Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 23
Nr. 3 Heima er bezt 87 U M BÖRN Sjónarmið barnasálfræðingsins Donald A. Bloch að utan eða innan, því að ella myndi vatn leita innundir halla- lítið bárujárnið. Út um gluggann minn sá ég tvo stæðilega karlmenn að verki á stóru húsþaki skammt undan. Gengu þeir þar að verki með allri kurt og pí. Snjór hafði sigið, svo að nú mátti stinga hann í sæmi- lega hnausa, sem héngu vel sam- an á rekunni. Mennirnir fóru sér hægt og gætilega. Stungu vandvirknis- lega kringum hvern hnaus, á alla fjóra vegu, lyftu honum síðan upp með mestu gætni, gengu varlega fram á þakbrúnina og litu með athygli ofan á gang- stéttina. Hér endurtók sig gamla þjóðsagan látlaust: — Má ég detta? — Því ætli þú megir ekki detta! Og svo var annar hnaus- inn látinn detta ofan á innan- verða stéttina. Horfðu báðir mennirnir á eftir honum með áhyggjufullum ábyrgðarsvip. Síðan endurtók sagan sig: Hinn hnausinn var einnig látinn detta. Síðan sneru báðir mennirnir við og gengu þrjú fögur skref inn á þakið, stungu þar niður rekunum og námu staðar. Vörp- uðu mæðinni og gáfu hvor öðr- um í nefið á víxl. Röbbuðu síðan saman stundarkorn. Þannig héldu þeir vinnunni á- fram. Á sama hátt: 3—5 hnaus- ar í hverri lotu, og nauðsynleg hlé á milli. Mennirnir litu oft á klukkuna. Hún gekk í sífellu. Hélt aldrei hlé. Nam aldrei stað- ar. Og mönnunum virtist geðjast vel að því. í vinnulok höfðu þeir hreinsað helming þaksins frá því um hádegi. En þetta var líka sennilega full 3—4 stunda vinna fyrir sæmilega röskan mann og vinnugefinn. Og á morgun var dagur á ný. III. — Tveimur dögum síðar. Mennirnir tveir höfðu lokið við að hreinsa þakið. Þeir höfðu gert það vel. Gætnir menn og vandvirkir. Það máttu þeir eiga. Ég var orðinn sýninni svo van- ur, að ég veitti henni ekki fram- ar eftirtekt. Snemma morguns tveim dög- um síðar varð mér litið út um gluggann minn í nokkuð aðra átt og nærtækari. Þar var nærri flatt þak, áþekkt að stærð og helmingur „Tvídægru." Og hér Foreldrar nú á dögum eru horfnir frá hinum gamaldags uppeldisaðferðum, sem kröfðust forboða og skilyrðislausrar hlýðni af börnunum. Það get ég, sem barnasálfræðingur, verið ánægður með. Járnharður agi leiðir aðeins til þess að færa skapgerð barnsins úr lagi, svo að það verður taugaveiklað, frekt, fyllist allskonar ímyndunum, verður takmarkað á ýmsum svið- um o. s. frv. En — margir for- eldrar hafa lent í hinum öfgun- um, í ótta sínum við að skemma sjálfstæðisþroska barnsins, hafa þeir uppeldið svo frjálst, að blátt áfram sjálfsagðir hlutir, eins og háttatími barnsins og borðsiðir, verða vandamál í daglega lífinu. f raun og veru gera menn alls ekki eins mikið tjón með því að halda uppi ákveðnum reglum og bönnum, sem eiga við aldursskeið barnsins, sem að lofa því að vaxa án nokkurs aga. Til eru foreldrar, sem fjar- lægja allt brothætt frá barninu, til þess að komast hjá að banna því. Að sjálfsögðu má faðirinn ekki láta úrið sitt, ásamt hamri, var snjórinn eðlilega að minnsta kosti jafndjúpur og þar. Ég hrökk við: Á miðju þakinu stóð unglingsstelpa uppí kné í snjónum, með flaskandi hár og flakandi blússu og hamaðist að moka snjó. Hún þeytti honum eins og skæðadrífu fram af þak- brúninni í allar áttir. Mér duttu í hug tröllskessur Napóleons, sem mokuðu fólksmergðinni úr göt- um Parísarborgar. Stelpan sú arna hlaut að vera af þeirra ætt. Hún var ekki einhöm. Mér varð starsýnt á stelpuna. Var sem ég byggist við hvelli á hverri stundu og sæi hana springa í loft upp. — Óekkí! — Hún rétti úr bakinu öðruhvoru, hristi úfinn lokkakollinn, rjóð og sveitt, og hló við sjálfri sér! Maður lifandi! Hvað henni virt- ist þykja gaman að lifa — og liggja fyrir barninu, en á hinn bóginn er ekkert vit í því, að foreldrarnir ryðji daglegu stof- una. Meira að segja smábörn geta hæglega lært, að til eru vissir hlutir, sem ekki má hreyfa við, án þess að fara sér að voða. Þvert á móti — það barn, sem aldrei er bannað neitt, þarf lang- an tíma til þess að aðlaga sig lífinu, þegar það á að fara að sjá um sig sjálft og fara að heiman. Samvizka er ekki eiginleiki, sem mönnum er meðfæddur. Smábörn hafa enga hugmynd um muninn á réttu og röngu. Það verða þau að læra að skynja, eftir því sem þau þroskast, og það er hlutverk foreldranna, að byggja upp þessa tilfinningu, sem á að verða mælisnúra fyrir framkomu þeirra — á sama hátt og það er hlutverk foreldra, að sjá um fæði og klæði handa börnum sínum. f raun og veru eru flest börn ánægð með að hlýða boði og banni foreldranna, ef þau mæta annars ást og skilningi. En fari svo, að foreldrar setji einhverj- ar þær hömlur á þau, sem lítil- hamast! — Og þó hefir hún sennilega enga aukaborgun fengið fyrir stritið. Aðeins um- samið kaup fyrir hússtörfin. Stúlkan sú arna var auðsjá- anlega ekki að hugsa um kaup og þessháttar! Því að þá hefði hún unnið skynsamlega. — Nú vann hún eins og hamslaus ó- temja í ofurmagni æðisgengins unaðar yfir því að vera til — og geta hamast! Og hreinsað stórt húsþak á lygilega stuttri stundu! Og það gerði hún líka! — Ég gleymi aldrei stelpunni þeirri arna. Ég þekki hana ekki aftur í sjón. En ég sé enn hama- ganginn, ef ég loka augunum! Ég minnist hennar ætíð síðan, er ég sé fíleflda karlmenn vinna letilega.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.