Heima er bezt - 01.06.1954, Side 9

Heima er bezt - 01.06.1954, Side 9
Nr. 6 Heima er bezt 169 krepptir inn í lófa, og heyrnin farin, en siónina á hann eftir, og hann drepur tímann með lestri og skriftum, þegar ljós- metið vantar ekki og kuldinn leyfir, en mikinn hluta vetrar 1873 kveðst hann ekki hafa get- að skrifað staf, „því hendurnar voru allar í stokki af kulda og kaunum . . . Honum var og orðið mjög stirt um skriftir sök- um þess, hve kreppt höndin var orðin, „því nú eru ekki eftir nema tveir fingur að bera fyrir sig, því átta eru krepptir ofan i lófa,“ segir hann í bréfi frá því um vorið 1871. Þrátt fyrir „kröm og kvöl“ í Grundargerði mun Hjálmar hafa unnið öllum stundum, sem hann gat, ritað upp syrpur sínar og ort til viðbótar. í Grundargerði hafa sennilega orðið til vísur þær, sem bera nafnið Óþolin- mæði, eða eitthvað af þeim. Þar segir hann svo: Mér til ama fellur flest, fáir þar um geta. Eitt er við mig allra verst, að eg þarf að éta. Mér er orðið lífið leitt, langar til að deyja, hendur visnar, holdið þreytt, hlustir dumbar þegja. í þessum vísnabálki er líka eftirfarandi staka, sem hvert mannsbarn kann: Enginn dagur svo er seinn, að sé honum neitt til tafar, styttir hver um einn og einn áfanga til grafar. Og þessi vísa, sem lýsir Hjálmari svo vel: Hjá góðu fólki gefst mér fró, guði er skylt að þakka, en lundernið, sem lengst að bjó leyfir ekki að flakka. Hjálmar gerðist heldur aldrei flakkari, honum var jafnvel hlíft við því síðustu æviárin. Eftir tveggja ára veru í Grund- argerði fóru þau mæðgin það- an, og ræður af líkum, að Hjálm- ar hafi orðið feginn að kveðja Blönduhlíðina. Til er bréf, sem Ari kansellí- ráð á Flugumýri hefur ritað Hjálmari vorið 1873, en aldrei sent; verður nú ekki vitað um ástæðu til þess, e.t.v. er hún að- eins sú, að Ari hafi hitt Hjálm- ar eða Guðrúnu og hafi því ekki þurft að senda bréfið. Hitt er aftur á móti athyglisvert, að Ari segir þeim ekki upp kotinu, en samkvæmt venju hefði hann átt að gera það fyrir jól 1872, ef honum hefði verið það í hug, en Guðrún átti að segja Grundar- gerði lausu fyrir jólaföstu, ef hún hygðist ekki dveljast þar nema til fardaga. Slík voru ákvæðin í byggingarbréfum, sem áður get- ur. — En bréfið'er á þessa leið: Hjálmar minn góður! Ekki getur mér virzt það ann- að en mesta óráð, að Guðrún dóttir yðar yrði enn eitt ár í Grundargerði. Áður en Guðrún lét kúna frá sér og dreng sinn Þórarin,1) minntist Þorkell hreppstjóri á þetta við mig, og taldi ég það þá algjörlega á móti velsæmi félags þessa að ráð- stafa yður ellihrumum og heyrn- arlausum á árbakkanum. Nú er kýrin farin og drengurinn, sem þér þá hefðuð getað haft gagn og skemmtun af, þegar Guðrún ekki gat verið heima, húsin of köld, þó uppi tylldu, og engin von um þolanlega aðhjúkrun handa yður þar. Ég er því miklu meira en nokkru sinni áður móti veru yðar þar nú undir þessum kringumstæðum. Rétt í þessu fékk ég bréf frá amtmanni Thorberg, sem til- kynnir mér [lát] Guðlaugar syst- ur minnar. Hún sálaðist 20. maí næstl., en var fædd 12. maí 1804. Vinsamlegast, A. Arasen. Flgm. 10/6 ’73. ') Guðnin átti hann með Þórarni Ingj- aldssyni, prests á Hafsteinsstöðum. Ann- ars átti hún börn með fjórum. Mun Þór- arinn Ingjaldsson ekki hafa viljað gang- ast við þessu barna Guðrúnar — eða til þess bendir þessi vísa hennar; Yfir því hlakkar andi rninn ég þó flákki víða, að þennan krakka á Þórarinn, þó að skakki um mánuðinn. Guðrún fæddist í Bólu 13. des. 1839. Hún andaðist í Reykjavík 22. maí 1904. — Guðrún var talin stórvel gefin kona, brjóstgóð, óáleitin og dul x skapi. Þetta bréf varpar ljósi á ým- islegt. í fyrsta lagi það, að Ari kansellíráð hefur ekki talið kot- ið Grundargerði hæfa skáldinu og hefur af þeim sökum verið um geð að fá Guðrúnu það til ábúðar, enda mun það sannast sagna, að líf og eignir búenda þar hafi verið í veði, eins og áð- ur segir. Meðan Hjálmar var í kotinu hljóp áin að bænum „og bar aur og grjót yfir túnið."1) í öðru lagi er svo hér að skilja, sem sveitarstjórn Akrahrepps hafi verið farin að líta til með Hjálmari. Nú segir Hjálmar í bréfum þeim, sem áður er í vitn- að, að hann njóti ekki sveitar- styrks. í bréfi til Odds Jónsson- ar 21. marz 1871 á þessa leið: „Þótt ekki sé líklegt, þá er ég enn að berjast sjálfur fyrir mínu vesæla lífi, án þess ég hafi hér af sveit öðlazt minnstu hjálp.“ — Og í bréfi til sama manns 16. febrúar 1872 þá í Grundargerði: „en nú þekkir hann (þ.e. Akra- hreppur) mig ekki aftur og veit- ir mér enga hjálp í nokkurn handa máta.“ í bréfi frá 10. maí 1873 segir svo: „Enn er ég að reyna að berja ofan af sjálfur fyrir mínu vesæla lífi, og ætlar nú ekki að gilda lengur, og hefðu mínir atburðir (sem engir eru orðnir) náð skammt, hefðu guð ekki uppvakið ýmsa menn í fjarlægum sveitum, og jafnvel landsfjórðungum, að rétta mér hjálparhönd . . . Það hefur löngum farið tvenn-- um sögunum um það, hvort Hjálmar hafi fengið hjálp frá Akrahreppi og hvenær hann hafi fengið hana, ef því hefur verið að heilsa. Þegar Þorkell hreppstjóri ræð- ir við Ara kansellíráð, segist Ari telja það „algjörlega á móti vel- sæmi félags þessa“ að ráðstafa honum á árbakkanum. Hér hlýt- ur Ari að eiga við hreppsfélagið, en kemst svona vægilega að orði, og ekki verður heldur annað séð á bréfinu, en Hjálmar sé, a.m.k. að einhverju leyti, á vegum hreppsins. Nú er það kunnugt, að Hjálm- ar bað að minnsta kosti einu sinni um sveitarstyrk og var harðlega synjað. Er talið, að hann hafi beðið um styrk árið i) Sjá Bólu-Hjálmars sögu, bls. 169.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.