Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 13
Nr. 3 Heima er bezt 77 enginn til, sem hún gæti vísað mér á, er kynni að vilja hjálpa mér — fara með mér til íslands — sýnilega vildi þessi góða kona allt fyrir mig gera, er hún mætti. Eftir nokkra umhugsun segir hún svo: „Hér er annars íslend- ingur staddur í grendinni. Reyn- andi væri að leita til hans.“ Það hýrnar strax yfir mér, er ég heyri þetta og mér kviknar von í brjósti. Konan góða kemur mér nú í samband við þennan ís- lending. Ég byrja þegar að þylja honum raunasögu mína og beið- ast hjálpar hans. Ekki þótti mér maðurinn árennilegur eða við- mótsþýður, en fjörlegur var hann og einarðlegur. Virtist hann ekkert komast við af sögu minni og hafði öll fjartök um liðveizlu. En þó fór svo að lokum, vegna þrábeiðni minnar og vandræða, að skap mannsins tók að vikna og hlýna, og hann segir allt í einu: „Ja, ef „Egill"1) er ekki farinn, gæti komið til mála, að hjálpa þér eitthvað.“ Svo hlaupum við af stað, í átt- ina niður til strandar. Var það stutt leið, er endaði með brattri brekku, niður að lítilli vík. Undarlega þótti mér við bregða er ég sé, að víkin er ísilögð. Yzt á víkinni, þar sem mættist auð- ur sjór og lagnaðarís, liggur eim- skipið „Egill“, á förum til ís- lands. Lá skipið í viki nokkru, er höggvið hafði verið inn í ís- inn. Hlupum við nú niður brekk- una og út á ísinn. Er þá komin hreyfing á skipið, til brottferð- ar. — Skiptir nú engum togum, að við náum handfestu á köðlum nokkrum, og gátum sveiflað okk- ur upp á skipið. Verð ég nú viðskilja við að- stoðarmann minn og sé hann ekki framar — enda vissi ég ekki einu sinni nafn hans. Nú líða dagar og nætur á sigl- ingunni í áttina til íslands. Þótti mér þetta allt með eðlilegum hætti í draumnum, um mismun dags og nætur, og tímatalið, er eitt dægrið lagðist við annað. Nú leið mér orðið hið bezta. Ég trúði því orðið statt og stöðugt, að heim kæmist ég senn, úr þess- !) „Egill“, skip á vegum Otto Wathnes í förum milli Noregs og Islands. ari ömurlegu villu. Ég bíð því rólegur átekta. Dagarnir líða einn af öðrum. Svo er það einn daginn, að ég er uppi á þilfari, í góðu veðri, að skima út yfir hafið. Sé ég þá allt í einu móta fyrir landi, þar sem fjallsmúli gengur fram, og á eða stór læk- ur steypist, með fossaföllúm, til sjávar. Verður mér þá að orði: Þetta hlýtur að vera Gerpir — þetta er Gerpir. Við þessa opinberun hrekk ég upp af svefninum. Draumur þessi hefur mér ein- lægt þótt dálítið athyglisverður. Man hann jafnvel, eftir full 60 ár, eins og væri hann aðeins nætur gamall. Líklega dálítið óvenjulegt að dreyma sig inn í svefninn, og svo aftur að dreyma sig út í vökuna, en draumurinn þó og svefninn, óslitin heild frá upphafi til enda. Að öðru leyti er draumurinn í eðlilegu sam- ræmi við hugarflug og dag- drauma ómótaðs æskumanns. II. Ég var kornungur óviti, þriggja til fjögra ára, er mig dreymdi eftirfarandi: Ég þóttist vera úti staddur, skammt frá bænum. Kem ég þá að einkennilegu nývirki, sem ég átti ekki von á. Þetta eru þá jarðgöng, er liggja á ská, niður í jörðina. Fæ ég nú löngun til að kynnast þessu nánar. Geng því inn í göngin, og kem brátt inn í lítið og snoturt hús. Þar inni situr gömul kona við rokkinn sinn, og unglingsstúlka leikur sér á gólfi. Ég held mig úti í horni og læt sem minnst á mér bera. Heyri ég nú að unga stúlkan er að þrá- biðja gömlu konuna, að segja sér sögu. Gamla konan er treg til þess í fyrstu, en lætur þó til- leiðast að lokum. Ég hlýði á söguna, en sinni þó aðallega nýlundu nokkurri, er ég þóttist sjá, við höfuð gömlu kon- unnar. Konan hafði allmikið hár, fag- urlega silfurgrátt. Það var nú þetta hár konunnar, sem mér þótti svo merkilegt, að mér láð- ist að hlusta vel á söguna. Er ég starði á höfuð gömlu konunnar, þóttist ég greinilega sjá þetta fallega stálgráa hár, vaxa og vaxa. Það bylgjaðist og liðaði sig út til allra hliða, og óx og óx. Eitthvað fannst mér ónáttúrlegt við þetta, svo ég varð hálfhrædd- ur. Hafði þó gaman að athuga þetta vel og vandlega. Vakna ég nú allt í einu, svo að draumur þessi varð ekki lengri. Eins og fyrr segir var ég barn að aldri, er mig dreymdi þetta. Þó man ég drauminn jafnvel eft- ir sjötíu ár, eins og væri hann ferskur og nýr. Ég svaf undir súð í lágreistri baðstofu. Á súðinni á móti rúm- inu mínu, var gluggi í svipaðri hæð. — Þegar ég vakna frá draumnum og opna augun, verð- ur fyrst fyrir mér glugginn and- spænis. Og hvað er það svo, sem ég sé? Úti er snjóbleytuhríð. Krapinn hleðst á gluggann og smáfærist upp eftir rúðunni, með nákvæmlega sama hraða og mér þótti hárið vaxa á gömlu konunni. Þá var ekki um að villast litinn stálgráa, úlfgráa, hann var alveg sá sami og á hári gömlu konunnar. Hér kemur fram sérstakur næmleiki dreymandans, fyrir loftslagi og veðráttu, enda hefur alveg óvenjulegt hrifnæmi á því sviði fylgt mér æ síðan. Og svo hin önnur atriði, bakgrunnur- inn .— amma gamla með rokk- inn — þrá unglingsins að láta segja sér sögur — er nálega ó- missandi og sjálfsagður þáttur, þar sem barn á í hlut. m. Það var síðara hluta sumars, á útengjaslætti, að mig dreymir: Ég þykist heima staddur, en fólk allt var á engjum, við svo- kallaðan Engilæk. Ég þykist koma út og ganga vestur fyrir bæinn að líta til engjafólksins. Verður mér þá illa hverft við, er ég sé fólkið allt koma hlaupandi heimleiðis af engjunum. Ég þyk- ist sjá það, af öllum tilburðum fólksins, að það muni hafa orðið hrætt við eitthvað. Það var líka sannarlega meira að sjá. Norð- vestan blána kemur heljarmikið gufuskip brunandi. Var háttalag þess með ólíkindum, þar sem skipið virtist bruna áfram beint sem horfði, á þurru landi, á hvað sem fyrir varð. Því ekki furðan- legt að hræðsla gripi fólkið. Nú var fólkið rétt að koma

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.