Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 8
72
Nr. 3
Haukagil 12 —
Saurbær 5 —
í sókninni voru 13 heimili og
á þeim samtals 93 menn (karl-
ar, konur og börn).
Kirkj ustaðnum Grímstungu
fylgdu tvær kirkjujarðir, Kár-
dalstunga og Kot.
Hvenær fyrst var reist kirkja
í Grímstungu þekki ég ekki, en
um 1323 er þar fyrst getið þjón-
andi prests, Egils Finnbjarnar-
sonar. Alls eru þar taldir 19
þjónandi prestar, og sumar
prestaættir þar mann fram af
manni, t. d. er talið að forfeður
séra Einars prestslausa hafi
þjónað þar í 150 ár. Séra Einar
fékk Grímstungu 1778, og þjón-
aði þar til 1785. Um séra Einar
eru til margar sagnir sumar
skráðar, og sumar óskráðar, en
því miður eru þær ekki allar, er
ritaðar hafa verið, ritaðar af
góðvilja. Séra Einar dó í Hvammi
10. apríl 1810.
Frá tíð séra Einars í Gríms-
tungu þekkist nú ekkert annáð
af kirkjumunum en altaristafla
sú, er í brúki var, er kirkjan
var lögð niður. Þá altaristöflu
gaf kirkjunni Kristín systir séra
Einars.
Á uppboðinu þegar kirkjan
með tilheyrandi var boðin upp
komst altaristafla þessi i eigu
stórbóndans Jósefs Einarssonar
á Hjallalandi. Var hún í eigu
þess fólks þar til búið á Hjalla-
landi var selt 1928. Síðast sá ég
altaristöflu þessa á loftinu í
Þingeyrarkirkju. Mun hún nú
í eigu Jóns Pálmasonar á Þing-
eyrum.
Fleira er enn til af munum
úr Grímstungukirkju, t. d. alt-
arið, er mig minnir að sé í eigu
Jóns Hannessonar í Þórorms-
tungu. Ennfremur önnur klukk-
an, sem nú mun vera í Undir-
fellskirkju, en hin fórst í kirkju-
brunanum á Undirfelli 1913.
Söngbækur þær, sem kirkjan
átti og síðar verður getið í vísi-
tasíunum, eru flestar í minni
eigu. Get ég þessara hluta hér
vegna þess að Þjóðminjasafn-
ið ætti í framtíðinni að eignast
og varðveita þessa muni.
III. Síðasti prestur í Grímstungu.
Sá prestur, er þjónaði síðast í
Grímstungu, var séra Sigvaldi
Snæbjarnarson. Fékk hann veit-
Heima er bezt
ingu fyrir brauðinu 1809 og
þjónaði því til 1847. Hann var
tengdafaðir Benedikts Blöndal í
Hvammi og dó hjá honum 1860.
Skal séra Sigvalda getið að
nokkru.
Séra Sigvaldi var Snæbjarn-
arson, Halldórssonar prests frá
Grímstungu, fæddur 4. febrúar
1774. Kom hann í Hólaskóla
1789, þá 13 ára. Hann útskrifað-
ist 1798, og kom með foreldr-
um sínum að Grímstungu 1799,
þá stúdent 27 ára. Þann 13.
janúar 1806 giftist hann Ólöfu
Eiríksdóttur frá írafelli, ekkju
séra Jóhannesar Ólafssonar í
Vesturhópshólum. Fyrst varð
hann kapilán hjá föður sínum,
en fékk veitingu fyrir brauðinu
1809 og fór að búa í Grímstungu.
Séra Sigvaldi missti konu sína
4. júlí 1822, en giftist sama ár,
10. nóvember, Gróu Bjarnadótt-
ur, Steindórssonar frá Þór-
ormstungu, Þorlákssonar á
Stóru-Borg, Guðmundssonar
Þorlákssonar, Þórðarsonar á
Marðanúpi, bróður Guðbrandar
biskups. Bjarni í Þórormstungu
var bróðir Þorsteins föður Jóns
landlæknis.
