Heima er bezt - 01.06.1954, Síða 20
180
Heima er bezt
Nr. 6
lifði, og hin börnin, sjö talsins,
sem fæddust þessa hríðardaga.
Fyrsta árið dó enginn sjúkl-
ingur hjá Hrefnu, og aldrei
skoraðist hún undan að koma,
hvenær sem hennar var vitjað.
Fólkið skildi, að því væri óhætt
að leita til hennar, hvernig sem
á stóð, og jafnframt að það þurfti
ekki að hafa áhyggjur út af því,
þótt greiðsla drægist.
Upphaflega ætlaði Hrefna sér
ekki að verða mosavaxin þarna.
Þau hjón fóru til Kaliforníu og
voru þar um skeið, en ætluðu
síðan að setjast að annars stað-
ar í Nebraska. Voru þau komin
á járnbrautarstöðina og fengu
þar síðasta póstinn frá Tryon.
Þar grátbáðu héraðsbúar hana
að hætta við burtflutninginn.
Hrefnu snerist þegar hugur og
spurði mann sinn, hvort ekki
mundi líka þörf fyrir lögfræð-
ing i Tryon. Maður hennar hló,
skildi vel, hvað hún fór, og hún
þurfti ekki að hafa fyrir því, að
biðja hann að skila farmiðunum
aftur. Hann gerði það ótilkvadd-
ur.
Oft skýtur í tvö horn með
álit almennings á lækni sínum,
sumir hefja hann til skýjanna,
aðrir telja honum alls varnað.
Fer þetta nokkuð eftir því, hvort
læknir hefur verið „heppinn“
með sjúklinga sína, því að ekki
ráða læknar alltaf lífi og dauða,
þótt snjallir séu, og þeim mis-
tekst auðvitað oft eins og öðrum.
Um Hrefnu er það að segja, að
hún naut almennrar viðurkenn-
ingar og gekk þetta svo langt, að
sumir töldu jafnvel, að enginn
karlmaður gæti á við hana jafn-
ast í læknislistinni. Þótt hér
gætti mikilla öfga, sýnir þetta
eigi að síður, að Hrefna hefur
verið ágætur læknir, því að lækni
þarf ekki að mistakast oft til
þess að fólk missi traust til ,
hans. — Kona nokkur hafði leg-
ið fyrir dauðanum. Læknir var
sóttur — karlmaður —, og hann
kvað upp þann úrskurð, að hún
mundi alls ekki lifa af holskurð.
Þá var Hrefna — dr. Harriet
McGraw, eins og hún var nefnd
— sótt, og hún lýsti því yfir ó-
hikað, að sjúklingurinn mundi
tvímælalaust deyja, ef holskurð-
ur væri ekki gerður á henni
þegar í stað. Og hún lét ekki við
þetta sitja, heldur gerði hún
skurðinn umsvifalaust, og tókst
hann með þeim ágætum, að kon-
an komst til fullrar heilsu.
Um Hrefnu sjálfa er það að
segja, að heilsa hennar batnaði
mjög, þó var hún aldrei heilsu-
hraust, en héraðið afar örðugt.
Sjálf segist hún ekki hafa þor-
að að gera sér fullljósa alla örð-
ugleikana fyrstu árin þarna.
Hún var hrædd um, að henni
mundi verða það um megn, og
aldrei hvarflaði að henni, að hún
stofnaði sér oft og einatt í bráða
lífshættu. „Ég var læknir, og
læknar mega aldrei halda að sér
höndum og fara að hugsa um
eigin velferð,“ segir hún sjálf. —
Sjúklingarnir streymdu til henn-
ar, þjáðir af hvers konar kvill-
um, margir urðu fyrir slysum
hvers konar, og enn aðrir þjáð-
ust af illkynjuðum innvortis
sjúkdómum.
