Heima er bezt - 01.06.1954, Side 19

Heima er bezt - 01.06.1954, Side 19
Nr. 6 Heima er bezt 179 um fremur þurfa læknis við. Og það var satt. Það var ekki ýkja- langt síðan hún var komin á fætur, eftir að hafa fengið inflú- enzu í sjöunda sinn og ekki verið hugað líf. En Hrefnu varð ekki talið hughvarf. Hún varð fljótf vör við, að ýmsir höfðu ótrú á henni, þótt ekki væri nema af því að hún var kona. „Kvenlæknir? Ég hef ekki mikla trú á þessum kvenlækn- um“, sagði bóndi nokkur. — Búskapur þarna á sandauðnun- um reyndi mjög á karlmennsku og þol. Við hverju mátti þá bú- ast af veikluðum kvenlækni, sem vó tæp hundrað pund, en hugð- ist gegna starfi, sem til þessa hafði verið talið ærið karl- mannsverk? Hvað mundid verða úr henni úti í stórhríðunum og sandbyljunum? Bóndinn hafði líka látið spá fylgja yfirlýsingu sinni: „Hún verður aldrei lengi hér, stúlkan!“ Lítt þótti Hrefnu sjást til vegar á leiðinni til Tryon. Hún sá hjólförin og troðningana, en förunautur hennar kvað þetta vera póstleiðina sjálfa. Það er því ekki um að villast, þetta var aðalvegurinn, sem lá til fyrir- heitna landsins. Oft var staðar numið á leiðinni, því að póst þurfti að skilja eftir hér og þar. „Hæðirnar voru grænar, dásam- lega fagrar, — húsin lítil, óvönd- uð að allri gerð og sum úr torfi. En hve þeir voru rauðbirknir, bændurnir þarna, þunglama- legir nokkuð, örlátir og hjarta- hlýir. Mér féllu þeir vel í geð. Þeir virtust una glaðir við sitt, — voru konungar hver á sinni jörð. Uppskeran hafði verið góð þetta ár. Því meir sem ég ræddi við póstmanninn, þeim mun bet- ur féll mér við hann, en það var ekki alltaf þægilegt að halda uppi viðræðum ....“ Þannig farast lækninum orð, og hann heldur áfram: „Landið milli Nesbit og Tryon var ekki sérlega aðlaðandi, og það var ekki laust við, að það færi um mig hrollur og ég fór að hugsa um, að ef til vill væri það rétt, að hér væri ekki staður fyrir fnig ..... Þegar ég var komin á leiðarenda, var ég þess albúin að snúa við aftur, en fyrst ég var hingað komin og hafði greitt manninum sex dali fyrir flutninginn á mér, ákvað ég að halda áfram til bónda þess, sem mest hafði hvatt mig til að flytja til Tryon. Hús þessa gestrisna bónda var lítið, óvandað en hreinlegt. Hrein hálmdýna var í rúminu, en kassi með áklæði var í stað borðs. Þarna var líka annað borð með þvottaskál og vatns- könnu og óheflaður stóll. Mér var boðið að þvo mér og hvílast. Gestrisnin var ósvikin og hjart- anleg, ég kunni strax vel við mig og hugsaði með sjálfri mér: „Ef menntun þín er nokk- urs virði, þá á hún að gera þig hagsýna og hæfa til að laga þig eftir kringumstæðum“. Ég dvaldist á þessum bóndabæ frá föstudegi til miðvikudags, en þá var mér ekið til Tryon í gömlum bílskrjóði, sem var í meira lagi hávaðasamur og þurfti að ýta honum öðru hverju. Dagur var að kveldi kominn er við komum á leiðarenda ........ Bóndinn fór því með mig á heimili eitt í Tryon, og vorum við þar af nóttina“. Daginn eftir var hafizt handa um að útvega lækningastofu. Varð fyrir valinu veitingaskáli, sem lokaður hafði staðið. Ekki var hægt að aflæsa dyrum skála þessa, og ekki hægt að halla hurðinni aftur svo, að vel væri. Þakið lak, — en hvað um það, „ég var í atvinnu- og ævintýra- leit, og hví skyldi ég þá vera að kvarta?“ Þreklegur hundur sett- ist að þarna hjá henni, og áð- ur en langt um leið, kvöddu tveir kettir dyra, og voru þeir teknir í fóstur. Samkomulag með þessari þrenningu var hið bezta. Læknirinn varð að byrja á því að þvo allt hátt og lágt og hreinsa til. Húsgögnin voru borð og stólar veitingastofunnar, en þarna hafði aðallega farið fram íssala. Skilrúm var í stofunni, og gat hún leynzt á bak við það, er hún var þreytt og vildi hvílast. Fyrsta sunnudaginn, sem hún var í Tryon, var hennar vitjað. Sjúklingurinn var óðalsbóndi og þjáðist af innvortis kvölum. Hrefnu leizt ekki á.þlikuna. Hún hafði lítið af læknisáhöldum og læknislyfjum við höndina, því að taska hennar var enn ókomin! Hún hafði sent eftir henni dag- inn áður. Lyfjabúðin var í Stapleton, en þangað voru fjöru- tíu og fimm kílómetrar. Hún fór og vitjaði sjúklingsins og gaf honum eitthvað kvalastillandi og hjúkraði honum, og kom sér nú vel, hve mikla æfingu og þekk- ingu hún hafði í hjúkrunarstarf- inu. Maðurinn hresstist brátt, og varð ákaflega hrifinn af lækni sínum. Þegar lyfin komu loksins, tók hún til óspilltra málanna við lyf- og skurðlækningar. Drengur, sem hafði handleggsbrotnað kom til hennar. Hún svæfði hann og gerði við brotið. Fleiri og fleiri komu til að fá bót meina sinna, en karlmennirnir létu þó ekki sjá sig fyrr en í fulla hnefana. Þeir höfðu enga trú á kven- lækni. En um sumarið varð 72 ára gamall maður fyrir því slysi, að lenda fyrir sláttuvél og stórskaðast. Hann hafði misst stjórn á vélarhestunum, fallið af vélinni og dregizt með henni. Herðablaðið annað var brotið, vöðvar höfðu höggvist og tætzt og samfara þessu þjáðu hann ákafar blæðingar. Hrefna saum- aði saman sár mannsins og græddi þau, hjúkraði honum með nákvæmni og sagði heimilis- fólki fyrir um, hvernig stundda bæri sjúklinginn. Þessi lækning varð til þess, að allir luku lofs- orði á lækni sinn, enda tókst lækningin með þeim ágætum, að sjúklingurinn var orðinn hinn hressasti eftir mánuð. Vetrarhörkur eru oft miklar þarna og snjóþyngsli, en oft sandrok, þegar snjólaust er, en fyrsti vetur Hrefnu þarna var einhver sá allra harðasti, er komið hafði þar um slóðir í manna minnum. Það var nótt eina um háveturinn, þegar veð- urofsinn var hvað meí.tur og grenjandi stórhríð, að hringt var til Hrefnu frá bónda, sem átti heima tólf kílómetra leið frá Tryon. Kona hans var í barns- nauð. Hrefna var fús að fara, en sonur bónda brauzt til Tryon um nóttina með hesta, en tvær stundir var hann á leiðinni. Hann náði síðan í lækninn, gaf hestunum lausan tauminn í trausti þess, að þeir rötuðu heim til sín, því að sjálfur treystist hann ekki til þess. Allt fór þetta vel, og læknirinn kom nógu snemma á vettvang. Barnið

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.