Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 12
Heima er bezt
Nr. 6
172 _ ______________________
hélt af stað til sjávar. Menn
hans fleygðu þá orfunum og
runnu á eftir honum. Flykktust
þeir um Ingjald, þá er hann sté
á land.
Hann kvaddi Teit bónda vin-
samlega, en frekar stuttlega, og
síðan hvern af öðrum. Því næst
mælti Teitur:
„Vert þú velkominn heim úr
för þinni, Ingjaldur. Þykjast
menn þig úr helju heimt hafa.
Þú munt kunna frá mörgum og
miklum tíðindum að segja?“
Ingjaldur var tregur í svörum,
sagði það eitt, sem þeir höfðu
áður heyrt, Teitur og húskarlar
hans. Þeir hættu þá að spyrja,
en horfðu mjög á tvennt, örið
þrútna á enni Ingjalds og hjöltu
og meðalkafla sverðsins, sem
hann hafði í slíðrum sér á hægri
hlið.
Ingjaldur mælti:
„Erindi á ég við þig, Teitur.“
Teitur leit til manna sinna og
sagði:
„Kippið í bátinn, piltar.“
„Einfær er ég um það,“ sagði
Ingjaldur, „og þarf ekki hálf
tylft húskarla að standa hér og
bíða þess að veita mér aðstoð um
það.“
Það hnussaði í húskörlunum,
og litu þeir ekki vinsamlega til
Ingjalds, þá er þeir lötruðu af
stað upp úr fjörunni.
Teitur mælti:
„Illa réðst það, sem ég stofn-
aði til.“
Ingjaldur leit við honum,
snöggt og svo sem spyrjandi, og
Teitur hélt áfram, án þess að
ánnarlegs hreims kenndi í
rómnum:
„Og á ég þar við utanför þína,
Ingjaldur.“
„Ekki er þér þar um að kenna.
Jón skipherra var mér vel og
mundi hafa greitt fyrir mér í
landi sínu, ef allt hefði ráðizt
eins og ætlað var. Er ég ekki
hingað kominn til þess að krefja
þig neinna bóta fyrir þá hrakn-
inga og þær meiðingar, sem ég
hefi hlotið í för minni, og gjalda
mun ég þér, þótt síðar verði,
þann kostnað, sem þú hefur af
mér haft.“
„Aldrei var það ætlun mín,“
svaraði Teitur, „að þú skyldir
endurgreiða það smáræði, og
þyki þér sem þú eigir þar skuld
að gjalda, þá greið þú hana til
guðsþakka — fátækum eður
sjúkum.“
„Vel ferst þér um þetta, og
skal svo gert sem þú mælir fyr-
ir,“ sagði Ingjaldur. „Er þá út-
rætt annað erindi mitt við þig
og komið að hinu.“
„Og hvert er þá hitt?“ spurði
Teitur og var allhraðmæltur.
„Ég mun nú freista að ráða
menn á sexæringinn og síðan
hefja róðra. Má vera, að ég fái
ekki til nema lítt hæfa lausingja,
og verður það að fara sem vill.
En uppsáturs tel ég mér þörf hér
á Skagamölum, þó að reytings-
afli sé í firðinum og kunni að
verða eitthvað fram á haust-
mánuð.“
Teitur þagði lengi og horfði á
sæ út. Hann þrútnaði í andliti
og svitnaði á enni. Loks varpaði
hann öndinni, horfði hvasst á
Ingjald og sagði allfastmæltur:
„Drengskapar vænti ég af þér
nú sem áður Ingjaldur, og skalt
þú fá uppsátrið. En það skilyrði
set ég þér, að þú gangir ekki
gyrður sverði.“
Ingjaldur greip til sverðsins,
þuklaði hjöltun og meðalkafl-
ann og mælti:
„Ég á sverði þessu að þakka
frelsi mitt og fjör, og er mér orð-
ið það mjög kært og handgeng-
ið, en gera mun ég sem þú vilt.“
1 Teitur sagði:
„Ég á sverð gott, því að ég
tamdi mér skilmingar á skipi
Jóns, vinar míns, og einnig iðk-
aði ég þær í Hamborg, en aldrei
hef ég brugðið brandi nema í
leik. Þó skil ég þig, sem hefur
stuðzt við sverð þitt í mann-
raunum, en hér er nú friður góð-
ur með öllum mönnum og eigi
tíðkað að bera vopn til daglegr-
ar iðju, þótt margur eigi hér
ennþá eitthvað það, sem vopn
megi kallast . . . En gakk þú nú
heim með mér, og mun þér þar
verða vel fagnað.“
Ingjaldur leit við honum
hvasst.
„Ekki henta mér, blásnauðum
manni, bæjasetur. Kann ég þér
þakkir fyrir velvild þína í minn
garð, og sit þú nú heill, Teitur
bóndi.“
Að svo mæltu vék hann sér
við og skundaði niður að bátn-
um.
Ingjaldi tókst að ráða unga
menn og vaska á sexæringinn.
Voru það bændasynir inn úr
firði. Hóf hann þegar róðra af
Skagamölum og sótti sjóinn yfrið
fast. Hann aflaði með ágætum,
og undu hásetarnir forræði hans
hið bezta, þó að oft fengju þeir
litla hvíld og Ingjaldur væri
löngum orðfár, en hins vegar
hvassyrtur, þegar honum þótti
eitthvað fara miður en skyldi.
Þeir félagar reru um hríð ein-
skipa af Mölunum, en upp úr
höfuðdegi hófu róðra tveir af
bátum Teits — og hinir skömmu
síðar. Fiskigengd var mikil, og
öfluðu allir vel, en Ingjaldur
miklu mest. Hömpuðu þeir því
óspart, hásetar hans, og virtist
þetta ergja mjög ýmsa af hús-
körlum Teits og raunar fleiri,
sem reru á hans útvegi. En sjálf-
ur lét hann sem ekkert væri, kom
næstum daglega og leit á hrúg-
una, þá er aflanum hafði verið
fleygt upp úr sexæringnum, og
sagði gjarnan eitthvað, sem
vakti gleði og meinlausan gáska.
Gæftir voru mjög góðar, svo
að sjaldan voru landlegur, en þó
að fyrir kæmi, að ekki væri ró-
ið, fór Ingjaldur aldrei heim að
Fjallaskaga, en aftur bar það
við, að einhverjir af mönnum
hans slöngruðu þangað.
Það var svo eitt sinn að kvöld-
lagi, þegar tekið var að skyggja,
að Teitur kom út og heyrði oian
úr húsasundi samtal milli emn-
ar af gri'ðkonum sínum og
frænda hennar, sem var háseti
hjá Ingjaldi.
„Hvort finnst þér Búi líkur
íngjaldi?" spurði hásetinn.
„Ekki fæ ég séð það,“ svaraði
stúlkan. „Hann er eygður sem
Teitur — það ber öllum saman
um — og Þorfinna gamla segir,
að hann sé mjög líkur langafa
sinum, gamla Teiti, sem hér haíi
búið fyrstur sinnar ættar."
„Undarlegt er þetta, Hildur
frænka,“ sagði hásetinn, „þar
sém það hefur verið allra manna
mál hér í firðinum, að Teitur
bóndi hafi sótt Ingjald til að
vinna það afrek, sem hann hafði
sjálfur stritazt við án árangurs
i nærfellt áratug, og síðan hati
nann sent Ingjald utan í þeim
vændum, að hann kæmi seint eða
alls ekki út hingað.“
„Já,“ mælti Hildur, „altalað er
petta, en ekki mundi það leyna
sér, að Teitur sé faðir Búa.“