Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 18
82 Heima er bezt Nr. 3 Herbergið er stórt og vistlegt. Rúmin furðulega breið — tvi- breið — búin línlökum og hvít- um þykkum ullarábreiðum. Snyrtileg en skrautlaus hús- gögn. Handlaug, vatnskrani, handklæði — engin sápa! Þegar við höfðum skolað af okkur ferðarykið, er litazt um í sölum gistihússins og í um- hverfi þess. Einn tekur að sér barvörslu. Sumir gera innkaup á þjóðlegum bjúghnífum. Margir kaupa sér póstkort og skrifa vin- um og vandamönnum. Aðrir reika út í pálmagarðinn og telja stjörnur himinsins. En þær reynast óteljandi. Nokkrir ganga á fund spámannsins. Hann situr i anddyri gistihúss- ins, berfættur, svartskeggjaður, í hvítum slitnum kufli og með túrban. Við hlið hans eru nokk- ur pappírsblöð, blekbytta, bók í bandi, pennastöng. Fyrir framan hann er gulur sandur á hvítri strigatusku. Og með fingrunum býr hann tii merki í sandinn, telur saman, máir út, hugsar íhugull, býr til ný merki. Þannig skrifar hann í gulan sand eyði- merkurinnar og les úr honum spádóma um mannleg örlög. Og hvar mundi saga mannkynsins vera betur sögð, heldur en í sandinum, þar sem náttúruöflin stíga trylltan dans í auðninni, — þar sem óasinn er táknmynd þeirra mannlegu lífgrasa, sem þrífast í skararbyljum sjúkrar menningar? — Spámaðurinn er alvarlegur, augu hans dökk og óræð, eins og hafdjúpið. í nokkurri fjarlægð, framan við gistihúsið, leiftrar eldbjarmi í myrkrinu. Inni á milli stórvax- inna kaktusrunna sitja tveir skikkjuklæddir heimamenn. — Hvor þeirra heldur um tein, sem stungið er gegn um krufinn lambskrokk, sem er með haus og hala. Annar endi teinsins hvílir á steini, er myndar vogarás, sem heldur skrokknum á lofti yfir glóðinni. Þarna er brennt sedrus- viði, og stígur ilmurinn af elds- neytinu upp í kyrrlátt kvöldloft- ið. Steingerfingsleg ró er í svip matreiðslumannanna. Þeir velta lömbunum á ýmsa vegu. En hjá þeim stendur hjálparkokkur vopnaður löngu skafti með svampvetti, er hann dýfir í krukku, sem inniheldur ein- hverskonar feitarlög. Maðurinn rauð feitinni á kroppana. Á níunda tímanum eru allir íslendingarnir mættir við kvöld- verðarborðið í du Ca'id. Og þar gerist ekkert frásagnarvert fyrr en bornir eru inn tveir heilir lambskrokkar, sem steiktir hafa verið fyrir stundu yfir sedrus- viðarglóð. Þeir eru lagðir á geysi- stór eirföt, sem standa á sér- stökum borðum í miðjum sal. Enskumælandi stúlka segir fram siðareglur. Við stöndum upp frá borðinu, sleppum hnífum og göfflum, diskum og þurrkum, hverfum aftur í gráa forneskju. Við er- um allt í einu orðin að frum- mönnum, sem hópast í kring um steikta villibráð. Við slítum kjötið af kroppunum, notum guðsgafflana eina við að koma matnum í munninn. Við vinnum rösklega, kjömsum á krásinni, sem er mesta lostæti. Þessi lambasteik ilmar yndislega, og hún er bragðbetri, en rangfeðrað Hólsfjallakjöt, sem er brasað eft- ir uppskriftum úr kvennafræð- urum nútímans. Og til þess að gera afturhvarf okkar til frummennskunnar eðlilegt, þá eru bumbur barðar, reyrflautur þeyttar og dans stig- inn inn í borðsalnum. Hljómsveitin er skipuð þrem- ur mönnum, tveir leika á tré- trumbur, og einn á reyrflautu. Kostulegir karlar, svipbrigða- lausir, auðugir af sjálfsánægju í hjartanu — en með yfirskin guð- hræðslunnar í holdinu, þegar þeir góna í vegginn og snúa baki við naktri spillingunni, sem þeirra eigin hljómsveit leysir úr læðingi. Smávaxnar meyjar sýna arab- iskan dans, kynlega blæbrigða- ríkan. Yngstu listakonurnar eru 13 ára, sú elsta 15 ára. Hringl- andi peningakeðjur. Perlufestar. Eyrnalokkar. Langar hárfléttur. Hvítar slæður um svart hár. Tvær dansa sverðdans — skylm- ast með korðum; — önnur í blá- um kjól, hin í ljósrauðum. Ein dansar með fulla vínflösku, tappalausa, á höfðinu. Dans- mærin sveigir sig og reigir, tek- ur bakföll mikil, armsveiflur og hnébeygjur, — en flaskan hreyk- ir sér hreyfingarlaus. Sumum gestunum þóttu ýms- ar sviptingar í dansinum með ólíkindum, þar hlytu að vera brögð í tafli, blekkingar. Innan klæða mundu dansmeyjarnar vera með teygjur, spennur eða önnur töfratæki. Við eigum ekki að vera, nema eina nótt í Bou-Saada, komum hingað til að sjá. Við ökum út í borgina. Og á tólftu stundu hafa allir trúarlausir Tómasar þreif- að á staðreyndum. Við verðum að trúa listrænni túlkun þessara Afríkudætra, sem dansa fyrir okkur í Evuklæðum — án fíkju- blaða! VII. Nótt í Afríku. Himinninn þéttstirndur. Enginn vindblær. Kyrrð á himni og jörðu. Við göngum um Bou-Saada. Göturnar eru auðar og mann- lausar. Borgarbúar eru gengnir til náða. Þrír lögregluþjónar gæta lag- anna. Við njótum verndar franska lýðveldisins. Hvað er ég að tala um vernd? Bou-Saada þýðir: borg ham- ingjunnar. í nótt erum við í borg hamingjunnar. Hér hlýtur allt að leika í lyndi. Hér er feg- urðin ríkjandi, og hér reikum við frjálsir og hamingjusamir, eins og í frumbernsku. Og við, synir elds og ísa, skynjum, að þetta er einmitt staðurinn, sem við höfum þráð, draumalandið í suð- urvegum. Svona er rómantíkin. Hún býr í stjörnunum. Hún býr í skóhljóði á gang- stéttunum. Hún býr í pálmakrónunum. Hún býr í djúpri þögn náttúr- unnar. Hún býr í andrúmsloftinu. Hún sameinar jörðina og him- ininn. — Þó drögum við hlera fyrir gluggana. Og við tvílæsum dyrunum. Góða nótt, Sigfús bóndi Ey- firðingur! VIII. Klukkan er að ganga sex. Fimmtudagsmorgunn. Skír- dagur. Farið er á fætur um leið og brugðið er blundi. Svefninn hef- ur verið draumlaus og þægileg-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.