Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 7
Nr. 3 Heima er bezt 71 Þorsteinn Konráðsson: Frá Grímstungu í Vatnsdal Þó að margt hafi verið ritað úr sögu seinni ára, þá hef ég ekki rekizt á, að neitt hafi verið skráð opinberlega um byltingu þá, sem orðið hefur á sviði kirkjunnar. Það er að segja fækkun presta, niðurlagðar kirkjur og samein- uð prestaköll. Þetta er þó mál- efni, sem þjóðina varðar, og mun eiga sinn þátt í því ástandi, er nú ríkir í landinu. Grein sú, sem hér fer á eftir fjallar um sókn- arskipun í Vatnsdal að fornu og nýju, og í sambandi við það getið um niðurlagning tveggja kirkna þar á 19. öld. Heimildir, sem stuðzt er við, eru Prestaævir Sighvatar Grímssonar, í Lands- bókasafninu, Sóknarbækur Grímstungukirkj u, í Þjóðskjala- safninu og ennfremur fornbréfa- söfnin. í annarri grein verður skýrt frá ábúendum í Grímstungu frá 1852 til þessa dags. í sam- bandi við það birtast hér tvö ævisögubrot, er varðveitzt hafa í handriti; eru þau bæði rituð af samtíðarmanni þeirra mæðgina, Guðrúnar Þorsteinsdóttur í Grímstungu og syni hennar, Þor- steini Eggertssyni, síðar bónda á Haukagili. Ævisögubrot þessi eru rituð af Birni Sigfússyni, hreppstjóra á Kornsá; munu þau rituð á síðari árum hans. Björn dó á Kornsá 1931 á 83. aldursári. Ennfremur skal þess getið, að til er prentuð æviminning Þor- steins Eggertssonar, er kom út 1884. Um bústærð í Grímstungu er tekið eftir gömlum sveitarbók- um í Áshreppi í Þjóðskjalasafn- inu. I. Frá Þjóðveldistímunum. Um og eftir kristnitökuna ár- ið 1000 hefst saga kirkju og kristindóms hér í landi, en mik- ið frá þeim tímum og jafnvel aftur í miðaldir er horfið í móðu fortíðarinnar. Þær aðalheimildir, sem fyrir hendi eru, finnast í löggjöfinni frá þjóðveldistímun- um, Kristirétti hinum forna (sjá Skálholtsbók). Þróunarsaga kristninnar í landinu er löng og margþætt. Verður hún ekki rakin í tíma- ritsgrein öðruvísi en stiklað á örfáum atriðum. Hvar og hvenær fyrsta kirkja hafi verið byggð, er blandað málum. Kristnisaga telur kirkj- una í Ási í Hegranesi byggða XVI árum fyrir kristintökuna, eða árið 984. í þætti Þorvaldar víðförla er þess getið, að Ólafur á Haukagili hafi látið gera kirkju á bæ sínum skömmu fyr- ir andlát sitt. Hann dó 982. Er hér sennilega blandað málum við Hofskirkju, er Þorkell krabla lét gera á bæ sínum Hofi í Vatns- dal skömmu eftir kristintökuna. Það er sögulega sannað, að Gizz- ur hvíti lét reisa kirkju í Skál- hloti 1000, en úr því fjölgaði þeim um land allt. Þessar fyrstu kirkjur virðast hafa verið í eigu þeirra, er létu reisa þær og mun svo hafa ver- ið um langan aldur. Þeim sem vilja kynna sér sögu fornkirkjunnar í gegnum mið- aldirnar, vfsa ég í fornbréfa- söfnin; þau eru ótæmandi fræðalind og óefað eitt af því merkilegasta, sem við eigum. Kirkjunum fjölgaði um næstu aldir um allt land og um og eft- ir 1300 eru þær orðnar fjöl- margar og þess utan mesti urmull af bænhúsum. II. Kirkjur í Vatnsdal á 19. öld, er lagðar hafa verið niður. Langt aftur í aldir voru kirkj- ur á mörgum bæjum í Vatnsdal, enum 1800 eru þær aðeins orðn- ar 3 og verður að nokkru sagt frá afdrifum þeirra tveggja, er lagðar voru niður á 19. öldinni. Á Másstöðum var útkirkja frá Undirfelli. Hennar er fyrst getið um 1200, og alla tíð fram til 1811, eða nærri í sex aldir. Endalok þeirrar kirkju urðu þau, að snjóflóð féll á hana, fyllti hana af snjó, aur og möl og sligaði veggi. Þetta skeði að aflokinni messu. Séra Páll Bjarnason á Undirfelli hafði flutt þar messu þennan dag. Var fólkið nýkom- ið út úr kirkjunni, er skriðan féll. Þessi kirkja var ekki byggð upp aftur, en sóknin sameinuð Undirfellssókn. Um skriðuhlaup þetta og hrun kirkjunnar skrifar Gísli Kon- ráðsson í Húnvetningasögu sinni. Fram yfir síðastliðin aldamót mátti sjá merki þess á Másstöð- um, hvar kirkjan og grafreitur- inn höfðu verið. Saga Másstaða sýnir og glöggt, hvaða öryggisleysi þeir bændur hafa verið háðir víða um land, er búið hafa á hættu- svæðum undir bröttum fjöll- um; einatt misst eignir sínar og stundum liðið manntjón. Másstaðir standa undir Vatns- dalsfjalli niður við flóðið, næsti bær fyrir norðan Hjallaland. Aftur á móti lá hin forna Grímstungusókn í innanverðum Vatnsdal beggja megin árinnar undir heiðinni. Sóknartakmörk- in voru Gilá að austan, en Saur- bær að vestan; þar fyrir norðan tók við Undirfellssókn út að Másstaðasókn. Það er ekki með öllu ófróðlegt að líta aftur í tímann og kynnast fólkstölunni á heimilunum í fyrri tíð. Hið elzta manntal, sem ég hef náð í, er manntal Árna Magnússonar frá 1703. Tek ég upp nöfn heim- ilanna ásamt fólkstölu á hverju heimili í Grímstungusókn. Er það tekið fram að austan og út að vestan. Manntalið er þannig: Gilá 6 manns Marðarnúpur 11 — Melagerði 3 — Guðrúnarstaðir 11 — Vaglar 4 — . Kárdalstunga 3 — Hólkot 3 — Þórormstunga 9 — Kot 10 — Forsæludalur 6 — Grímstunga 10 —

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.