Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 26
90 Heima er bezt Nr. 3 hérna væru þeir alveg öruggir. Hingað kom fólk sjaldan, og ef það kom fyrir, lagði það leið sína hinum megin árinnar. Og hérna var hægt um hönd að veiða silung. Hyljirnir í ánni voru fullir af sil- ungi. Og nú gerði ekkert til, þótt það ryki vel frá eldinum, því að úðinn frá fossinum skyggði á reyk- inn. Og þannig byrjaði sumarið hjá útlögunum tveim. Langt inni á hinu gráa og grýtta fjalli lögðu þeir snörur fyrir rjúpuna. Og veiddu með boganum, því að nú var púðrið búið. Stundum lágu þeir á hrein- dýramosanum uppi á háfjallinu og horfðu niður yfir dalinn, þar sem reykurinn frá seljum og hús- mannsbýlum þyrlaðist upp í loftið. Jens var oft þunglyndur, einkum er leið að kvöldi og þeir heyrðu raddir selstúlknanna, þegar þær voru að lokka kýrnar heim. Ingólfur skildi það ekki alveg. Hon- um fannst þeim líða ágætlega þarna hjá Híárfoss- inum. VI. Fólkið niðri í dalnum var ánægt með hlutskipti sitt. Það vann á ökrunum nótt og nýtan dag. Elztu menn mundu ekki, að svo seint hefði vorað, en ef herrann yrði svo náðugur að láta haustið verða hlýtt, myndi það bæta mikið upp. Presturinn við Búdalskirkju var óvenjulega hjartnæmur, þegar hann bað drottin um gott haust, og í fátæklegu kofunum sátu skinhoraðir erfiðismenn og báðu guð að halda sinni verndarhendi yfir ökrunum og öllum gróðri jarðar. En Geirmundur var ekki með í þessum bæna- lestri. Hann var þver og í illu skapi og hvassyrtur, þá sjaldan hann sagði orð við Geirþrúði. Honum varð tíðförult suður í dalinn, til Haugsselsins, og þá hafði hann jafnan byssu um öxl. Þegar hann hitti ókunnuga á förnum vegi, stóð hann lengi og talaði og vék einkum að því, hvort sézt hefði til mannaferða lengra inni í dalnum. En sá, er hann talaði við, hristi jafnan höfuðið og spurði, hver ætti að hafast við í óbyggðunum. VII. Þeir voru hérumbil jafn duglegir að skjóta. Jens gat auðvitað skotið lengra af boganum, en Ingólf- ur var öruggari að hitta á stuttu færi. Þegar þung- viðri var og rjúpan kúrði sig niðri í lynginu í stað þess að fljúga, veiddu þeir venjulega ágætlega. Fyrst og fremst urðu þeir að fæla rjúpnaflokkinn og taka svo vel eftir, hvar hann settist aftur; svo læddust þeir nær og komust oft mjög nálægt hon- um. Þá kom sér nú betur að hafa skarpa sjón. Fyr- ir kom það, að Jens lyfti Ingólfi upp á herðarnar á sér til þess að skyggnast um eftir veiði og sjá hvar þær leyndust í lynginu. Svo spenntu þeir bogana, og örvarnar þutu hvínandi gegnum loftið og hittu venjulegast í skotmarkið. Þokudag einn, þegar þeir voru á veiðum uppi við Gráhæð, komu þeir að stórum rjúpnahóp og fældu hann upp, og hópurinn hvarf bak við nokkur tré. Þeir læddust hægt og gætilega þangað með bog- ana spennta. Vindurinn stóð á móti þeim. Jens nam staðar bak við gamalt birkitré og gaf Ingólfi merki, sem hann skildi og læddist til Jens, klifraði upp á herðarnar á honum, stakk tán- um undir hendurnar á Jens og bjó vel um sig. Svo hagræddi hann boganum, setti ör á streng, og síðan var hann tilbúinn. Jens þorði varla að draga andann, meðan hann læddist ofurhægt með bogann á lofti. Sá þeirra, sem fyrr sá fuglinn, átti að gefa hinum merki. Þeir þorðu ekki einu sinni að hvísla. Skyggni var slæmt vegna úðans úr þokunni. En hópurinn gat varla verið langt undan. Allt í einu er eins og Jens stirðni upp. Hann stendur í sömu sporum og starir upp í hlíðina. Svo gefur Ingólfur merki það, er þeir höfðu talað um, með því að dangla með fætinum í brjóstið á Jens. Drengurinn miðar, en svo danglar hann aftur í Jens. Þeir halda áfram. Jens læðist áfram um það bil tuttugu skref. Þá gefur drengurinn merki aftur. Jens nemur staðar til þess að líta eftir því, sem drengurinn hafði séð. En það er augsýnilega ekkert merkilegt og þeir halda áfram. Nú gengur hann aðeins fjögur skref. Nú flýgur rjúpa upp úr lynginu fyrir framan hann. Ingólf- ur gefur ekki hið umtalaða merki. Jens skilur hann ekki. Hann veit, að það er fullt af rjúpum í kring- um þá. Hvað er að drengnum? Hann er svo ákaf- ur og óþolinmóður og eins og honum finnist þeir aldrei komast áfram nógu fljótt. Þá sér Jens óvænta sýn. Nokkur skref til hægri sér hann á höfuðið á rjúpu. Hún var grafkyrr. Og hin dökku fuglsaugu virðast stara undrandi á þessi ferlíki, sem nálgast óðum. Jens nemur strax stað- ar, lyftir boganum, miðar.----- — Bíddu! hvíslar drengurinn. Hann lyftir einn- ig sínum boga. Svo hvíslar hann aftur: — Einn — tveir — þrír. Örvarnar þutu eins og stormhvinur sín í hvora áttina. í sama bili flaug rjúpnahópurinn upp og þaut í allar áttir. Jens hafði hitt eina rjúpu til hægri handar við sig. En til vinstri sást ekkert. Ingólfur renndi sér leiftursnöggt ofan af herðum félaga síns, þreif hnífinn og hvarf bak við runn- ana. Hið síðasta, sem Jens sá, var, að drengurinn slöngdi hnífnum frá sér. — Ertu genginn af göfl- unum, drengur! æpti hann. — Einasti hnífurinn, sem við eigum! — — Hann tók upp rjúpuna og hljóp svo á eftir Ingólfi. Nú hafði strákurinn lík- lega eyðilagt hnífinn. Það var engin meining í að kasta honum á eftir rjúpunum. Jens kemst rétt upp á hæð eina, þegar hann heyrir, að drengurinn æpir upp yfir sig. í sama

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.