Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 8
168 Nr. 6 að að meta, hvílíkt andlegt of- urmenni hann var. Hér á eftir fer svo úttekt sú, er fram fór, er Guðrún tekur við jörðinni. Úttelct Grundargerðis 1871. „Ár 1871,'þann 12. júní, vorum við eftirskrifaðir til staðar á Grundargerði eftir hlutaðeig- anda tilmælum til þess að. upp- skrifa og úttaka þau hús. sem nefndri jörðu, Grundargerði, fylgt hafa og fylgja eiga og Jón Jónsson nú afhendir, en Guðrún Hjálmarsdóttir við tek- ur, og fyrirfundust jarðarinnar hús sem eftir fylgir: 1. Baðstofa á lengd 6 ál., á breidd 3 ál.1^ með 6 stoðum og 2 bitum, lausholtum til beggja hliða, á auknum þremur sperr- um, þremur langböndum á hlið, reisifjöl til beggja hliða, mæni- tróða brotin við sperrur. 1 gluggi er með 4 rúðum og gluggtrogi og 2 eru með 2 rúðum, þar af 1 heil. f vesturenda baðstofu er engin grind svo sem á 1V4 ál. bili, sem er reft á stofuvegg. Gallar á viðum eru: stoð í aust- urenda fúin, en hinar brúkandi, 2 eða 3 raftar eru burtfallnir í vesturenda. Fyrir dyrum er hurð á járnum við stafi, en vantar þrepskuld. Veggur að sunnan og vesturstafn stæðilegir, en aust- urstafn er snaraður og skot- fallinn og moldrunninn, en norð- ur hliðveggur er óstæðilegur á parti í vesturenda allt að bað- stofudyrum og að öðru leyti slæmur með köflum. Þak á suð- urhlið ónýtt. — Álag 13 rd. að að meta, hvílíkt andlegt of- 2. Búrhús, á lengd 3 ál. og kvartil, á breidd 3 ál. með 2 bit- um og dverg á undir einlægum ás, að öðru leyti er húsið reft af hliðveggjum á mæniás með gömlum viði og sumpart fúnum, en þéttreft og sýnist ekki svo óstæðilegt. Við inngang hússins eru 4 fjalir frá bita niður í gegn og 2 stoðir undir; hurð á járn- um við stafi með hespu og keng, en torfstafn enginn. Vegg- ir sýnast allvel stæðilegir nema á austurstafni, er mulið úr að ofan. Álag 3 rd. l) í úttekt, sennilega frá 1868, er hæð baðstofu talin 3t/2 alin. — K. B. Heima ER BEZT 3. eldhús; lengd 4 ál., breidd breidd 3 ál með 1 bita og 2 dvergum undir 2 ásum; að öðru leyti þver- og langreft af göml- um spýtum, en brúkanl. Fyrir dyrum er hurð á járnum við stafi, léleg, krækt aftur með 2 röftum yfir dyrum. Úr norðari hliðvegg er inngangur í kofa, sem ekki er jarðarhús. — Álag 6 rd. — Norðurhliðveggur er óbrúkandi og stafnar báðir inn- signir. Þakið er mjög lélegt. 4. Göng frá baðstofu til fremri skellidyra 5 y4 al. á lengd, li/2 al. breidd. Á þessum parti gangnanna eru 2 hurðir við stafi á járnum, báðar lélegar og fremri dyraumbúningur líka, með fáeinum smáspýtum yfir dyrum. Veggur að vestan fram er hlaðinn að nokkru leyti af grjóti, sem er sumpart úr fall- ið og má veggurinn heita óstæði- legur á parti. Göngin frá fremri skellidyr- um til útidyra 4 ál. á lengd, breidd 1 al. og 15 þuml. með tvennum sperrumyndum og mænitróði, reft af veggjum á mænutróðu með nokkrum smá- röftum, sem þó eru sumpart úr fallnir. Fyrir dyrum er hurð á járnum við dyrastafi með járnloku og klinku; sín fjöl er hverju megin dyra og 4 fjalir yfir og vind- skeiðar. Veggur að norðan snaraður og mjög lélegur, en að sunnan fram nokkuð stæðileg- ur. Þak brúkandi í bráð. Álag 6 rd. 5. Fjárhús upp á velli, tekur nú 20 kindur;1) með 6 stoðum og 13 máttarröftum á báðum hliðum, að öðru leyti þver- og langreft af sæmilegum viði með sæmilegum garðaumbúningi. Veggir eru gamlir og skotfalln- ir, af því húsið hefur verið minnkað, eftir því sem fyrri úttekt sýnir og settur stafn á tóftina og hesthús fram af. Þá er í milligangi húsanna 4 stafir lélegir, 2 dyratré og 3 raftar yf- ir. 1 hurð á járnum með hespu og keng. Álagið á húsið er grundvallað á því, sem vantar upp á stærð þess eftir fyrri út- tektum. Einnig eru veggir, helzt l) Það tók 36 kindur, er Jón Jónsson tók við jörðinni. — K. B. að utan, mjög lélegir. Álag á húsið 10 rd. Er þá allt álagið 38 rd. Fráfarandi tilkynnir, að af þeim 32 rd , sem við úttektina af 6ta júní 1869 var lagt ofan á jarðarhúsin í Grundargerði, hafi hann tekið við 9 rd., hvað jarð- areigandinn líka hefur viður- kennt. Upp í álagið hefur frá- farandi borgað nú strax 5 rd. 16 sk. Úttektarmenn: J. Jóhannesson, Ó. Ólafsson. Fráfarandi: Jón Jónsson. Viðtakandi: Guðrún Hjálmarsd. Eftir því, sem frá hefur verið sagt hér að framan, var enginn ofsæll af því að hírast í Grund- argerði, en það er lakur skúti, sem ekki er betri en úti. En ann- að húsnæði mun ekki hafa til greina komið svo snauðu fólki. Hjálmar segir sjálfur, að sér hafi hvergi verr vegnað en þar. — „Hefi ég þennan vetur bágast- an lifað um ævi,“ sagir hann í bréfi til vinar síns og velgjörðar- manns, Odds Jónssonar, 10. maí 1873. Og hann heldur áfram: „Ég hefi orðið að þola hörmu- legan húskulda, sem mér er svo banvænn, og verið allur sárum og kaunum þakinn, líka stund- um orðið að þola skort, sem mér hefði verið léttbærari, hefði mér verið nógu hlýtt, að ég nefni ekki ýmsa óánægju, sem ellinni fylg- ir. Þær þrjár fylgikonum mínar, syndin, gigtin og ellin, ganga mjög hart að mér . . . .“ í öðru bréfi, til Björns ritstjóra Jóns- sonar á Akureyri, segir hann svo 16. febrúar 1872: „Nú er skipt um heimilisnafn fyrir mér, hraktist ég á næstliðnu vori frá Minni-ökrum eftir 27 ára þar- veru og í kotgreni þetta, svo sem i húsaskjóli hjá Guðrúnu, dótt- ur minni, og hefi hér verið kval- inn í óyndi og hlotið að þola hér flest illt, einkum í vetur, bæði óþreyju, húskulda, ljósleysi og stundum atvinnuskort, en jafn- an verið tóbakslaus . . . . Ég er búinn að dvelja í Akrahreppi 54 ár og greiða honum ærið mörg fiskvirði, meðan ég gat, en nú þekkir hann mig ekki aftur og veitir mér enga hjálp í nokkurn handa máta.“ Þegar hér er komið sögu fyrir Hjálmari, eru fingur hans

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.