi út í ómælið. En sagt var að • Grímstungusóknarmönnum • hefði verið þungt niðri fyrir þennan dag. Skömmu síðar fór fram upp- boðið. Ekki hef ég getað fundið það hér í söfnunum og mun það annað af tvennu vera tapað eða þá fyrir norðan, sem ég þó efa, því aldrei varð ég þess var, með- an ég var í Vatnsdal. Grafreit- urinn í Grímstungu vár nokkuð lengur við líði, enda jarðað þar fram yfir 1890. í litla grafreitnum í Gríms- tungu hvíldu þó ýmsir af ágæt- asta fólki í Vatnsdal. Frá 19. öldinni nefni ég þessa: Jón Bjarnason stjörnufróða frá Þór- ormstungu, fæddan 19.2. 1791, dáinn 20.11. 1861; Þorstein Egg- ertsson á Haukagili, fæddan 3.2. 1836, dáinn 29.8. 1881; Hannes Þorvarðarson, bónda á Haukagili og fleiri. Grafreitur þessi stóð órofinn fram um 1910—1912, en þá var sléttað yf- ir hann. Sést nú aðeins flötin fram undir gamla bæjarstæð- inu í Grímstungu. Hér er aðeins ritaður einn þáttur úr sögu ís- lenzku kirkjunnar; er hann sýn- ishorn af þeirri byltingu, er var í aðsigi fyrir síðastliðin alda- mót. En hvernig lokaþátturinn verður, er enn hulið. Því mað- ur sér aðeins út yfir það, sem gerist á líðandi stund. Andvirði kirkj unnar með tilheyrandi sjóði rann til Undirfellskirkju. Var sú kirkja endurbyggð skömmu fyrir síðustu aldamót og gengu eignir Grímstungu- kirkju með meiru til þess. En þessi stóra, veglega kirkja brann til kaldra kola annan dag jóla 1913. Um leið og ég enda grein þessa, sem hefur inni að halda endalok Grímstungukirkju og grafreitsins þar, minnist ég eins Vatnsdælings, sem dáinn er fyrir 85 árum og hvílir í hinum niðurlagða grafreit í Grímstungu. Þessi Vatnsdæl- ingur er Jón Bjarnason stjörnufróði frá Þórormstungu. Þessi óvenjulegi maður lærði í skóla náttúrunnar; hafði hún gengið svo vel frá þessu uppá- haldsbarni sínu, að með ein- dæmum þótti. Umhverfið (feg- urð dalsins) hóf sál hans til flugs út í ómælið og tengdi hann órjúfandi böndum við hið há- tignarfulla í ríki alheimsins. Margir hafa heyrt Jóns Bjarnasonar getið, en flestir munu nú dánir, er þekktu hann. Mörg ummæli hef ég heyrt um þennan nafnkunna manns, en tilfæri aðeins part úr grein, sem Björn Gunnlaugsson yfirkenn- ari ritaði eftir hann dáinn. Grein þessi birtist í Þjóðólfi 9. janúar 1862. Gríp hér inn í hana: „Mér er sagt hann hafi hald- ið saman öllum mínum bréfum. Úr þessu öllu samtöldu hefur honum orðið svo drjúgt, að hann bjó sér til almanök eða astro- nomiskar dagbækur yfir himin- tunglaganginn, lék sér svo að reikna sólar og tunglmyrkva, að hann ákvarðaði hvar og hvenær tunglskugginn kom austan að upp á jarðarhnöttinn, og hvern- ig hann færðist á hverri mínútu austur eftir löndunum, undir eins og jörðin snérist og tunglið færðist fyrir sólina, hvernig hálfskugginn beltaði löndin, unz hann loksins yfirgaf jarðar- hnöttinn að austanverðu. Þá stóð Jón í tunglinu, meðan hann var að virða þetta fyrir sér. Þeg- ar hann sá tunglskuggans miðju færast að vestanverðu upp á jarðarhnöttinn til að mynda í Philadelphíu, brá hann sér til jarðarinnar og horfði frá Phila- delphíu til sólarinnar og sá þá að sólin var að renna þar upp, annaðhvort hringmyrkvuð, er skínandi hringur af sólinni var utan um hið svarta tungl, elleg- ar almyrkvuð, ef ekkert sást af sólinni, nema geislar hennar kringum tunglið." Margt fleira ritar Björn Gunnlaugsson um Jón, sem hér

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.