Heima er bezt - 01.06.1954, Page 4

Heima er bezt - 01.06.1954, Page 4
164 Heima er bezt Nr. 6 skap auk skólapilta, því vinnu- menn voru ekki nema 1—2 á bú- inu. Kaupakonur voru stundum 2—3, auk vinnukvenna, sem gengu að heyskap, nema þær, sem sinntu þjónustubrögðum og matgerð. Hafði þar hver sitt starf. Engi voru góð á þeim jörð- um, sem Torfi hafði undir í Saurbænum. Hann hafði mikið bætt Belgsdalsengjar með áveitu, en á Hvoli og Staðarhóli flæddu árnar yfir í vatnavöxtum á vor- in og báru svo á, að oft var mik- ið gras, einkum á Hvolsengjum. Nokkuð af Saurbæjarheyskapn- um var reitt heim að Ólafsdal, en sumt var reitt að á Múla- bakka. Þar voru vanalega fóðr- aðar um 200 ær og nokkuð af hestum. Dráttarhestar voru fóðraðir heima, því að þeir voru mikið notaðir að vetrinum, bæði við heimastörf og til ýmissa að- drátta. Á Eyrunum niður við sjó- inn voru fjárhúsin yfir það fé, sem heima var fóðrað. Þar var allstórt tún komið. Fjárbeit var góð í dalnum og út til hlíðanna beggja út og inn með firðinum. Venjulega var tekinn vetrar- maður til þess að hirða féð heima. Meðal þeirra var Páll Stefánsson frá Þverá, síðar stór- kaupmaður, er var hjá Torfa í tvo vetur. Hiöður voru yfir all- an heyskap, en vothey var ekki verkað þar þau árin, sem ég var í Ólafsdal, enda sæmileg nýting heyja bæði sumrin. Reitt var á 10—12 hestum, þegar hey var flutt heim úr Saurbænum. Fór Torfi sjálfur með hestana og hafði ungling með sér. Hestarn- ir voru alltaf reknir. Þegar taða var flutt, voru hafðir gisnir strigapokar, sem settir voru fyr- ir nasir og munn og bundnir upp yfir höfuðið, svo að hestarnir rifu ekki úr böggunum. • Að loknum haustönnum hófst hin bóklega kennsla. Piltar áttu að vera komnir í kennslutíma klukkan 8 að morgni. Einnig voru tímar seinnipart dagsins suma daga vikunnar. Frá hádegi til klukkan 4 voru eins og fyrr er sagt piltar við ýms verkleg störf. Torfi var þá sjálfur í smiðju og einn eða fleiri piltar með honum, þeir er bezt voru lagtækir. Þá tók hann alltaf einn smið lengri og skemmri tíma hvern vetur sér til hjálpar. Mest voru það ýms jarðyrkjuverkfæri, sem smíðuð voru, svo sem: plóg- ar, herfi, hestarekur, kerrur, ristuspaðar, öll járn á aktygi o. fl. Ekki unnu piltar að fjár- hirðingu nema stundum við kúa- hirðingu. í Ólafsdal var á vist gamall maður, sem hafði að nokkru leyti fjósaverk á hendi. Þegar hér var komið, var honum nokkuð farið að fatast í störfum, meira en hann sjálfur vildi viðurkenna. Vildi húsfreyja ekki slá á þann metnað gamla mannsins. Bað hún okkur pilta að sjá svo til, að hann yrði sem minnst var við, þó að við tækjum þar til hendi, sem umbóta var þörf. Á kvöldin áttu piltar að sitja að lestri til undirbúnings næsta dags. Þá var Torfi í skrifstofu sinni, þegar ekki voru gestir eða aðrar annir. Svefnhús pilta og skólastofur voru á efri hæð hússins. Einnig skrifstofa og nokkur svefnher- bergi, en á neðri hæðinni voru gestastofur, borðstofur, eldhús og vinnustofa kvenna. Þar var ríki húsmóðurinnar; var þar kappsamlega unnið að tóskap. Mikils þurfti við til vaðmála og plagga. Margir skólapiltar keyptu tilbúin föt úr „Ólafsdalsvað- máli“. Húsbóndinn og aðrir karl- menn klæddust heimaunnum fötum. Niðri í kjallara var vef- urinn sleginn, hvar sem var, alls staðar líf og starf. Um hverja helgi var tekið saman yfirlit um hin ýmsu störf heimilisins, sást þá nokkurn veginn, hversu mik- il vinna gekk til hverrar starfs- greinar. Piltar tóku saman þetta yfirlit, en Torfi færði það allt „til bókar“. Félagslíf var gott meðal pilta og annars heimilisfólks. Mátti það frekar teljast eitt heimili en heimili og skóli. Vann þar hver sitt verk, þó svo, að eitt greip í annað og myndaði eina starfs- heild, þar sem vinnugleði og af- kastametnaður setti svip á heim- ilið. Skólinn átti bókasafn nokk- urt. Piltar héldu út skrifuðu blaði, sem út kom vikulega að vetrinum. Var það lesið upp á helgum. Að vetrinum voru mál- fundir meðal pilta um hverja helgi. Kennarar voru oftast á þeim fundum. Mestur fengur var okkur piltum það, þegar Torfi kom því við að sækja fundina. Henn veitti góða úrlausn mála, þótt ekki væri vel í hendur búið af piltum. Brá hann oft fyrir sig gamni og uppörvaði pilta þá, er höfðu sig minna í frammi. Hon- um var létt um mál, rökfastur og sannfærandi. Húslestrar voru lesnir á vetrarkvöldum og stund- um á sunnudögum á sumrum. Það tel ég, að húsbændum væri kærara að fólk rækti þessar stundir. Enginn var þó þvingað- ur að óvilja hans. í þeim efn- um ríkti hæfilegt frjálslyndi sem annars staðar. Um helgar, að vetrinum, kom unga fólkið oft saman að skemmta sér. Líka um hátíðar. Þó held ég, að mest hafi verið haldið upp á sumardaginn fyrsta. Þá áttu allir frí frá störfum, eft- ir því, sem við var komið. Var það engin tilviljun, að húsráð- endur í Ólafsdal fögnuðu mest sumarkomunni með hækkandi sól og vaknandi vonum, er gef- ur fyrirheit um hið gróandi líf. Fyrir kom, að piltar tuskuðust innan veggja. Kom þá stundum kall frá húsbóndanum: „Strák- ar, fljúgist þið á úti.“ Færðist þá oft leikurinn á þann vett- vang. Nokkuð voru iðkaðar glímur. Fyrri veturinn, sem ég var í Ólafsdal, var Torfi ekki heima frá því í janúar fram í maí. Hann fór til útlanda að greiða fyrir og útvega kembingarvélar, sem settar voru upp í Ólafsdal sum- arið eftir. f hans stað kenndi Guðmundur Bergsson, síðar póstmeistari. Hann var gamall lærisveinn Torfa, og hafði síðar farið á Möðruvallaskólann. Hann var góður kennari, vel að sér í öllum bóklegum fræðum, er þarna voru kennd. Skólahúsið var þá nýbyggt. Var eftir að laga til umhverfis það, svo og gera við heimreið. Torfi sagði fyrir um það áður en hann fór, svo að hafist var handa strax um vorið. Fyrir verkum sagði þá að mestu utan húss Benedikt Magnússon frá Tjalda- nesi. Hann var annar kennari við skólann. Góður maður og gegn, hvers manns hugljúfi, ekki harður í kröfum við pilta, en hann var svo vel látinn, að flest- ir vildu gera honum að skapi. Þegar Torfi var að brjótast í

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.