Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 3

Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 3
Nr. 6 Heima er bezt 163 Matthías Helgason: Minningar úr Ólafsdalsskóla Þegar ég vorið 1897 fór á Ól- afsdalsskólann, voru færri tæki- færi til skólagöngu en nú á tím- um. Enda er nú svo komið mál- um, að sumum menntafrömuð- um er farið að þykja nóg um skólasetur fólks, er byrja í barn- dómi og haldast lengur og skem- ur fram eftir unglings- og þroskaárum. Nútímafólki þykir það að sjálfsögðu ekki mikils um vert, þó að menn um tvítugsald- ur með litla barnafræðslu setj- ist á skólabekk (að nokkru leyti) um tveggja vetra skeið og að ýmsu leyti við erfið skilyrði. Hér ætla ég ekki að gera neinn sam- anburð. Það verður ávallt lífið sjálft, sem sker úr um starf- hæfni og manngildi manna. Ekki ber að gera lítið úr fræðslu og menntun, en hún verður að samhséfast þroska manna og viðfangsefnum lífsins. Heldur er það ekki tilgangur minn að ræða hér um skólamál.Hins vegar ætla ég, eftir tilmælum annarra, að rifja upp nokkur atriði frá veru minni í Ólafsdal. Sumt er farið að falla í gleymsku, enda komið á sjötta tug ára síðan. Bændaskólinn í Ólafsdal var tveggja ára skóli í tveimur deildum. Mátti hann heita full- setinn með 12 nemendum, 6 í hvorri deild. Piltar höfðu ókeyp- is fæði og þjónustu og viðhald á plöggum. Önnur föt urðu þeir að leggja sér til, einnig bækur og ritföng við námið. Um slátt- inn unnu piltar að heyskap, en jarðabótum vor og haust eftir því sem veðrátta leyfði. Að vetr- inum var bókleg kennsla; þó áttu piltar að vinna að verkleg- um störfum 4 klst. dag hvern. Það var reglubundið hjá þeim piltum, er unnu að smíðum og aktygjagerð. Aðrir unnu að ýms- um heimilisstörfum, sem fyrir hendi voru. Nokkur tími á hverju vori fór til móskurðar, því mikils þurfti við og ekki teljandi annað eldsneyti notað. Mótak var frammi í dalnum nokkuð fyrir framan túnið. Var þar stórt hús, sem mónum var hlaðið inn í, þegar hann var fullþurr að vorinu. Var svo sótt á kerrum og sleðum að vetrinum eftir þörf- um. Að þessu unnu piltar mik- ið ásamt öðru heimafólki. Fyrir kom það, að piltar voru í ferða- lögum, einkum að vorinu. Þurfti að koma frá sér ýmsum jarð- yrkjuverkfærum, sem smíðuð höfðu verið að vetrinum og send voru til ýmsra landshluta. Voru þau flutt ýmist norður að Stein- f---------------------‘-------\ Bænðaskólinn í Ólafsdal varð þjóðkunn menntastofn- un og orðstír hans lifir enn í dag þótt áratugir séu liðnir síðan hann var lagður niður. Hér rekur einn nemandi Ól- afsdalsskólans nokkrar minn- ingar sínar frá skólaárunum og mun mörgum þeim, sem kynnzt hafa skólavist nú á dögum þykja fróðlegt að fylgjast með og gera nokkum samanburð. ______________________________> grímsfirði eða út í Stykkishólm. Þaðan skyldu þau fara með strandferðaskipinu út um land á hinar ýmsu hafnir. Allt var flutt á klökkum. Á þessum leiðum voru engir vegir, sem ökutæki gengu um. Til baka var tekið á hestana ýmislegt, er búið þarfn- aðist. Frá Steingrimsfirði oft harðfiskur. Það féll talsvert í minn hlut að fara þessar ferðir. Mér var ljúft að ferðast norður á bóginn, því þar voru mér leið- ir kunnar. Mér fannst þá, eins og létt væri af mér fargi, þeg- ar ég sá til norðurhafsins. Þar hafði ég alizt upp við víðsýni þess og margbreytileik. Ég fór með flutninginn norð- ur að Smáhömrum og hafði þar hestana, meðan við Björn bóndi fórum á báti með flutninginn til Hólmavíkur. Björn hreppstjóri Halldórsson og Matthildur Benediktsdóttir bjuggu um margra ára skeið á Smáhömrum með hinni mestu rausn og prýði. Leystu þau hvers manns vandræði, er til þeirra leituðu, en þeir voru margir. Þó að Smáhamrar væru ekki í þjóðbraut, fóru fáir svo um, að þeir sneiddu þar hjá garði, flest- ir sjófarendur, er áttu leið um Steingrímsfjörð, stungu þar einnig við stafni. Ég átti þarna vinum að fagna. Voru þetta því skemmtiferðir hjá mér. Þegar til Stykkishólms var farið, lá leiðin út Skarðssströnd ýmist út að Dagverðarnesi eða Arnarbæli á Fellsströnd. í Arn- arbæli bjó þá Magnús Friðriks- son, síðar bóndi á Staðarfelli. Hann var góður heim að sækja og málreifur mjög. Varð honum tíðrætt um svaðilfarir sínar um straumrastir Breiðafjarðar. Þótti sumum kenna þar nokkurs yf- irlætis. Sumum piltum þótti nóg um ferðalögin. Töldu þau ekki vera í „faginu“. Ég fékk mér það ekki svo mjög til. Kom þar þó fyllilega bróðurparturinn í minn hlut, einkum hinar lengri ferðir. Miklar byggingar voru um hönd hafðar þau árin, sem ég var í Ólafsdal. Tafði það enn nokkuð frá jarðabótastörfum. Piltar fengu þó talsverða æfingu í plægingum og meðferð annarra jarðyrkjuverkfæra. Tel ég það þýðingarmesta verklega námið, sem þar var haft um hönd. Þegar sláttur byrjaði, sem oft- ast var heldur fyrr en annars- staðar þar í grennd, því að tún ‘var þar í svo góðri rækt, gengu allir að heyskap, sem ekki þurftu að gegna öðrum heimilisstörf- um. Þegar langt var komið tún- slætti, var liði skipt. Fór þá flest heyskaparfólk út í Saurbæ. Hafði Torfi þar part úr 4 jörðum til afnota, auk túns, er hann hafði ræktað umhverfis fjárhús, er hann hafði reist á svokölluðum Múlabökkum í landi Stóramúla. Fólki því, er út eftir fór í Saur- bæinn, var þá stundum skipt í tvo hópa. Fátt karlmanna gekk að hey-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.