Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 13
Nr. 6 Heima er bezt 173 „Hvort mundi þá tilhæfulaust illmæli allt það, sem sagt hefur verið um tilstofnan Teits og samfarir þeirra, húsfreyju og Ingjalds?" Hildur þagði drykklanga stund, en sagði síðan og talaði nú svo lágt, að Teitur mátti vart greina orðin: „Fráleitt tel ég það og við öll, sem hér vorum þá, þótt svona hafi ráðizt um faðerni sveinsins, enda getur engum dulizt, sem hér er á heimilinu, nema ef til vill Teiti, sem sýnist sleginn ein- hverri furðulegri blindu, að hús- freyju er mjög brugðið, síðan Ingjaldur kom heim. Er hún oft viðutan og svarar út í hött, og stundum missir hún það, sem hún heldur á, ef á hana er yrt. Oft er hún líka á ferli um næt- ur, einkanlega síðan róðrar hóf- ust. Hún Guðborg hérna sagði í gær og hefur raunar margsagt, að ekki skilji hún í frænda sín- um í máli þessu. Nógu illt hafi það verið, að hann skyldi láta hjá líða að koma foreldrum In- gjalds burt frá Lambamúla, meðan Ingjaldur var hvergi nærri, en þó taki það út yfir, að Teitur skuli hafa leyft Ingjaldi uppsátur á Mölunum. Hljóti hér að draga til mikilla tíðinda og illra, heldur fyrr en síðar“. Nú kom rakki fram í húsa- sundið, sá húsbónda sinn, hljóp til hans ýlfrandi og flaðraði upp um hann. Stukku þau þá sitt í hvora áttina, hjúin ungu. Næsta drottinsdag fór margt fólk frá Fjallaskaga til tíða inn að Núpi, og sömuleiðis allur þorri vermanna. Þó fóru þau ekki, Ólöf eða Teitur, og ekki fór Ingjaldur, en hins vegar há- setar hans allir. Þennan dag sendi Teitur smalapilt sinn niður á Malir til Ingjalds og bað hann finna sig heim. Teitur stóð síðan fyrir dyrum úti og beið smalans. Hann var fljótur í ferðum og sagði Teiti, að Ingjaldur mundi koma. Smalinn staðnæmdist síðan á hlaðinu hjá Teiti. Brátt sá Teit- ur Ingjald halda í hægðum sín- um upp grundina í áttina heim að bænum. Þegar hann var kom- inn upp í túnbrekkuna, sagði Teitur við smalann: „Far þú nú inn og seg húsmóð- ur þinni, að úti bíði hennar maður, sem eigi við hana er- indi. Skalt þú síðan leggja þig fyrir og hvíla þig“. Því næst fór Teitur inn í skemmu, sem í voru geymdir reiðingar og ýmis amboð. Þaðan gat hann séð það, sem fram fór á hlaðinu. Það var jafnsnemma, að hús- freyja kom út og Ingjaldur gekk í hlað. Teitur bóndi sá, að bæði námu þau staðar jafnskyndilega. Þau stóðu síðan sem stirðnuð og störðu hvort á annað. Svo hélt Ólöf húsfreyja af stað í áttina til Ingjalds. Hún var rjóð í vöngum, bros lék um varirnar og augun hlógu. Hún sýndist yngj- ast um mörg ár. Ingjaldur var dreyrrauður í andliti, augun brunnu og brjóst hans lyftist og sé, svo að ljóst skeggið bylgj- aði. Ólöf rétti fram hendurnar, og Ingjaldur sté fæti fram til móts við hana. Þá lauk Teitur upp skemmuhurðinni. En Ólöf húsfreyja og Ingjaldur litu hvorugt þangað, sem hann var. Þau horfðu hvort á annað. Svo hvarf húsfreyja til Ingjalds, og hann vafði hana örmum. Hörfaði þá Teitur bóndi aftur inn í skemmuna. í þessum svifum lukust upp bæjardyrnar, og út kom Þor- finna kerling. Hún setti hönd fyrir augu, því að sól skein við henni. Svo gekk hún fram á hlaðið, staðnæmdist í nánd við þau, húsfreyju og Ingjald, hristi strýhærðan hærukollinn, skellti á lær og mælti skæld og brosandi: „Er sem mér sýnist? Standið þið nú hér úti á hlaði, hjóna- kornin, og faðmist eins og ný- lofaðir unglingar? Heilagri jóm- frú Maríu sé lof og dýrð. Fátt hefur verið ykkar á milli um skeið og lítil von fjölgunar, en nú munu aftur heyrast fæðing- arkvein og kornabarnshrinur í hjónahúsinu á Skaga.“ Svo vatt kerling sér við og trítlaði að bæjardyrunum. Þar sneri hún sér mót sólu, signdi sig og gekk síðan í bæinn. Þau slepptu hvort öðru, In- gjaldur á Lambamúla og Ólöf húsfreyja. Þau horfðust í augu, og húsfreyja rétti á ný fram hendurnar. Þá bandaði Ingjald- ur henni frá sér og sneri sér við, seinlega og luralega, svo sem væri hann stirðfættur öld- ungur. Síðan hélt hann af stað til sjávar, gekk í fyrstu hæg- um skrefum, en hraðaði síðan för sinni. En húsfreyja stóð og horfði á eftir honum. Allur roði hvarf henni úr kinnum, og hún skalf í svölu kuli haustsins — eins og hin gula sina í veggjum þessara húsa. Þá sté Teitur, bóndi hennar, fram á hlaðið. Hann greip í handlegg húsfreyju, en hún virtist ekki verða hans vör. Hún stóð aðeins þarna í sömu sporum, með hendurnar réttar fram til hálfs, og horfði á eftir Ingjaldi, og af augum hennar féllu tár, hrundu niður vangana og barm- inn, er bylgjaði ótt og títt, og hrukku á blágrýtishelluna, sem hún stóð á. Svo leit hún á Teit bónda og sagði, mitt á milli hláturs og ekka: „Hann er lifandi, — hugsaðu þér, Teitur, hann er lifandi!“ Teitur hrökk við. Hann lagði handlegginn yfir um herðar húsfreyju og vék henni til, og svo leiddi hann hana að bæjar- dyrunum. Hann lyfti henni yfir þröskuldinn og studdi hana inn göngin, og hún hallaði sér upp að honum, grét ekki og hló ekki og sagði ekki neitt. Og hann leiddi hana og studdi allt inn í stofuhúsið, sem var undir lofti í vesturstafni baðstofunnar. Þar settist hann á uppbúið rúm með salonsofnu brekáni, og hús- freyju setti hann hjá sér — þannig, að hann sá í andlit henni í hinni fölvu haustbirtu, sem lagði inn um skænið í glugganum. „Hlustaðu á mig, Ólöf,“ sagði hann. „Er það satt og rétt, sem fólk mælir, að ég sé faðir Búa, — að sveinninn sé svo iíkur mér, að þar sé ekkert um að villast?“ Hún hafði setið og starað fram undan sér tárvotum augum, með bros á vörum. Nú leit hún á bónda sinn, svo sem hún hefði ekki verið sér þess fyllilega með- vitandi, að hann væri þarna. Síð- an brá fyrir bliki af ótta og undrun í augum hennar, og hún mælti í furðukenndum róm: „Hvað segir þú, Teitur?“ Teitur varð skyndilega mjög ákafur. Hann greip í öxl hús- freyju, svo að hún kipptist við,

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.