Heima er bezt - 01.03.1954, Síða 32

Heima er bezt - 01.03.1954, Síða 32
vio neyrum ao leuinni er haidið áíarm innan húss. Okkur tekst að skríða upp á þakið í gegnum þakgluggann og í sömu andránni opnast dyrnar og umsjónarmað- urinn, „greifinn" og fleiri drengir koma inn. Okkur er órótt innanbrjósts, þar sem við liggjum á þakinu og heyrum, að leitað er dyrum og dyngjum á loftinu. „Litið einnig út á þakið!" heyrum við að umsjónarmað- urinn segir, og skömmu síðar opnast glugg- inn hljóðlega. Andlit „greifans" kemur í Ijós. Honum verður bilt, er hann sér okkur, en áttar sig vonum bráðar. Hann deplar augunum laumulega til okkar og hverfur hljóðlcga. Við heyrtim, að „greifinn" leiðir talið að einhverju öðru en þakinu, þegar hann kem- ur aftur til utnsjónarmannsins. „Greifinn er nú bczti strákur, þrátt fyrir allt,“ muldr- ar Villi. Skömmu seinna heyrum við svo, að loft- dyrunum er læst og allt verður hljótt. Við skríðum aftur inn um gluggann. En nú tekur samvizkan að ónáða mig. Höfum við ekki hegðað okkur ósæmilega? Er það ekki illa gert að koma „greifan- um“ til að segja ó att? En Villi huggar mig mcð því, að seinna skulum við gefa okkur fram sjálfviljuglega og biðja hátíðlega um fyrirgefningu. Mér verður rórra, og við setjumst niður til að borða smurðar brauðsneiðar, sem ViIIi var svo hygginn að taka með sér. Villi fær augastað á kaðli, sem hangir við gluggann. Eigutn við að nota hann til að síga í honurn niður í garðinn?" spyr ég. „Engan asa, drengur minn,“ segir Villi og tekur kaðalinn niður. Allt í einu heyrum við, að það er drep- ið hljóðlega á dyrnar. Við stirðnum upp af skelfingu. En svo sjáum við, að hvítu bréfi er skotið undir hurðina, og síðan heyrum við hljóðlegt fótatak fjarlægjast.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.