Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 25
Nr. 3 Heima er bezt 89 HULDUFÓLK uppeldið tekur aðra stefnu. Smábörn skilja ekki, að of mikil sætindi er eitur fyrir tennurnar og magann, og það er þýðingar- laust að rökræða slíkt við þau. En þegar stærri börnum er bannað eitthvað, verður nákvæm skýring að vera forboðinu sam- fara, og þegar börnin eru orðin unglingar, hætta foreldrarnir að skipa þeim fyrir — þeir gera til- lögur eða gefa ráð. Nú eru börnin svo þroskuð, að þau geta hugsað sjálf, og sú „samvizka", sem foreldrarnir hafa þroskað hjá þeim á bernskuárunum, verður nú æðsta vald yfir gerðum þeirra. Spyrjið sjálf yður þessarar spurningar: „Hef ég alið barnið mitt upp á þann hátt, að það öðlist meiri og betri stjórn á sjálfu sér og læri að lifa meðal meðbræðra sinna og systra?“ Þetta er nefnilega eitt hið þýð- ingarmesta takmark alls uppeld- is. Með því að afnema allan aga, gerir maður barninu ekkert gott. Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið Frú Ólsen þurfti endilega að fara á hvert einasta uppboð, sem hún heyrði um. Það var sama hvað maður hennar sagði. En hún lofaði honum því, að hún skyldi ekki kaupa annað en það. sem þau urðu hvort eð var að fá sér. Þá er hún kom heim frá fyrsta uppboðinu, sem hún var á, eftir að hafa gefið manni sínum betta loforð, hafði hún aðeins lítinn pakka meðferðis. — Hvað er þetta? spurði Ól- sen. — Nafnskilti á dyr. — Hvað eigum við að gera við það? Og hvaða nafn er á því? — Jensen. — Þetta er meiri endemis- vitleysan. Eftirnafn okkar er alls ekki Jensen, eins og þú veizt lík- lega. — Nei, það er að vísu satt. En við vitum ekki nema dóttir okk- ar eigi eftir að giftast manni, sem heitir Jensen og þá höfum við brúðkaupsgjöfina tilbúna, svaraði konan hreykin. Eitt vor vakti Guðmundur bróðir minn yfir vellinum. Hann mun hafa verið um tíu ára gam- all. Nótt eina kom grábíldótt ær inn í túnið. Var hún með stóru lambi. Guðmundur ætlaði að reka hana úr túninu. En hún hljóp þá heim að fjárhúsunum og stökk ofan í djúpa heytótt. Veggirnir munu hafa verið í axl- arhæð. Guðmundur reyndi að koma henni upp úr tóttinni, en tókst ekki. Virtist ærin ekki geta stokkið upp aftur. Lét hann ána þá eiga sig. Þegar hann kom heim, sagði hann föður okkar frá ánni í tóttinni. Faðir okkar sagði Guðmundi að fara að sofa, og kvaðst myndi gá að rollunni þegar hann kæmi á fætur. Þessi ær hefur aldrei sést síðan. Spurnum var haldið fyrir um ána, en enginn þekkti hana af lýsingunni. Hóll var þar í land- inu. Var það gömul trú, að þar byggi huldufólk. Ég sat hjá það sumar upp við hólinn, og óskaði ég oft að geta komizt að því, hvort huldufólk byggi í hólnum. Ég ætlaði að grennzlast eftir því eins og ég gæti. Keypti ég rauð- an silkiborða, braut hann saman og iagði á milli tveggja steina sunnan í hólnum og lét í ljós þá ósk mína, að íbúar hólsins tækju borðann. Borðinn lá á sama stað í tvo daga, en svo hvarf hann. Síðar um sumarið lá ég sunnan í hólnum. Niðaþoka var. Heyrði ég þá leikið á hljóðfæri inni í hólnum. Mér virtist það vera orgelleikur og var byrjað á nokkrum lögum, en ekkert lag var leikið til enda. Litlu síðar sofnaði ég við hólinn. Dreymdi mig þá að til mín kæmi kona bláklædd og skipaði mér í höst- um rómi að fara frá glugganum. Ég hrökk hastarlega upp og þóttist heyra óminn af orðum hennar. Enn síðar var ég á gangi við hólinn og rekst þá á tvö grá lömb. Ég ætlaði að ná lömbun- um og setja þau saman við ærn- ar, sem ég sat yfir. Ég tapaði af þeim og hef ekki séð þau síðan. Svo bar við nótt eina heima, að mig dreymdi, að ég var á gangi við þennan sama hól. Þótti mér ég þá sjá opnar dyr á hólnum. Þótti mér stúlka standa í dyr- unum. Ég gekk til hennar. Stúlk- an segir: „Viltu líta inn?“ Mér var um og ó að fara inn með stúlkunni. Hún segir: „Þig hef- ur lengi langað að vita hvernig húsum er háttað hér. Þér er al- veg óhætt að koma, ég fylgi þér út aftur“. Ég lét þá tilleiðast, en gekk þó mjög hægt og gæti- lega og setti á mig, hvernig hús- um væri háttað. Mér virtist vera fjalagólf út að ytri dyrum, allt hvítskúrað, en hvergi málað. Er ég kom nokkuð inn fyrir dyrnar, varð fyrir mér afhýsi, sem mér virtist vera eldhús. Sá ég þar roskna konu við matargerð. Stúlkan hélt áfram að næsta herbergi, sem mér virtist vera stofa. Þar var eitt borð og nokkrir stólar og hengilampi mjög fallegur. Þótti mér sem hún ekki vildi leyfa mér að fara þarna inn, en bendir mér á aðr- ar dyr og leit ég þar inn. Virtist mér það vera baðstofa. Voru þar fjögur rúm. Ekki talaði stúlkan neitt við mig. Nú vísaði hún mér út aftur sömu leið. Er ég kom út úr dyrunum, var þar fyrir rosk- in kona. Var hún með sóp í hendi. Hún reiddi hann að mér reiðilega og sagðist ætla að berja mig, því að ég hafi hamazt í lömbum hennar um sumarið. Ég tók til fótanna og hljóp allt hvað ég gat heim. Hún elti mig með sópinn á lofti. Ég komst aðeins inn úr dyrunum, en hún var al- veg að ná mér. Við það vaknaði ég skjálfandi af hræðslu. (Frásögn Helga Þórðarsonar). Úr endurminningum ... * Framh. af bls. 70. að hann ekki biði mér að ganga í bæinn, og ég fór aldrei svo frá honum, að ég hefði ekki fengið góðgerðir. Megi blessun ókunna gestsins og emigrantans svífa yfir heimili hans og fjölskyldu. Svo læt ég lokið vetrarrabbi mínu, lesari góður, með lítilli sögu, hversdagslegu ævintýri, ef þú vilt kalla það svo, einföldu og yfirlætislausu í sjálfu sér, en mér ómetanlegt.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.