Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 28
Heima er bezt Nr. 6 188 sína. — Heyrirðu nokkuð, Guðlaug? hvíslaði hann. Þau lágu bæði og hlustuðu á norðanvindinn, sem næddi um hornið á húsinu. Frostbrestir heyrðust í áttina að ánni. — Við garðinn — sagði hann. Guðlaug hélt niðri í sér andanum og hlustaði. — Þar kemur einhver á skíðum. Ef til vill er Geirþrúð- ur veik og þetta er kannske Geirmundur. Hún fór fram úr rúminu og náði að fara í pilsið um leið og einhver kom inn að veggnum. Það var komið við lásinn. — Hver er þar? spurði hún. — Fólk, sem þið þekkið, var svarað úti fyrir. Hún tók krókinn af og gægðist út. Hávaxinn maður stóð úti, ásamt litlum, skinnklæddum snáða. Það var ekki sagt mikið í stofunni hjá Guðmundi blinda þessa nótt. Guðlaug kveikti á arninum og setti pott með rófum yfir. Gamli maðurinn sat í rúminu og starði fram undan sér blindum augum. Jens sat við hlið hans og starði án afláts á pottinn, eins og hann óttaðist, að eldurinn myndi gleypa hann. Drengurinn þoldi ekki hin snöggu umskipti á hita stofunnar og frostinu úti. Hann sofnaði fram á borðið. Þegar fyrsti bjarmi dagsbrúnarinnar birtist yfir bláum fjöllunum, komu sterklega vaxinn maður og lítill drengur gangandi á skíðum suður Einidalinn. Báru þeir þungar byrðar, en gengu eigi að síður rösklega. Það var erfitt að trúa, að þetta væri sömu fél&garnir, sem reikuðu í norðurátt kvöldið fyrir. Það var eins og þeir hefðu fengið lífsþróttinn aftur á ferðinni ofan í sveitina. Kona Guðmundar blinda ætlaði ekki að trúa sín- um eigin augum, þegar hún kom út á tröppurnar einn morguninn. Hún fann þar reykt kindarlæri. — Hvað? Ertu að gráta? spurði Guðmundur inni. Og þegar Geirmundur opnaði dyrnar hjá sér þennan sama morgun, hékk löng og digur pylsa á hurðarhandfanginu. Fyrst varð hann svo glaður, að hann langaði til að æpa upp yfir sig, en þagnaði brátt, þegar hann sá skíðaslóðina suður í skóginn. Hann kastaði pylsunni í kjöltu konu sinnar. — Frá kærastanum þínum! urraði hann. XII. Fógetinn í Stören hafði ferðast fimm mílna leið til Þrándheims í þeim einum erindagerðum að bera sig upp við bæjarfógetann. Nú var útlitið í umdæmi hans svo slæmt, að það gat ekki orðið verra. Á hverjum degi komu soltnir fjallabændur inn á hlað- ið hjá honum og kvörtuðu yfir neyð sinni. Þeir voru alveg ærðir, þessir hálfvilltu menn úr fjöllunum. Hann vissi ekki önnur ráð en að beiðast hjálpar hjá bæjarfógetanum. Eitthvað varð að taka til bragðs, ef að það ætti ekki að gerast eitt eða annað ófyrir- sjáanlegt. Bæjarfógetinn hafði staðið frammi fyrir speglin- um og gengið frá hálslíni sínu. Hann sneri sér að fógetanum, yppti öxlum og sló út með arminum. Hvað gat hann gert? Kornið var uppétið og neyðin jafn mikil um allt land. Og ef kornskip kæmist gegnum varðlínu Englendinga, yrði það strax tekið og sent suður með landi til hersins. Fógetinn úr Stören hlaut að vita, að landið var í stríði. Og á stríðstímum.-------- — Já, en á það aðeins að koma niður á bændun- um, af því að danski kóngurinn vill endilega halda vináttu við Napóleon? greip fógetinn fram í fyrir honum. — Aðeins bændunum? endurtók bæjarfógetinn með hárri rödd. Hvað með þessar þúsundir sjó- manna og verkamanna, sem líka þola neyð á þess- um tímum? — Ég kom hingað til bæjarins í gær síðdegis, en þá var ekki hægt að ná tali af bæjarfógetanum. Hann var í veizlu hjá kaupmönnunum og öðru rík- isfólki. Og í gærkvöldi, þegar ég gekk hérna fram- hjá, var allt upplýst og höfðingjarnir og konur þeirra sungu og dönsuðu. Jafnvel á stríðstímum. — Bæjarfógetinn varð öskuvondur. Hann vildi gjarna beiðast þess, að hann mætti vera laus við að ósvífnir fógetar kæmu og færu að prédika sið- ferði fyrir yfirmönnum sínum. Og raunar gat það engan skaðað, þó að ríka fólkið notaði peninga sína til að skemmta sér fyrir. Það var ekki hægt að kaupa korn, hvað hátt sem boðið var. Veizlurnar hérna í bænum voru að vísu ekki til hjálpar fá- tæklingum, en gerðu þeim heldur ekki mein. Að síðustu hafði bæjarfógetinn þrátt fyrir allt tekið fram eyðublað og skrifað ávísun á sex sekki af mjöli. Fógetinn tók á móti skjalinu með bugti og beyg- ingum, en það lá við að hann stirðnaði upp, þegar hann sá hvað stóð á blaðinu. — Sex sekkir af grasa- mjöli! — Og hann leit á bæjarfógetann með augna- ráði, sem var bæði undrandi og þrjózkufullt. — Grasamjöl? spurði hann. — Já. Ágætt íslenzkt grasamjöl. Fógetinn stóð lengi orðlaus. — Grasamjöl! taut- aði hann, og nú talaði hann á mállýsku sveitarbúa. — Það er auðvitað ekki of mikið af skepnufóðri hjá okkur, en ég átti nú aðallega við mannamat. Fógetinn varð að kenna bændunum að nota mjöl- ið. Brauðið úr því var alls ekki svo slæmt, þegar hann blandaði saman jöfnu af byggmjöli, barkar- mjöli og grasamjöli. — — En brauð úr berki og grsöum eingöngu? Nú var þolinmæði bæjarfógetans að þrotum kom- in. Hvað þóttist hann vera, þessi fógeti! Stríðstím- ar og óáran gengur jafnt yfir alla. — Er mikill mosi í brauðinu sem bæjarfógetinn borðar? Nú hrópaði bæjarfógetinn á þjón sinn. Hann skyldi fá að vita hvar dyrnar voru. Slíkir ónytjung- ar, sem þessi fágeti í Stören.-------Voruð það ekki þér, sem hérna forðum rákuð húsmannsson- inn Jens Pjetur Nybraat út í gjána uppi í Kvikne- fjöllunum? Höfðuð þér ekki fengið skipun um að ná strokufanganum lifandi? Það átti að refsa hon- um fyrir uppreistartilraun. Fógetinn nam staðar í dyrunum. — Ég held, að hann hafi hlotið alveg nægilega refsingu. — Nægilega refsingu! Væri það refsing, að far- ast í eyðimörkinni? Óánægjan og uppreisnin meðal húsmannanna var jafn slæm fyrir það. Þá, fyrir sex árum, hefði fógetinn haft ágætt tækifæri til að færa uppreisnarmanninn fyrir dómstólana, svo

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.