Heima er bezt - 01.03.1954, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.03.1954, Qupperneq 11
Nr. 3 Heima er bezt 75 flæktist ég því stað úr stað og var sem sagt að verða allra sveita kvikindi, og það, sem verst var, ég var byrjaður á að teiga hinar göróttu veigar Bakk- usar. Þannig leið tíminn fyrir mér hátt á annað ár. — En svo kom nýtt sumar. — Af tilviljun lenti ég hingað til bæjarins og réðst hér í vinnu í nokkra mánuði. í lok þess tímabils kom fyrir mig mjög smávægilegt atvik. En til þessa smáatviks má þó rekja það, að giftusamlegar réðst fram úr fyrir mér heldur en á horfð- ist. Skal ég nú greina frá því. Eitt kvöld, er ég var að koma frá vinnunni, átti ég sem oftar leið um fáfarnasta hluta þessa bæj- ar. Sá ég þá hvar kona kom á móti mér. Konan var í hærra meðallagi á vöxt, vel vaxin og svaraði sér vel. Hún var í dökkri kápu, ber- höfðuð, ljóshærð, bláeyg og björt yfirlitum. Konan var með fullt fangið af bögglum, auð- sýnilega búðarvarningi. Er skammt var orðið í milli okkar, tók ég eftir því, að einn böggullinn, sem hún bar í fang- inu, hrökk niður á götuna. Ég greikkaði sporið, greip upp bögg- ulinn og rétti konunni hann. „Þér misstuð þennan böggul,“ sagði ég. Við gengum samsíða nokkur skref, en þá rétti hún mér höndina í kveðju- og þakk- lætisskyni og brosti ofurlítið um leið. Mér fannst handtak þessar- ar konu svo ósegjanlega hlýtt og höndin var líka svo mjúk. Gat ég þá ekki stillt mig um að þrýsta ofurlítið hönd hennar og sleppti henni ekki alveg strax. — Héldum við svo í sína áttina hvort. En ég fór hægt og leit aftur um öxl, sá ég þá hvar kon- an fór heim að einu húsinu, staðnæmdist aðeins þar á tröpp- unum og horfði í áttina á eftir mér, síðan gekk hún inn í húsið og gizkaði ég á að hún ætti þar heima. ---------Tíminn leið. Ég hætti hér vinnunni, fór í burtu og tók upp mína fyrri hætti. Flæktist á ný og byrjaði aftur að drekka. Varð ég nú miklum mun óá- nægðari og eirðarlausari en nokkurntíma áður. Kom þá varla fyrir sá dagur, að konan, sem ég hafði mætt á förnum vegi, kæmi ekki í huga minn, og stundum dreymdi mig hana líka á nóttunni. Með öðrum orðum: hún var alltaf efst í huga mín- um, bæði á nóttu og degi. Mér leið ekki úr minni, henn- ar hlýja hönd né bjarta bros. — Stuttu fyrir jól, fyrir réttum tveimur árum síðan, skrapp ég svo aftur hingað til bæjarins, aðallega í því augnamiði að for- vitnast eitthvað um hagi þess- arar konu. Var þó ekkert senni- legra, en að hún væri gift. — En hvað, sem því leið, þá varð ég að sjá hana og tala við hana. Leið eigi á löngu þar til ég kom að húsinu, sem ég þóttist viss um að þessi kona byggi í. Skammt frá húsinu voru nokkrir smákrakkar að leika sér. Ég á- varpaði þau og spurði eftir því hverjir byggju í húsinu. Dreng- hnokki, á að gizka sjö eða átta ára gamall, varð fyrir svörum og sagði: „Ég og mamma mín eigum hér heima — og svo eiga systir mín og frænka mín heima hérna líka,“ sagði snáðinn. „Á þá ekki pabbi þinn hér heima líka?“ spurði ég. „Pabbi minn er dáinn,“ sagði drengurinn. „Hvað heitir hún mamma þín?“ spurði ég enn. „Þrúður.“ „Ef hún er heima gæti ég þá ekki fengið að tala við hana.“ í því ég mælti þetta, kom Þrúður sjálf út til okkar, ávarpaði mig vingjarn- gjarnlega, — og með sinni við- felldnu röddu, og hinu milda bjarta brosi — bauð hún mér a£,ganga inn og fá mér hress- ingu. Boð hennar þáði ég auð- vitað þakksamlega. Dvaldist mér alllengi inni hjá Þrúði og talaði við hana og féll vel ásamt með okkur. Þrúður sagði mér, að hún væri ekkja, og ætti þrjú ung börn, og hefði um nærfellt tveggjá ára skeið búið í þessu húsi. Einnig sagði hún mér þá, óaðspurð, að maður hennar hefði fallið útbyrðis við Eng- landsstrendur og drukknað þar. En eftir því, sem ég komst síðar að, mun það slys hafa skeð um líkt leyti og Lilla lagði úr höfn með hermanninum sínum. Áður en ég kvaddi Þrúði, spurði ég hana, hvort hún gæti ekki selt mér fæði seinna um veturinn, einhvern tíma, ef ég fengi vinnu í bænum upp úr nýárinu. Tók hún vel í það. í byrjun febrúar kom ég svo enn hingað og settist hér að í bili. En rétt eftir að ég kom, veiktist eldri telpan hennar Þrúðar og lá lengi mjög þungt haldin. Það var nú erfiður tími fyrir Þrúði.-------En sumarið kom á sínum tíma, „með sól í fangi og blóm við barm.“ Já blessað sumarið, það kom, bæði í eiginlegum og óeiginleg- um skilningi, það kom í ríki náttúrunnar — og í hugi mann- anna — að minnsta kosti margra þeirra....“ — Hér þagnaði Þor- valdur andartak, — en svo hélt hann enn áfram frásögninni. „Já, ég var orðinn leiður á flæk- ingnum, þessum tilgangslausa seigdrepandi erli, og þráði að geta staðnæmzt — fengið eitt- hvað fastara undir fætur. — Tækifærið kom. — Maður nokkur, er átti yfir jörð að ráða, en vantaði fólk til að vinna að búskapnum og nytja jörðina, auglýsti eftir ráðs- manni. Ég sótti óðara um stöð- una og fékk hana. Fluttist svo út í sveit um vorið og Þrúður fór með mér með öll börnin sín, enda var henni að læknisráði fyrirskipað að láta stúlkuna, sem hafði veikst, vera í sveit, og auðvitað sleppti Þrúður ekki af henni hendinni. — Svo eftir allt saman er ég orðinn bóndi í sveit. — Um nýársleytið í fyrra gift- um við Þrúður okkur og eigum eina dóttur fárra vikna gamla. í vor ætlum við svo að taka við jörðinni og búinu á eigin á- byrgð. — Þá skaltu koma og heimsækja okkur.“ Er Þorvaldur hafði þetta mælt, þrýsti ég hönd hans og óskaði honum til hamingju með konu og dóttur og með starfið, sem hann átti í vændum. --------Enn leið löng stund og við ræddum hitt og þetta. — Loks slitum við samtalinu, stóð- um á fætur og urðum samferða út á götuna, kvöddumst þar og óskuðum hver öðrum gæfu og gengis. — Héldum svo hvor sinn veg. --------Svona var hún þá í stórum dráttum, sagan hans Þorvalds kunningja míns, er hann sagði mér þetta skamm-

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.