Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 27
Nr. 3
Heima er bezt
91
bili sér Jens hvað um er að vera. Stór refur urr-
ar að drengnum. Refurinn er fastur í runna. Hann
reynir að losa sig, en það er eins og hann sé negld-
ur við tréð.
Nú kemur Jens að og veitir tæfu högg. Eftir ör-
fá augnablik liggur refurinn hreyfingarlaus í lyng-
inu. Ingólfur stendur í sömu sporum, en reynir að
komast burt. Hann er náfölur, en segir ekkert.
— Jú, þú ert ágætur, segir Jens og virti fyrir sér
refinn. — Fyrst hleypurðu burt með hnífinn minn
og síðan — en — hvað er þetta!
Ör sat blýföst í refskrokknum.
— Skauzt þú á refinn?
— Heldurðu kannske, að þetta hafi verið óvart?
— En —? Jens gat varla trúað sínum eigin aug-
um. Hann dró örina út, sneri refnum við og klór-
aði sér í hnakkanum.
— En ég hitti hann nú ekki með hnífnum, sagði
drengurinn lágt, — hann situr fastur í trjástofn-
inum þarna.
En það gerðist meira þennan dag. Jens sat úti
fyrir hellinum og var að flá refinn, þegar Ingólf-
ur kom allt í einu í sprettinum og sagði, að það
væru hreindýr á fjallinu. Það var heill hópur —
þrjátíu til fjörutíu dýr. Þeir stóðu langa stund og
horfðu á eftir þessum feikilegu matarbirgðum, sem
þokuðust vestur að Híárvatni. En það var til lítils
gagns að ætla sér að veiða hreindýr með boga ein-
um vopna.
— Sá, sem nú ætti nægilegt af púðri! stundi Jens
þunglyndislega.
VIII.
Smátt og smátt náðu sumarhlýindin til fjalla-
sveitanna og lífslöngunin vaknaði aftur í hugum
langsoltins fólks. Hlíðarnar grænkuðu, skógurinn
laufgaðist. Kýrnar og geiturnar höfðu lifað af vet-
urinn og átu nú of mikið. Það var svo margt að
ráða bót á. Og mögur börn og útslitnir foreldrar
stóðu í hlíðunum og voru að vinna í rófuökrunum.
En lífsgleðin sleppti sér lausri á björtum sumar-
nóttum . Stúlknaraddir og hlátur yngispiltanna
kvað við hvarvetna í dalnum. Uppi við skógarjað-
arinn og í rjóðrum var grasið slegið, það söng í
ljáunum, sem voru undarlega fimir við að ná í
grastoppana innan um grjót og runna. Gömlu
mennirnir voru stilltari og fóru sér hægar, en
horfðu athugulum augum á allt, sem gerðist. Þeir
þekktu hvern einasta mann í dalnum og fylgdust
með störfum þeirra. Það var keppni milli þeirra.
Þegar Pétur stóð og brýndi í efsta gerðinu, var það
merki þess, að hann var langt kominn með hey-
skapinn. En þegar Páll brýndi niðri við ána, sást,
að hann var langt á eftir nágrönnum sínum.
í suðurhluta Seljadalsins gengu stórgripirnir og
voru nú í friði fyrir flugum og öðrum plágum, en
þegar seint voraði, var flugnaplágan minni en
annars.
— Onei, h a n n gleymir aldrei sínum! andvarp-
aði gamla fólkið. Hann hafði aðeins viljað að-
vara mennina og minna þá á að lifa í hlýðni og
með heiðri.
Kvöld eitt í hlýju veðri stóð Ingólfur uppi á Blá-
eyrarfjalli og horfði í austurátt. Bogann reiddi hann
um öxl sér og örvamælirinn var á baki hans. Hann
stóð þarna aleinn í þessari mikilfenglegu fjalla-
auðn, lítill drengur, sem var eins og steinn meðal
steina.
Þetta var fjórði dagurinn sem Jens var í burtu.
Hann hafði farið til námubæjarins í Reyrási til
þess að ná sér í púður. Það var ómögulegt að lifa
á fjöllunum, nema að eiga púður og blý, og enn síð-
ur núna, þegar hreindýrin voru komin á þessar
slóðir. Ingólfi hafði komið til hugar, að hægt væri
að fá Geirmund til að útvega púður, en Jens vildi
ekki heyra það. Þeir gátu þakkað sínum sæla, ef
Geirmundur héldi sér saman, og segði ekki frá
þeim. Ef byggðin og hreppstjórinn fengju vitn-
eskju um dvalarstað þeirra, væri úti um friðinn.
— En úr því að Geirmundur er nú slíkt karl-
menni, að slaðra ekki um okkur, er þá ekki senni-
legt, að hann sé svo góður að lána okkur púður?
sagði Ingólfur.
— Lána okkur púður! Það væri víst sama og
að lána hundi kjötbita. Annars vildi Jens ekki
heyra meira um þetta. Og í dag var fjórði dagur-
inn síðan hann fór.
Drengurinn kleif einn hnúkinn eftir annan og
horfði alltaf í austurátt, en þar var ekkert lifandi
að sjá. Hann saknaði félaga síns. Það var þó ekki
þannig, að hann væri hræddur við að vafra hér
aleinn, þó að það væri nú raunar ekkert gaman í
sjálfu sér. Hann átti sér enga ósk heitari, en að
hann mætti bráðum sjá skinnhúfu og byssuhlaup
koma í ljós á milli steinanna.
Nei, ekki ennþá! Hann sneri við og gekk niður
að Híárfossinum. Lengst í norðri gekk sólin til við-
ar bak við skínandi jökultinda. Himinninn var
skafheiðríkur. Það var blæjalogn. Það rauk niðri
í Haugsselinu. Það var sjálfsagt komið fólk þang-
að úr sveitinni. Hann hafði líka heyrt vagnaskrölt
fyrr um daginn.
Læmingi skauzt út úr hellinum í því er hann
ætlaði inn. Drengurinn var leiður á þessu öllu
saman. Hann kastaði þurrum rótum á eldinn af
gömlum vana, svo að hann dæi ekki út, settist á
stein og starði í norður gegnum dalinn.
Fjórði dagurinn. — En Jens var sjálfsagt ekki
að hugsa um hann, sem beið aleinn heima. Og
hvers vegna hafði hann ekki fengið að fylgjast
með Jens? Hann var eins duglegur að ganga í
fjöllunum og fullorðinn maður, og það var vit-
leysa að hann þyrfti að vera hérna til þess að sjá
um hellinn. Hvað gerði það til, þótt einhver kæmi?
Onei, það var bara eitthvað, sem Jens hafði sagt,
til þess að sleppa frá honum. Eins og þegar hann
þurfti að fylgja Geirþrúði norðureftir. — — En
Jens gat bara beðið! Einhverntíma myndi hann —
drengurinn — stækka. Þá skyldi Jens fá að hýr-
ast einn í hellinum og passa eldinn!
Hann stóð upp. Spýtti inn í eldinn. Sneri sér
að hellinum. Var kannske tími til að fara að taka
á sig náðir? Hann leit á bjarmann í norðrinu. Nei,
það var ekki nógu áliðið ennþá. Svo settist hann
aftur niður. Klóraði sér í hnakkanum. Hefði hann
bara haft eitthvað fyrir stafni. Hann var orðinn
svo vanur boganum, að honum þótti ekkert gam-