Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 6
70 Nr. 3 Heima er bezt Frá liðinni tíð. Ferðamannalest hjá Melkoti við Suðurgötu í Reykjavík. veturinn kom með hríðum. Ég hirti lítt um það, þvi að ég var að nokkru leyti ónæmur fyrir kulda, loftslagið heima kalt og rakt, en veturinn 1888—89 var til þess að gera góður. Nýja árið gekk í garð með sól- skini, frosti og snjóum. Mér leið ágætlega og var alltaf að ’æra eitthvað nýtt. Ég var meira að segja farinn að lesa létt, ensk tímarit, en nóg var af þeim. Val- es fór sjaldan út fyrir húsdyr nema þegar hann hjálpaði mér að sækja brenni eða hey handa skepnunum. Ég fór allar sendi- ferðir, annaðhvort ríðandi eða gangandi. Könnuðust því allir við mig í nýlendunni, — ég var íslenzki drengurinn hans herra Vales. Oftast var húsbóndi minn eitt- hvað að lesa, stundum brá hann og fyrir sig að matreiða eitthvert hnossgæti, en matreiðslumaður var hann góður að minni hyggju. Þegar ég var heima, fékk ég á- vallt að bragða á góðgætinu með honum. — Einnig stóð Vales í allmiklum bréfaskriftum við fjölskyldu sína og vini. Stundum kom einhver granni hans í heim- sókn, dvaldist þá nokkra daga um kyrrt, jafnvel viku, skorti þá ekki skemmtan og félagsskap. Oft var ég ríðandi á ferð, en ef veður var kalt, vildi ég heldur ganga, og hafði ég til þess gilda ástæðu, því að vetrarklæðnaður minn var ekki góður og sízt fall- inn til ferðalaga á hesti. Á ferðalögum þræddi ég götu- slóðir, sem lágu um preríuna eða hélt beint af augum, ef svo vildi verkast. Stundum var ég á ferða- lagi allan daginn og nokkurn hluta næturinnar með. Ávallt reið ég berbakt, því að hnakk höfðum við engan. Það var að sumu leyti hlýrra, en þegar svo vildi til, að reiðskjótinn var níð- hastur, höfðu buxur mínar ákafa tilhneigingu til að leita upp fyrir hnén, þar sem sokkarnir aftur á móti leituðu niður á ökla. Reið- jakkalöfin vörðu mig vel nema þegar mjög hvasst var, en þá bar oft svo við, að á nakta fótleggi mína sá undir löfunum. Þá var mér allkalt, en ég var kuldanum vanur, og sannleikur- inn er sá, að ég þjáðist aldrei svo mjög af kulda þau tvö ár, sem ég var hjá Vales. Aldrei var ég hræddur um, að ég villtist eða yrði úti á prerí- unni, þótt veður væru válynd. Ég var aldrei einmana og villt- ist aldrei, því að ég fór alltaf nærri um, hvar mannabyggða væri að leita. En villur voru ekki óalgengar þarna og koma jafn- vel fyrir enn. Síðari veturinn, sem ég var hjá Vales, villtist jafnaldri minn og sveitungi á þessum slóðum. Þegar hann komst heim um morguninn, var hann illa kalinn á andliti og höndum, og nokkrar tær varð að taka af honum, eftir því sem mér var síðar sagt. Ég hafði engar áhyggjur af því, að eins gæti farið fyrir mér. Ég var öruggur um mig og kunni vel við mig á preríunni. Veturinn sniglaðist áfram. Fólk var mér gott þarna í sveit- inni. Oft átti ég bágt með að komast á bak klárnum mínum, en þá var mér oft rétt hjálpar- hönd. Sultur sækir oft að þeim, sem fer ferða sinna ríðandi í kalsaveðri, og ég var svangur, gat borðað hvenær sem mér bauðst það að deginum, þó datt mér aldrei í hug að hafa með mér bita. Sumir karlarnir á bæj - unum þarna skákuðu til mín smurðri brauðsneið, er ég fór um hlaðið hjá þeim. Einkum á einn þeirra virðingu mína og þakkir skilið fyrir framúrskarandi gest- risni og samúð í minn garð: herra Parkings og kona hans. Hann var hár og herðibreiður Kanadamaður af enskum upp- runa, að ég ætla, bjó í fjögurra mílna fjarlægð frá Vales. Hann var alltaf hlýr og góður. Ég fór aldrei svo um hlaðið hjá honum, Framh. á bls. 89.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.