Maður nokkur daufdumbur
varð þrívegis fyrir slysum. Fyrst
varð hann fyrir því slysi að lenda
með andlitið of nærri sög, sem
tætti kinn hans og gagnauga. í
annað sinn handleggsbrotnaði
hann illa í bílslysi, og í þriðja
skiptið féll hann niður af palli,
braut í sér nokkur bein og fór
úr liði um ökla. Hann komst til
fullrar heilsu eftir allar þessar
hrakfarir, kenndi sér einskis
meins — og bar ekki nein sjá-
anleg merki slysa sinna.
Annar maður varð fyrir því
slysi, að það sló hann hestur í
andlitið, með þeim afleiðingum,
að holdið tættist sundur. Hrefna
saumaði saman sár hans og
gerði að þeim að öðru leyti, og
tókst með ágætum. Ekki vildi
karl þessi láta svæfa sig eða fá
til aðstoðarmann, þá verið var
að búa að sárum hans, taldi al-
óþarft að leggja í nokkurn slík-
an kostnað!
Einhverju sinni var Hrefna
kölluð út undir morgun til þess
að líta á mann, sem hafði orðið
fyrir slæmri byltu, höggvið sund-
ur hægri fótinn og snúist úr
liði. Hrefna gerði allt, sem hún
gat, til þess að koma manni þess-
um til North Platte til gegnlýs-
ingar og sjúkrahúsvistar. En það
var ekki við það komandi. Hrefna
annaðist því um hann — og kom
honum til fullrar heilsu aftur.
Sama daginn var hún sótt til
manns, sem hlotið hafði svöðu-
sár mikið við hálsslagæðina.
Saumaði hún sárið saman, og
voru það fjórtán stungur. Hún
skipaði bróður hans að gefa hon-
um klóróformið, en þá tókst ekki
betur til en svo, að það leið yf-
ir hann, svo að Hrefna mátti sjá
um það sjálf. Um kvöldið þenna
dag var komið með dreng, er
fengið hafði svæsna lungna-
bólgu. Móðir hans hafði látið
flytja hann um fimmtíu kíló-
metra leið. Hún tók bæði móður
og son á heimili sitt, og þar voru
þau, unz drengnum batnaði.
„Ég gæti tínt til ótal dæmi frá
þessum læknisárum, — ótal ó-
trúlegustu dæmi,“ segir Hrefna.
„f þrjátíu og sex klukkustundir
var ég einu sinni yfir konu í
barnsnauð, með ógnvæna hættu
og dauða á næsta leiti við mig.
í stórhríðum hefur mig næstum
fennt í kaf. Ég hef oft orðið að
vaða skaflana upp undir hend-
ur. Ég hef orðið að liggja úti í
hríðarbyljum, einnig orðið að
láta fyrirberast úti á víðavangi
klukkustundum saman sökum
sandstorma. En í kvikfjárrækt-
arlandi má alltaf við slíku búast,
og okkur fer bezt að glotta að því
og bera allt slíkt möglunarlaust."
Einu sinni í blindhríð var hún
sem oftar beðin að vitja konu í
barnsnauð, en ökumaðurinn
hennar, sem hafði heitið henni
liðveizlu sinni, hvort sem það
væri að nóttu eða á degi, neitaði
að fara, kvað það sjálfsmorð.
Hún skipaði honum þá að leggja
á hestana og hafa allt tilbúið,
fór síðan ein síns liðs, og allt
gekk vel. — í marzmánuði árið
1927 gerði sem oftar aftaka hríð-
arveður, og voru allir hinir svo-
nefndu vegir dögum saman ó-
færir, en flestir kusu að vera
sem mest innan dyra. Póstferðir
stöðvuðust, en í rúmlega fjöru-
tíu kólímetra fjarlægð beið kona
í barnsnauð eftir lækninum.
Klukkan um þrjú að nóttu lagði
Hrefna af stað í bifreið, er ung-
ur maður ók. Voru nú þræddar
allar hæðir og hálsar, þótt krók-
ótt væri. Járnklippur hafði mað-
urinn með sér, og klippti sund-
ur alla strengi, í hvert sinn er
hann kom að gaddavírsgirðingu.
Fennfergi mikið var í öllum
lægðum, og þar sem ekki varð
ekið eftir rindum, urðu þau að
moka sig áfram eftir drögunum.