Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 21
Nr. 6 Heima er bezt 181 Um tíuleytið um morguninn komst Hrefna á leiðarenda, en þá var svo komið, að hún taldi vafamál, að konan gæti fætt heima, eins og þar var ástatt. Hún bjó konunni því rúm í bif- reiðinni og ók með hana í for- aðsveðri til Tryon, en þangað var komið um kvöldið. Heima hjá Hrefnu fæddist svo stúlkubarn, en Hrefna annaðist um móður og barn, meðan þau voru að ná sér. Bæði lifðu þau, og var telp- an látin heita í höfuðið á Hrefnu — kölluð Harriet. Ég mun hér aðeins greina frá einu atviki til viðbótar, atviki, sem varpar nokkru ljósi yfir læknisferil Hrefnu Finnboga- dóttur. Hún segir sjálf frá: „Fellibylurinn, sem gekk yfir nágrenni Tryon 22. maí 1923, kom eins og venjulega án þess að gera boð á undan sér. Ég stakk upp á því við gest, sem hjá mér var og átti heima í fimm kílómetra fjarlægð, að hann hinkraði svolítið við, því að mér þótti furðu sæta, hve snögglega hafði dimmt og taldi því rétt að bíða og sjá, hverju fram yndi. Við sátum kyrr í nokkrar mín- útur, og um kl. 4.50 kveiktum við. Klukkan 5.15 kom maður í heimsókn, bað hann mig að koma fljótt og skoða eitt fórn- arlamb fellibylsins, sem hafði verið borið inn í prestshúsið, sem var nær fellibylssvæðinu en heimili mitt. Og þá hófust ósköpin. Slasaðir, dánir og deyj- andi voru nú fluttir þarna inn jafnskjótt og þeir fundust. Með- an ég var að hlynna að deyjandi móður, sem var bókstaflega sandi orpin, augu, munnur, nef, hár og líkaminn allur fullur af sandi, og með gapandi sár á fæti, voru tvö látin börn henn- ar borin inn með brotnar höfuð- kúpur og beinbrotin. Átta manns létust þegar, er hvirfilbylurinn gekk yfir, en einn síðar. Á heimili,prestsins sá ekki í gólf eða rúm fyrir blóði, ryki og sandi. Sökum beljandi rigningar, sem fylgdi í kjölfar hvirfilbylsins,. myrkurs og flóða á vegum, voru ferðalög öll stór- hættuleg, og það var ekki fyrr en klukkan þrjú um nóttina, að læknar frá næstu bæjum komu á vettvang. Er ég hafði gert að sárum þeirra, er slasazt höfðu í Tryon og falið þá hjúkrun æfðrar hjúkrunarkonu, var ég beðin að fara til bóndabæjar þrettán kiló- metrum norðar, en þar voru fjögur fórnarlömb hvirfilbylsins, en bróðir bóndans þar hafði átt fallegt heimili í nokkurra kíló- metra fjarlægð, en nú stóð þar ekki steinn yfir steini, en heim- ilisfólkið slasað flutt til þessa bóndabæjar, sem ég var kvödd til. Ég skoðaði hina fjóra slösuðu, ungan mann með gapandi sár á maga, brotin bein og flakandi sár hér og þar. Hann lézt. Kona bóndans, með munn, nef, augu og hár fullt af sandi, brotin rif- bein og ótal sárum særð, fékk þegar aðhlynningu. Maður hennar, sem einnig var marinn og skorinn og með annað augna- lokið niður á kinn, fékk skjóta hjálp, sár hans saumað saman og að honum hlynnt að öðru leyti. Þótt hjálparlið mitt væri óþjálfað, komust þau hjónin til heilsu aftur. Læknir frá næsta þorpi kom nógu snemma til þess að gera að tognun í fæti eldri sonarins og aðstoða fjölskyldu á næsta taýli. Sökum þess, að heimili prests- ins var fullt af sjúklingum, bauð ég honum og vinafólki hans að vera heima hjá mér það, sem lifði nætur. — Klukkan hálf- fimm um nóttina höfðum við tekið á okkur náðir, en rétt í sama mund var ég beðin að koma til konu, sem væri að ala barn . . . .“ Það ræður að líkum, að Hrefna hafi þurft að vanda til skjól- fatnaðar síns, og hún gerði það líka. Hún gekk í háum skóm eða eins konar stígvélum, þegar illa viðraði, en í stlgvélunum hafði hún inniskó klædda gæruskinni. Að ofanverðu var hún í stakk úr hrosshúð með loðskinnshúfu á höfði, en flónelsgríma huldi and- litið til varnar kali, en á henni voru opn fyrir augu, nef og munn. Það hefur því verið eins konar lambhús- og Mývatns- hettugerð á höfuðfatinu. Hrefna og maður hennar munu hafa verið búsett í Tryon í tuttugu ár eða þar um bil. Ár- ið 1937 fluttu þau hjónin þaðan til North Platte, en Hrefna fór eftir sem áður í sjúkravitjanir til Tryon, er hún var beðin að koma, og lækningastofu opnaði hún í North Platte. Henni þótti leitt að verða að flytja frá Try- on, yndislegasta fólkinu, sem hún hafði kynnzt, en heilsu hennar var mjög farið að hraka, eins og að líkum lætur, því að komin var hún á sjötugsaldur. Sumir kunna að ætla, að all- ur áhugi Hrefnu hafi beinzt að lækningum og hjálparstarfsemi, en svo var ekki. Hún átti mörg áhugamál og vildi ekki láta neitt mannlegt vera sér óviðkomandi. í tómstundum sínum fékkst hún til dæmis við ljóðagerð, orti lýr- isk’ ljóð á enska tungu, en hún hafði alltaf verið ákafur unn- andi fagurra mennta. Hún tók og mjög þátt í öllu félagslífi, tal- aði í útvarp og á mannfundum. Hún hafði gaman af að ferðast og kynnast fólki, kynnast við- horfum þess til lífsins, en mann- þekkingu taldi hún eitt bezta veganesti læknisins. Hún var í stjórn ýmissa stofnana, félaga og félagasamtaka, og kepptust ýmis félög við að heiðra hana. Framan af var starfi hennar ekki veitt mikil athygli út á við, en smám saman fóru þó að sí- ast út fréttir um þessa merkilegu konu, og það er að minnsta kosti hátt á þriðja áratug síðan farið var að minnast hennar í bandar- ískum blöðum. En árið 1939 varð hún þjóðkunn um öll Banda- ríkin og raunar víðar, en hinn 11. janúar það ár bauð forseta- frú Roosevelt henni í heimboð til Hvíta hússins. Hrefna þá boð- ið, og var þá ekki að sökum að spyrja, blaðamenn settust að henni, svo og ljósmyndarar, og fékk’ hún upp frá því aldrei full- an frið fyrir aðsókn þeirra, en hún tók því öllu vel, enda ekki við öðru að búast af lækninum, sem ávallt hafði opið hús í Try- on, ef einhver vildi líta inn. Margt annað stórmenni varð til þess að votta henni virðingu sína og viðurkenningu. Einnig hefur Elma Holloway ritað um hana í bók sinni Umsung heroes, ásamt fjórum konum öðrum. íslendingur vildi Hrefna alltaf vera og gat jafnan uppruna síns og þess, að hún ætti íslenzkum þjóðarmetnaði frama sinn mjög að þakka. íslenzkri tungu

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.