Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 14
78 Heima er bezt Nr. 3 heim og skipið að hverfa bak við Hraunin, hjá Jórvík. Ég legg það nú til við félaga minn Jón Bjarnason að nú skyldum við hlaupa inn á Hraunin, og njósna um ferðir skipsins. Við vorum að vísu dauðhræddir við þetta und- ur, en auðvelt ætti að vera að fela sig bak við kletta, og njósna þaðan. Þegar við komum á vett- vang, og gægðumst fyrir einn klettinn, snarast þar maður, hranalega, á móti okkur. Hann var útlendingslegur að búnaði og háttum og hörkulegur álitum. Maður þessi steytir hnefana framan í okkur, og rausar eitt- hvað, á hrjóstugu óskiljanlegu máli. Ég þykist vita að þetta muni vera skipstjórinn af ógnarskip- inu, og latína hljóti það að vera, sem hann talaði. Við verðum þarna dauðhræddir og flýjum heim á leið, sem fætur toga. Var nú draumurinn búinn. Daginn eftir þessa draumnótt, gekk í afskaplegt vestan fárviðri. Allt lenti á ferð og flug, sem losnað gat. Torfið reif og sleit af heyj unum. Við félagarnir, sem fórum á vit við skipstjórann í draumnum, áttum í miklu stríði til kvölds, og komumst meira að segja í beina lífshættu, við að hemja torf á heyjum og þök á húsum, með köðlum, trjám og grjóti. Líkingin á milli hraða skips- ins og framkomu skipstjórans í draumnum annars vegar, og hins vegar veðurofsans og erfið- leikanna, er af honum leiddi, er í hinu fyllsta samræmi. En að dreyma fyrir þessu, svona fyrirfram. — Hvernig má það verða? Ég hefi litla trú á því, enda enga reynslu fyrir, að menn geti dreymt fyrir hlutum og atburð- um, sem alls ekki eru til, þegar draumurinn á sér stað. Að vísu eru slíkir draumar oft túlkaðir eftir á þannig, að þeir virðast hafa slna merkingu og koma fram, en það er venjulega mjög vafasöm ráðning. Öðru máli gegnir um atburði, sem eru að gerast samtímis því að dreymt er, þótt í fjarlægð gerist. Um flesta hina merkilegu veð- urdrauma, skömmu á undan veðrabreytingum á staðnum, er það að segja, að þeir eru ekki fyrirfram draumar nema að litlu leyti. „Veðrið“ er þegar til, lægðin, loftstraumarnir, er áhrif hafa á hinn hrifnæma dreym- anda. Þetta er á leiðinni, aðeins ókomið. En hvað það nú svo er í raun og veru, sem orkar á hinn viðkvæma dreymanda, er erfið- ara að greina. Ef næmið, hæfi- leikinn er til staðar — hin rétta spenna — þá er fjölmargt, sem sennilega getur á hann orkað, svo sem: áttafar, vindhraði, loft- þungi, loftraki, hitastig og síð- ast en ekki sízt, rafsveiflur lofts- ins. Svo er það að athuga um drauma almennt, að svo sterk drög og miklar líkur, geta bent til hlutar, eða ókomins atburðar framundan, að í skynheimi dreymandans skapist eða mótist líking atburðarins vegna þessara eðlilegu tildraga. Og svo má heldur ekki, í þessu sambandi, gleyma flughæfni mannshugans í vöku og svefni, eða hinum dá- samlegu þöglu sambandsleiðum hans um mannlífið. Sú gáfa er svo þfoskuð, og fjölvís að ekki virðist þörf á að leita út úr „líf- inu“ henni til fulltingis eða skýr- ingar. IV. Það var mikið um að vera, ég átti að fá að fara í kaupstaðinn, í fyrsta sinni á ævinni. Og eftirvæntingin! — Nefn- um ekki þau ósköp. Þarna langt, langt burtu, bak við fjöll og djúpa dali, handan við fljót og fossandi ár, þar var Paradísin. — Þar var undraland- ið ókunna. Þar mundi sjálfur guð sitja í hásæti sínu, að gæta þess að allt færi þar fram með röð og reglu, í sátt og samlyndi, með hressandi glaum og dáindis gleði. Ja, þarna hinum megin við fjöllin, þar væri nú lífið fyrst í essinu sínu. Og ég auminginn, tíu ára gamall, átti nú að verða dýrðarinnar aðnjótandi, að fá að fara í kaupstaðinn — út í heiminn í fyrsta sinni. — Aum- inginn ég! Æ, þegar til kastanna kom, reyndist dýrðin hreint ekki svo mikil, og varð að engu áður en lauk. Það var á heimleiðinni, að ket- illinn datt í eldinn. Lestamenn fara sér hægt og gætilega. Það þarf að æja. Hest- arnir verða slæptir, lestamenn- irnir svangir og syfjaðir. Það verður að nema staðar, hvíla og safna kröftum. Lagt hafði verið af stað úr kaupstaðnum, undir nóttina, með alls konar varning, sykur og sætabrauð. Nú var komið fram á sólríkan, hlýjan júlímorguninn. „Hvílum okkur, hvíld er góð.“ Það er tekið ofan af hestun- um, og gengið frá beizlunum um hálsinn. Svo fáum við okkur nestisbita og leggjumst að því búnu fyrir til svefns. En þá vildi einmitt óhappið til — ógæfan, sem ég get aldrei gleymt, og sem varpaði dimmum skugga á allt ferðalagið. Allir sofna, og endurnærast í fullu sakleysi, nema einn — barnið sjálft. Ég halla mér upp að dýnunum og sofna þegar, úr- vinda af þreytu. Júlísólin skein heit og mild. Mig fer óðara að dreyma. Ég er á ferð með lestinni, lú- inn og þreyttur. Ég er gangandi og veð aurinn og efjuna. En hvað svitinn af enninu rennur ört niður í augun. Mig svíður í augun, enda sé ég allt óljóst, eins og í móðu, bæði framundan og til hliðar. En áfram, áfram verður að komast, og engu má týna af lestinni. Æ, þetta er erfitt — erfitt! Aurinn, staksteinarnir, þúf- urnar, börðin — og hitasvækjan, allt varð mér þetta að fótakefli, allt að aukinni þreytu. Augu mín skýrast til fulls, og ég sé greinilega allt um kring. Hvað — hvað er þetta? Hefi ég þá gengið í svefni. Þessi ömurlega uppgötvun, þessi snöggu umskipti, orka svo á minn viðkvæma barnshuga, að ég get ekki tára bundist. Ég stend þarna einn og yfirgefinn, sé enga lifandi veru, og ekkert kennileiti, sem ég gæti áttað mig eftir. Til hægri handar er ófært ár- gljúfur. Ef ég hefði upphaflega tekið þá stefnu, þá — þá? Nú, það er úti um mig, úti um mig! Guð sé mér næstur. — Engin lifandi skepna, engir samferðamenn.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.