Það er ekkert nýmæli að sjá
eða heyra um kjör presta á 19.
öldinni. Skal þess aðeins getið,
að 1848, er Grímstungupresta-
kall metið á 16 ríkisdali 3 mörk
og 4 skildinga. Eftir sama mæli-
kvarða var þá Undirfell metið
á 14 ríkisdali og 4 mörk, og
Þingeyrarprestakall á 37 ríkis-
dali 2 mörk og 8 skildinga.
Hvenær fór fyrst að skjóta
upp þeirri hugmynd að sameina
Undirfells- og Grímstungu-
sóknir, er mér ekki Ijóst, en
sennilega hefur það átt langan
aðdraganda, og mætti mikilli
andstöðu af hálfu Grímstungu-
sóknarmanna. Gekk það jafnvel
svo langt, að þeir sóttu um það
til konungs að fá að halda presti
sínum og kirkju, en ekkert
vannst.
Með landshöfðingjabréfi, dags.
5. september 1881, er Gríms-
tungukirkja lögð niður og
sóknin sameinuð Undirfellssókn,
með sjóði kirkjunnar, andvirði
kirkjunnar og innstæðu. í síð-
asta sjálfstæðu manntali í
Grímstungusókn frá 1874 telur
manntalið 133 eldri og yngri
búsetta í sókninni.
Séra Sigvaldi kvaddi söfnuð
sinn vorið 1847. Það voru til
sagnir um, að við þá athöfn
hefði verið fjölmennt við Grims-
tungukirkju. Síðan þjónuðu
Undirfellsprestarnir Gríms-
tungusókn, síðast séra Hjörleif-
ur prófastur Einarsson, þangað
til kirkjan var lögð niður, sem
að framan greinir 1881.
IV. Þrjár síðustu vísitazíur í
Grímstungu.
í vísitazíu 12/9. 1854 er kirkj-
unni lýst þannig. Kirkjan ný-
byggð 1853, úr timbri, lengd
14V2 alin, breidd 7y2 alin, innan-
mál. Utanmál 8 álnir. Með 8 bit-
um og 8 sperrum.
í vísitazíu frá 23/8. 1880 segir
svo: Kirkjan er talin 27 ára
gömul, gallalítil, nema ytra þak
er farið að fúna. Hafi biskup
fyrir 3 árum leyft að nýtt þak
yrði sett á hana. En þar sem
hlutaðeigandi beneficum hafi
með samþykki sóknarnefndar
óskað eftir að kirkjan yrði lögð
niður, og það er í ráði að téð
ósk verði endurnýjuð, þá hafi
ekki þótt ástæða til að kosta
upp á nýtt þak á kirkjunni.
Síðasta vísitazía í Gríms-
tungu fer fram 28. október 1881.
Framkvæmd af Jóni prófasti
Þórðarsyni á Auðkúlu, og hljóðar
þannig: Fyrst athugað kirkju-
húsið sjálft og áhöld kirkjunn-
ar, til þess að húsið verði, sam-
kvæmt gefnu leyfi landshöfð-
ingja frá 5. september og sam-
komulagi prests og sóknar^
nefndar, selt á opinberu upp-
boði, og andvirði þess ásamt
sjóði kirkjunnar verði tillagt
Undirfellskirkju.
í téðri vísitazíu eru þessir
munir skráðir.
2 höklar
3 rikkilín
3 altarisklæði
1 altarisdúkur
2 korporaldúkar (allt fornt)
Skírnarfontur úr messing
2 ljósastjakar (allt lítilfjör-
legt)
1 ljósasöx af messing
Ljósahjálmur með 6 pípum af
messing
Númeratafla (lítilfjörleg)
9 ljósapípur úr tré
2 bekkir lausir í kór
Altari með grátum (nýtt)
Prédikunarstóll (gamall)
2