Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 5
Nr. 3 Heima er bezt 69 stráþaki. Er við komum inn, spratt maður upp af gólfinu, því að rúmstæði voru engin í hús- inu. Við fengum okkur brauð og mjólk eða annað matarkyns, er hendi var næst. Rúm mitt var flatsæng á gólfinu, en ábreiður nógar í hana, og sofnaði ég næstum því þegar í stað. Margar eru þær sögur, sem sagðar hafa verið og jafnvel prentaðar um skaphöfn og hegð- un þessara brezku „remitance- manna.“ Flestar eru þær rangar og villandi, ef ekki hálf illgirnis- legar. Ef til vill hefur það mest- um valdið vandræðunum, að þeir héldu dauðahaldi í allar enskar venjur. Sumir áttu ríka að í Englandi, flestir treystu þeir að meira eða minna leyti á hjálpina, sem þeim mundi ber- ast frá heimahögum, og þar af leiðandi varð það þeim ekki knýjandi nauðsyn að brjóta sér braut af eigin ramleik eða skeyta um, hvort fyrirtæki, hvers eðlis sem það var, færi út um þúfur eða ekki. Það var hvort sem var engin hætta á, að ekki væri vel fyrir þeim séð. Sumir þess- ara manna höfðu hlotið mennt- un, voru jafnvel embættislærðir, en ekki varð þeim að því mikill styrkur. Flestir voru þeir allvel að sér. Þeir voru opinskáir og „gentleman-legir“ í háttum og tali og yfirleitt langt frá því að vera óþægilegir viðurskiptis eða hlífðarlausir 1 annarra garð. Meðan ég dvaldist hjá Vales, varð ég allvel að mér í enskri tungu, gat talað reiprennandi og lesið léttar bækur, og ein- hvern veginn er það svo, að mér finnst sem ég hafi lært eitthvað annað, sem mér hefur ekki enn tekizt að skilgreina, þótt það hafi hins vegar orðið mér drjúgt veganesti á lífsleiðinni. í samanburði við sveitunga sína, sem voru, eins og ég hef áð- ur á minnzt, flestir enskir ein- hleypingar að meira eða minna leyti styrktir heiman að, var John de. C. Vales vel efnum bú- inn. Hann átti stórt bú og kyn- bótahryssur,_ sem mjög mikið verð var í. Á búi hans var all- mikið land í ræktun og nauðsyn- leg uppskerutæki til. En samt sem áður var það svo, að það var eins og allt væri látið reka á reiðanum, peningshús voru að öllu leyti ófullnægjandi fyrir bú- stofninn og fóðurs ekki aflað fyrir veturinn. Skepnurnar urðu að skjálfa úti á víðavangi, er svo viðraði, eða hírast í hálfopnum hjalli, — og átti það einkum við hrossin, — og hafði þar verið slegið upp eins konar stalli. Kornið var skorið með korn- skurðarvél og síðan skilið eftir á akrinum, og fuglum himinsins ætlað að kroppa kornið úr öx- unum. Verkfæri voru skilin eftir úti á víðavangi oe urðu þar ryði og annarri eyðingu að bráð. Auð- Magnús Hjaltason lœknir. sætt var, að Vales gilti það einu. Hann þurfti aðeins að senda föð- ur sínum í Englandi skýrslu um gang málanna og fá meiri styrk. Þegar veður leyfði, var hann löngum á ferð um nágrennið, ríðandi eða akandi, ræddi þá mjög stjórnmál, rétta búnaðar- háttu, vetrarhörkur og litla ár- gæzku norð-vestur landsins. Þegar hann var heima, varð honum lítið úr verki, en eyddi tímanum við lestur. Uppáhalds lestrarefni hans var „Boy’s own papers“ og „sagnfræði“. Hann fékk líka vikulega dagblöð og tímarit heiman að. Ég man eink- um eftir Spectator og Tit-Bits, því að ég var vanur að glugga í þau í tómstundum mínum til þess að ná valdi á ensku máli. Vales tók aldrei hart á getu- leysi mínu, en nokkuð var hann sjálfgóður í ráðstöfunum. Hann var mér líka oft góður. Ég heyrði hann aldrei blóta, þegar honum var hvað mest niðri fyrir og vildi kveða fast að orði, sagði hann: „Hver ólukkinn!" og alltaf var hann prúður í umgengni. Ó, allt gekk þetta nú svona og svona! Ég hef aldrei verið fljót- ur að tileinka mér eða taka upp nýjar venjur. Marga vitleysuna gerði ég og erfitt að ná valdi á málinu. En eftir fyrstu tvo mán- uðina var ég orðinn sæmilega kunnugur skylduverkunum svo og undirstöðuatriðum enskrar tungu. Ég kynntist nágrönnun- um líka dálítið. Skylduverkin voru ekki erfið, en leiðinleg. Svo er oftast framan af. Auk þess hef ég jafnan verið ærið draum- lyndur og gjarn á að brjóta heil- ann um hlutina, þar af leiðandi hef ég oft verið seinn, raunar tregðufullur, varðandi hina bráðu og brýnu skyldu (útlend- ingsins) að sætta sig að fullu við hvers konar stritvinnu. En ég varð með tíð og tíma góður verk- maður að hverju sem gekk. ' En sleppum því. Skyldur mín- ar um þessar mundir voru að þjóta fram og aftur um ná- grennið og líta eftir búsmalan- um. Hestarnir voru háir, því var ekki alveg þrautalaust fyrir mig alltaf að komast á bak, en samt tókst mér það einhvern veginn, og vel kunni ég að sitja hest.. Einnig átti ég að bjástra við inni- og útistörf heima við. Elda- mennska og brauðbakstur var satt bezt að segja ekki upplífg- andi, — en er ég fór, hafði mér lærzt að baka ágæt brauð. Þann- ig leið tíminn: snúningar á hest- um, sendiferðir, þess á milli snatt heima við og eldamennska. Ég gat brátt talað daglega málið og hafði góð not af því. Ég var farinn að kunna betur við mig -1 þessu nýja umhverfi. Þetta var allt í áttina, bráðum var ég fleygur og fær. Haustið gekk í garð og brátt tók að vetra. Og hvílík fegurð! Jörðin og umhverfið allt fékk á sig sindrandi silfurblæ, og skóg- urinn varð sannarlega ævintýra- land. Sólin skein glatt á alla þessa dýrð! Ég varð ýkjulaust á- nægður með lífið og tilveruna. Haustið var gott, og er frysta tók, fór Vales að verða heima- sætnari, en ég fór erindanna af- bæjar. Þannig leið haustið, og

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.