Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 28
92 Heima er bezt Nr. 3 an að honum lengur. Og þó að hann reyndi nú að veiða silung í hyljunum niðri í á, hafði það enga þýðingu; hann átti nógan fisk, og Jens hafði alltaf sagt, að þeir skyldu ekki veiða meira en þeir gátu borðað. En Jens hafði víst aldrei nokkurntíma verið svona einmana. En svo kom drengnum nokkuð nýtt til hugar. Hann stakk ör í rifu í bergið, svo að oddurinn sneri í norður, og gekk svo inn í birkiskóginn. Á örinni gæti Jens séð, hverja stefnu hann hefði tekið. Það var orðið svo skuggsýnt, að búið var að kveikja ljós í Haugsseli. Við búrvegginn stóð fjór- hjólaður vagn, hlaðinn, og fyrir ofan garðinn stóð sofandi hestur. Kýrnar lágu jórtrandi á básum sínum. Stúlkan var búin að mjólka og hafði krækt aftur dyrunum. Nú mátti nóttin koma. Drengurinn stóð lengi í kjarrinu og horfði á ljósið í glugganum á suðurgaflinum. Hann sá skuggum bregða fyrir innan við gluggann. Þar var einhver inni. Dyrnar voru opnaðar. Það var stúlkan, sem var að fara í lækinn eftir vatni. Þetta var halta konan, sem þeir höfðu séð daginn, sem flutt var í selið. Hún líktist nærri því tröllkonu, þar sem hún kom stynjandi heim með þunga vatnsfötuna. Gamall maður kom líka út fyrir. Stúlkan sagði eitthvað um veðrið, áður en hún hvarf inn, en maðurinn gekk út að vagninum og þreifaði á dótinu, sem þar var. Hann leysti eitt reipið og herti svo betur að, gekk síðan upp fyrir selstúnið og leit á hestinn áður en hann hvarf inn í húsið aftur. Síðasta dagskíman var horfin og Ingólfi fannst eins og það dimmdi mjög, er búið var að loka dyr- unum. Hann klifraði yfir garðinn og skauzt niður að austurvegg selsins, lagði eyrað að rifu á veggn- um og hlustaði á raddirnar inni fyrir. Honum fannst það undarlegt, að standa svona á hleri. Samtalið fyrir innan minnti hann á fjöllin og fjallakofann inni í Kjurudal. Þá kom það stund- um fyrir, að hann stóð úti í rökkrinu og heyrði óminn af samtali þeirra Páls og Malí inni í kof- anum. Svona hafði það aldrei verið í hellinum. Það þurfti minnst tvo til þess að geta talað sam- an, og þá gat hvorugur þeirra hlustað á óm radd- anna. Hann læddist kringum hornið til gluggans, en þegar lampaljósið skein í andlitið á honum, varð hann hræddur og skauzt til baka undir austur- vegginn, því að þar fannst honum meira öryggi. Inni var einhver að geispa hátt. — Ojá, það er sagt svo mikið, var sagt i syfjulegum rómi. En hef- ur þú séð nokkuð, Kari?“ — Ekki vitund! svaraði vinnukonan. — Og ef hann heldur sig inni á fjallinu, er hann enginn glæpamaður. Annars trúi ég ekki þessu slaðri. — O, það eru nú margir, sem hafa séð hann. Ég ræddi nýlega við hann Þorleif gamla.------- — Hann! Hann getur hvorki séð né heyrt! — Og svo hafa menn nú fundið reykjarlykt niðri við Svartadjúp, svaraði karlmannsrödd. — Það er sjálfsagt Þorleifur gamli, sem hefur þefað reyk þar, svaraði vinnukonan, — því að hann er svo fullur af illsku, að það kemur sterk sviðalykt í hvert sinn, er hann leysir vind. Karlmennirnir fóru að hlæja. — Sjáið nú! sagði vinnukonan, — hérna er mjólk- urflaska og matur til í fyrramálið. Þið verðið að bjarga ykkur sjálfir. — Settu það út í vagninn, sagði Haugsbóndinn. Ingólfur hrökk við. Járnaðir skór glymja við steinlegginguna í fordyrinu og bóndinn opnar dyrnar. Ingólfur ætlar að flýja til skógar, en sér strax að hann muni ekki ná að komast í felur. Hann snýr við og hleypur norður fyrir húsið. Þar stendur stigi. Nú heyrist fótatak í votu grasinu. Maðurinn kemur — og í því er hann kemur fyrir hornið, skýzt drengurinn upp stigann, upp á þak- ið og kastar sér flötum á grasgróna þekjuna. Þarna liggur hann grafkyrr og horfir á bónd- ann, sem gengur að vagninum, lyftir kassaloki, leggur eitthvað niður i kassann og lokar síðan. Svo gengur hann út að veggnum og stendur beint und- ir stiganum. Þar kastar hann af sér vatni, geisp- ar og gengur svo inn í selstofuna. Drengurinn uppi á grasþekjunni fór að hlæja, svo að hann fékk hiksta. Hann hafði svifið í dauð- ans angist, en nú breyttist hún í hlátur. Bóndinn hefði bara átt að vita, að hann var ekki aleinn. — Litlu síðar verður alger kyrrð í húsinu. Reykur- inn úr strompinum dvínaði og samtalið varð að tuldri með geispum á milli. Drengurinn þrýsti sér fast að volgum reykháfnum. Það var napur norð- annæðingur. Úr suðri, frá Bláeyri, kom náttmyrkr- ið, og uppi í hlíðinni dunaði Híárfossinn jafnt og þétt, eins og til að minna hann á, að hann átti að fara þangað. Kannske stóð Jens uppi hjá hellinum, syfjaður og þreyttur og vonsvikinn yfir, að félaginn var horfinn. Það var víst bezt að fara heim. Hann lá þó dálitla stund ennþá og beið. Lagði svo eyrað að þekjunni til að hlusta. Hann heyrði ekkert hljóð. Og það var heldur ekkert ljós að sjá. Lampinn var slökktur, fólkið svaf. Hann skreið yfir grasþekjuna, þangað til hann komst að stig- anum og klifraði niður á hlaðið. Vagninn stóð í hálfmyrkri; hlassið var bundið fast með reipum og líktist mest af öllu sofandi dýri. Hann varð að koma við vagninn. Hann hafði aðeins einu sinni séð vagn áður. Það var í fyrra- sumar, þegar hann var með Páli við Konungs- námu, en þá var hann feiminn og hræddur. í nótt var hann aleinn. Hann strauk með hendinni um gljáandi hjólgjarðirnar, þreifaði á körfum og köss- um. Og svo var það kistan eða hinn stóri kassi, sem hann sá að maðurinn hafði opnað. Hann reyndi að lyfta lokinu upp, en það vildi ekki takast. Hafði karlinn þá verið svona miklu sterkari en hann? Drengurinn stóð dálitla stund og hlustaði eftir hljóði inni frá húsinu, síðan steig hann upp á vagn- inn, fálmaði eftir lokinu og tók á af öllum kröft- um. En þrátt fyrir það gaf lokið ekki eftir. Hann gerði margar árangurslausar tilraunir. Frarah.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.