Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 7
Nr. 6
Heima er bezt
167
Kristmundur Bjarnason:
HÚS SKÁLDSINS
Bólu-Hjálmar flutti að Minni-
Ökrum árið 1844, en Símon Þor-
láksson á Stóru-Ökrum mun
hafa útvegað honum verustað
þar. Jón Bjarnason, er þar hafði
búið, var þá nýlega látinn, en
Símon, sem áður er nefndur,
hafði látið hann hafa gjafabréf
fyrir jörðinni, er var upplesið á
manntalsþingi árið 1829 að
Stóru-Ökrum.
Á Minni-Ökrum vegnaði
Hjálmari illa, bæði vegna þess,
að heilsa hans var þá mjög tek-
in að bila og þar missti hann
konuna (1845), og urðu því heim-
ilisástæður allar erfiðari; auk
þess átti hann þar í eilífum úti-
stöðum við nágranna sína og
sambýlismenn. Verður sú saga
ekki rakin hér, enda hefur það
verið gert áður og bezt af sjálf-
um honum í ljóðum þeim, sem
eftir hann liggja.
Árið 1871 urðu eigendaskipti
að Minni-Ökrum, og varð þá
Hjálmar að hverfa þaðan. Þótti
honum, sem von var, illt að verða
að sæta þeim kostum. Þarna
hafði hann átt samastað í meira
en aldarfjórðung, gert nokkrar
umbætur á jörðinni, meira að
segja flutt bæ sinn til á túninu.
Hjálmar fór þess á leit að fá að
dvelja eftirleiðis sem hingað til
í kofa sínum, en fékk þvera synj-
un.
Um þessar mundir var Guð-
rún, yngsta dóttir hans, fyrir búi
hjá honum og hlynnti að hon-
um í ellinni. Voru þau nú alveg
vegalaus. En þá bar svo við þetta
vor, að Jón nokkur Jónsson, sem
búið hafði í Grundargerði frá
1869, sagði því lausu og flutti
brott, og gat Guðrún fengið kot-
ið til ábúðar. Grundargerði, hjá-
leiga frá Miðgrund, var nauða-
lélegt kot og undu ábúendur þar
illa. Næstur á undan Jóni hafði
búið þar Baldvin nokkur Jóns-
son í eitt ár. Ari kansellíráð á
Flugumýri, sem átti kotið, ritar
Ólafi bónda Guðmundssyni i
Litladalskoti um áramótin 1868
—’69, en Ólafur hafði gengið í
landskuldarábyrgð fyrir Bald-
vin, og vill Ari vita, hvað hann
hugsi sér með byggingu á kot-
inu. Ólafur svarar þessu bréfi
20. janúar 1869 og segir svo á
einum stað um kotið: „. . . því
næst álít ég því [að] sjálfsögðu
lausu, þar líf og eignir eru þar
í veði á hverri stundu ef til vill
. . .“ Hér mun Ólafur einkum
r-------------------------------^
Margt hefur verið ritað um dvöl
Bólu-Hjálmars í Akrahreppi og við-
skipti hans öll við mannfélagið.
Hér bregður Kristmundur Bjarna-
son upp nokkrum myndum, sem
ekki hafa áður komið fram í dags-
ljósið, og er ekki ólíklegt, að þeim,
sem kynnast vilja sem bezt ævi-
kjörum skáldsins, þyki nokkur
fengur að.
V-------------------------------.
eiga við það, að kotið „lá und-
ir áföllum frá Dalsá“, en hún
hafði oft reynzt hættuleg bú-
endum í Grundargerði, enda
hafði það verið og var um þess-
ar mundir kvöð á Grundargerð-
isbændum og öðrum landsetum
Ara á þessum slóðum að reyna
að koma í veg fyrir, að áin ylli
spjöllum.1) Auk þess var húsa-
kostur í Grundargerði nauða-
lélegur, jafnvel hættulegur lífi
og limum. Ekki mun Baldvin
hafa bætt jörðina, meðan hann
bjó þar, reif hann t. d. fjós, sem
fylgt hafði jörðinni, en byggði
ekki í stað þess.
Mér er ekki kunnugt um, að
!) í byggingarbréfi Jóns segir svo: „Eins
og af öðrum búendum í Grundargerði
áskilst einnig af téðum Mr. Jóni Jóns-
syni, að hann í samfélagi með öðrum,
sem það hafa undirgengist, revni til af
ýtrustu kröftum að bægja Dalsá frá að
gjöra skaða hér norður á bóginn, hvað
tilheyrir að leggja til duglegan mann,
hvenær sem reynt verður að stemma stigu
fyrir ánni . . . .“
byggingarbréf Guðrúnar Hjálm-
arsdóttur fyrir Grundargerði sé
til, en hins vegar byggingarbréf
Jóns Jónssonar fyrir jörðinni, og
tel ég því rétt að birta glefsur
úr þvi. Fjórða grein í bygging-
arbréfi Jóns er á þessa leið: „Á
móti tilhlýðilegum kvittunum
hér upp á borgi ábúandi í ár-
lega landskuld heim til mín 4,
fjóra sauði veturgamla gelda og
gallalausa og að öllu í bezta
standi í fardögum, einnig taki
það ásauðarkvígildi, er jörðinni
fylgir til eigin ábyrgðar og eft-
irgjalds í skileyri réttum með
20 — tuttugu — pundum hreins
og velverkaðs smjörs í tuttug-
ustu viku sumars árlega og skili
kvígildi þessu eins og sérhvörju
öðru jörðunni tilheyrandi við
burtför sína í fullgildu standi
eða þá með uppbót eftir skyn-
samra úttektarmanna mati.“
Fimmta grein byggingarbréfs-
ins er á þessa leið:
„Vegna þrengsla og óánægju,
er þar af kynni að verða, ósk-
ast, að ábúanddi hafi aldrei milli
fardaga og rétta ótamin hross
heima og ekki taki fleiri haga-
gönguhross, en eftir jöfnuði bæri
í tilliti til hrossafjölda á Mið-
grund.“
Hér slær Ari kansellíráð var-
nagla. Honum hefur verið vel
kunnugt um nágrannakrit
þeirra í Blönduhlíðinni og veit,
að ekki má mikið út af bera,
svo að upp úr sjóði. Þarna átti
Bólu-Hjálmar að setjast að, með
stórhættulega ána á aðra hönd,
en á hina nágranna, er áttu alls
kostar við hann, gamlan og ör-
vasa.
Eins og áður er sagt, mun
byggingarbréf Guðrúnar fyrir
Grundargerði ekki vera til, og
þess vegna óvíst, með hvaða
kjörum Guðrún hefur tekið
jörðina í ábúð, en ég tel víst, að
þeir kostir hafi verið sanngjarn-
ir, því að Ara var vel til Hjálm-
ars, eins og síðar mun sýnt
verða, og hefur hann vel kunn-