Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 21
Nr. 3 Heima er bezt 85 BlandaSur hópur — Algierbúar og íslendingar. náungi, telur sig 25 ára, en er svo útbrunninn, að ætla mætti, að hann væri rúmlega helmingi eldri. Hann er með stórt merki, kringlótt eins og keraldsbotn, dinglandi í barminum: viður- kenningu frá du Cai'd gistihúsinu um ágætis hæfileika til að leið- beina ferðamönnum. Hann er svo ánægður með þetta merki- spjald, að hann verður persónu- gerfingur íslenzka fjósamanns- ins, sem ágirntist hjá húsbónda sínum verðlaunapening kyn- bótatuddans og spókaði sig með hann á mannamótum. En á pen- inginn var letrað: „Þetta naut hefur hlotið fyrstu verðlaun“! Við setjumst að snæðingi. Ef matseðill hefði verið á borðinu, mundi hann vera svona í laus- legri þýðingu: Gistihúsið du Ca'id 2. apríl 1953 Bou i Saada. kl. 10.10 árd. 1. Salat, möndlur, y2 egg soðið, blandaðar jurtir. 2. Spæld egg í leirkrús. 3. Kjöt og soyabaunir. 4. Ýmsar tegundir af osti. (Nei þakk). 5. Bananar, apli, appelsínur. Á tólfta tímanum brunar al- giersbifreiðin nr. 5128 út úr Bou Saada. Sunnan Sahara-Atlas liggur stærsti hluti Algiere, gróð- urlausar sandauðnir í óravíðátt- um með nokkur vinjaþorp á víð og dreif. Sókn okkar í suðurátt rennur hér út í sandinn. Við snúum baki við Sahara og stefn- um norður á bóginn. Þá er hit- inn um 40°C móti Afríkusólinni, — en 18° frost á Grímsstöðum á Fjöllum. Töfrar Bou Saada verða ekki túlkaðir. Þeir skilja eftir unaðs- leg geðhrif, sambland af hreinni hrifningu og græzkulausri gleði, sem ómar og syngur í hjartanu. í borg hamingjunnar verður jafnvel lífsþreyttur ferðalangur frjáls og áhyggjulaus, eins og forfaðir mannkynsins, þegar hann opnaði augun í höndunum á skaparanum. Undir þeim áhrifum er skrifað á póstkort til vinar heima í Höfn: „Yndislegt! Yndislegt! Yndis- legt! Kysstu konu þína frá mér, — ef hún er ekki ánægð með einn koss, þá mega þeir vera þrir!“ X. Það er ekið nokkuð sömu leið- ina og daginn áður. En norðan við Aumale er beygt inn á aðrar brautir. Hitinn er mikill. Numið staðar í smáþorpi til að nálgast svalaveig. Lítill drengur leiðir blindan öldung, sem gengur eftir gangstéttinni. Ungur maður fálmar um bílrúðurnar og taut- ar eitthvað.með ógreinilegu kok- hljóði. Hann er líka blindur. Það er áberandi, að í Algier eru margir með vögl og sjúkdóma í augum, ekki aðeins fullorðnir, heldur líka börn. í bílinn til okkar berst eitt af dagblöðum Algiersborgar. Þar er getið um komu Gullfoss og birt mynd af honum á fremstu síðu. Farið miklum viðurkenningar- orðum um söng Karlakórs Reykjavíkur í útvarpi og tónlist- arsal kvöldið áður. Algiersmenn- irnir eru hissa á því, að svona lítið skip skyldi koma með ferða- menn þessa löngu leið úr norðr- inu. Blaðamaðurinn slær botn í greinina með þessum upplýsing- um: „Báturinn er hreinlegur og fallegur. Farþegar eru 212; flest Skandinavar.“ Seinni hluta dagsins er farið um Atlasfjöllin. Vegurinn liggur uppi undir efstu brúnum fjalls- hlíðanna. Bugðurnar eru krapp- ar og óteljandi. Ég minnist þess, er ég var í vegagerð í Vaðlaheiði, — þær voru margar krappar beygjurnar Fnjóskadalsmegin. Bíllinn er á fleygiferð, enda er vegurinn malbikaður og freist- andi að láta gamminn geysa. En farþegunum þykir nóg um — þó að bílstjórinn reynist vandanum vaxinn. Aðalhættan felst í því, að hann skotrar augunum til frúnna, sem sitja til hliðar við hann í vagninum — enda biðj- ast karlmennirnir fyrir hástöf- um, en kvenþjóðin er rjóð og virðuleg, eins og sveimhugul mærin sem veit, að hún er til- beðin. Þannig er þotið úr einum fjall- dalnum yfir í annan. Nýsánir akrar teygja sig víða upp eftir hlíðunum. Verkamenn ganga niður fjallsöxl. Fjöllin eru mjög vaxin skógi frá rótum upp á efstu brúnir. Nokkrir kofar standa skammt frá veginum. íbúarnir eru á vakki í troðnum varpanum. Fólk í herfilegum tötraklæðum. Ódauninn leggur úr þessum grenjum. Þetta fólk er eins og vanmáttugir útburðir. Og mér dettur í hug svipmynd úr ís- lenzkum búnaðarmálum: Vor- yrkjan nálgast lokastigið. Bónd- inn er að hreinsa — og hann hugsar um sinn arð. Grasið er orðið gróskumikið í túnbalanum, — afrakið úr áburðinum er fjar- lægt út á útberjurnar, þar sem það grotnar niður eða þornar í sól og vindi, unz það verður elds- matur. Fólkið í kofahreysunum er af- rakið. Forfeður þess áttu frjó- moldina, sem nú er í ekrum er-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.