Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 12
76 Heima er bezt Nr. 3 Björn Þorkelsson: Milli svefns og vöku i. Það var á ofanverðu græn- ingjaskeiðinu. Hugurinn var far- inn að reika um allar heimsins víddir. Ævintýraflugið var þó að vonum fálmandi. Mörg voru undrin og dásemdirnar þarna úti í heiminum. Ég gat látið mig dreyma daga og nætur um þessa framandi dýrð. Snemma hafði ég á takteinum hinar ótrúleg- ustu kynjasögur, úr þessum draumheimi mínum. — Flygi menn þar um loftin sem fuglar, sigldu í gegnum sjóinn og töluð- ust við um óraleiðir, yfir lög og láð, o. s. frv. Þetta færði ég allt snoturlega í stílinn, því að þarna var hug- urinn allur, og sinnan sívökul. En hér þurfti meira til. Hug- urinn stefndi líka til stórræða. Ekki nægðu draumar einir og dulhyggja. Ég varð að sjá eitt- hvað af þessari seiðandi dýrð, með eigin augum — sjá og heyra. Ég varð að geta notið unaðarins og ánægjunnar, helzt milliliða- laust. Að því skyldi stefnt er fram liðu stundir. Einhvernveginn leyndist þó innst í vitund minni, uggur um degiskvöld. Og annað en þessi frásögn hans, hvarflaði aldrei að huga mínum alla leiðina heim. Það, sem mér þótti bezt og vænst um í sambandi við sögu hans, var, að hún átti ekkert skylt við fölskvað gull né brunn- ar borgir. Ég fann glöggt og skildi vel, að enn var Þorvaldur, bjartsýnn, lífsglaður, þróttmikill maður, sem hafði numið, þrosk'- azt og stælzt í skóla lífsins, og nú átti hann bjargfasta trú á sigur hins góða. Slíka trú eiga ávallt þeir menn, sem eru með hugann full- ann af hamingjuvonum. Nú átti líka hamingjan heima í húsi hans, því nú naut hann yls og ástúðar ágætrar og ánægjulegr- ar eiginkonu. Þau áttu bæði ó- bilað þrek og myndu í samein- ingu standast öldurót og svifti- það, að þarna úti mundi ekki rikja eilíft sumar, eða alvöld sæla. Þarna hlytu einnig að vera til skuggar, því að paradísin hafði einu sinni verið endanlega tekin frá mönnunum, eftir því sem höfuðsagan hermdi. Engin ástæða þó til, að gjöra sér á- hyggjur út af svoleiðis smá- munum, með lífið allt brosandi framundan. — Allt með þessum æskilegasta vonarbrag. Um þessar mundir var ég smali vor, sumar og haust. Fór einatt einförum úti í náttúrunni, og undi hag mínum hið bezta. Til mín lágu ótal hulduþræðir frá þessu lífræna umhverfi, er fundu fölskvalausan hljómgrunn í vitsmuna- og tilfinningalífi mínu. Mátti segja að náttúran „talaði ekki ein við sjálfa sig,“ þær stundirnar. Þetta frjálsa nána samlíf við dýr og jurtir, úti á víðavangi, var mér inni- lega kært og eiginlegt, og veitti mér á vissan hátt þroskavæn- legt veganesti. Nótt eina um þessar mundir dreymir mig: Ég er á gangi úti á landi. Eitt- bylji lífsins. — Og ég fann glöggt, hve ríka þörf Þorvaldur hafði fyrir, að láta aðra verða einnig aðnjótandi gleði sinnar, og mun hann ekki sízt þess vegna hafa leitt mig með sér inn í veitingahúsið. — Oft kemur mér það í huga, hve ýmsar tilviljanir verða áber- andi mikið á vegi mannanna, og hve aðdáanlega vel líf þeirra er slungið saman úr mörgum og ó- líkum þáttum, ýmist mjúkum eða sárum, veikum eða sterkum. Lífið er margvísleg og undur- samleg atvikaröð, sem mennirn- ir sjálfir ráða næsta lítið eða jafnvel alls ekkert við. — Þess vegna getur það stundum verið efni í sögu, þegar gamlir kunn- ingjar, er ekki hafa sézt um ára- bil — af tilviljun einni — hitt- ast á förnum vegi. — hvað að hyggja að fé, eða smala. Ég geng lengi, lengi, þar til ég finn orðið greinilega til þreytu. Kemur mér þá til hugar (í svefn- inum) að bezt muni vera að leggja sig fyrir og sofna, því að ekkert liggi nú á. Ber nú ekkert til tíðinda, þar til mig dreymir, að ég vakni af værum blundi, taki að nudda stírur úr augum, og litast um. Nú bregður svo undarlega við, að allt sem fyrir augu ber, er svo ókennilegt og framandi, að ég fyllist þegar þeim ömurlega ugg, að ég sé með einhverjum undarlegum hætti brottnuminn til annara landa. Fjöll og hálsar, grundir og gróðurfar, allt var gjörólíkt því, sem ég áður þekkti. Nei, hér var ekki um að villast. Einhver óskiljanlegur töframáttur, hlaut að hafa seitt mig út í þessa ófæru. Mér fannst ég öllum heillum horfinn. Vanmáttarkenndin og ein- stæðingshátturinn nísti merg og bein. Hvernig gæti ég, barnið, kom- ist úr þessum hræðilegu álögum? Sjórinn, sjórinn! Ómögulegt að komast heim, nema að sigla yfir sjóinn. Og ef ég skyldi svo hitta lifandi verur, mannverur, sem ég þarfnaðist sárlega, myndi ég ekki geta skilið nokkurt orð. Ég var svo angurvær, og von- svikinn, svo ósegjanlega hjálp- arvana og hugstola að mér fannst allir unaðslegu æsku- draumarnir mínir væru að verða að illri martröð. Þegar ég hafði nokkuð jafnað mig eftir þessi furðulegu um- skipti og vonbrigði, tók ég að virða fyrir mér umhverfið betur. Nú — þarna var þá lítið og snoturt hús, ekki allfjarri, mannabústaður. Við þessa sýn létti mér nokkuð um hjartaræt- ur. Sjálfsagt að ganga heim að húsinu og leita hjálpar hjá fólk- inu. Góðleg kona gengur til dyra. Ég þykist draga það af málfari hennar, að til Noregs hafi ég horfið. Tek ég nú að rekja konu þess- ari raunir mínar, með grátstaf í kverkum. Konan virtist skilja vandræði mín og einstæðings- skap, og sýndi mér hlýju og samúð. En að hjálpa mér að komast heim til íslands, það væri sér ofvaxið. Hvort þá væri

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.