Heima er bezt - 01.06.1954, Qupperneq 23
Nr. 6
Heima er bezt
183
Hri
Hringhendan er öllum brögum
/vinsælli — og er það verðugt.
Hún er gerð úr ferskeyttum
hætti, þannig að rím er í öðrum
braglið hvers vísuorðs, það heit-
ir miðrím. Eldra tilbrigði er að
miðrím sé í frumlínum aðeins.
Samhenda var ort hringhend
löngu fyrr en ferskeytt, sá brag-
ur nefnist hagkveðlingaháttur.
Einnig var stikluvik ort hring-
hent á seytjándu öld, en þríhent
fyrr. (Til skýringar þessum orð-
um verð ég að vísa í Bragfræði
mína).
Elzta vísa sem ég þekki með
hringhendum hætti ferskeyttum
er eftir Stefán Ólafsson í Valla-
nesi, ort árið 1636, eða fyrr, úr
ljóðabréfi til sr. Eiríks Ketilsson-
ar í Vallanesi:
Minn er óður ekki skýr
eða góður fundinn,
þeygi fróður, raunar rýr,
reiknast móður, bundinn.
í ljóðabréfi frá sr. Eiríki, til
Stefáns er hringhend vísa, og
miklu dýrari þó; ort um 1640:
Gæði, hróður svinni senn,
sendist bróður þýði,
kvæði sjóður inni enn
endist, þjóðir hlýði.
Elzta hringhenda, sem ég
þekki úr rímum er í Bellerofont-
isrímum eftir Guðmund Andrés-
son á Bjargi í Miðfirði. Þær
munu ortar á fimmta tug seytj-
ándu aldar:
Sundur hrotin Sónar fley,
sér þó brotin engi,
framar þrotinn þjónar ei,
þiggi notin mengi. (3. r., 83. v.)
í Olgeirsrímum danska, eftir
Guðmund Bergþórsson, eru a. m.
k. tvær hringhendur. Þær eru
ortar 1680:
Þó að skvaldrið þáttar teinn
þylji af valdi sínu,
- Rímnaþáttur —
nghendan
blámann aldrei átti ég neinn
í ættarhaldi mínu.
(42. r., 28. v.)
Móísan vildi þenna því
þrjót í gildru nauða,
efla hildi enn á ný
ætlaði trylldum kauða.
(42. r„ 56. v.)
Glöggir menn munu sjá að rím
er í þriðja braglið í frumlínum
þessara þriggja vísna; það til-
heyrði þeim hætti sem rímurnar
voru ortar við — hringhendu vís-
urnar eru aðeins aukaskraut.
Þá er upptalið það sem ég veit
um af hringhendum vísum, ort-
um fyrir 1700.
Þorlákur Guðbrandsson orti
Úlfarsrímur, sem urðu öðrum
rímum frægri. Hann dó árið
1707, hálf fertugur, þá naumast
hálfnaður með rímurnar. í þeim
er ein hringhenda:
Þangað óðu síldar sals
sunnu bjóðar þrifnir,
þar sem stóðu á velli vals
virðar blóði drifnir.
(7. r„ 15. v.)
Þorvaldur Magnússon frá
Húsavík mun fyrstur hafa ort
rímu með hringhendum hætti.
Það er átjánda ríma í Hrólfs-
rímum kraka. Þorvaldur var
fæddur um 1670, dó 1740. Ekki
veit ég hvenær hann orti rmur
þessar, en hvorki kvartar hann
um æsku né elli í mansöngvum,
eins og margra var siður. Rímur
Þorvalds marka athyglisverð
tímamót í rímnagerð, vegna
breyttrar hrynjandi og nýstár-
legs hljóms:
Öldin þeysti út af höll,
orku treysti lengi,
merkin reisti vftt um völl
valið hreystimengi.
(18. r„ 7. v.)
Þorlákur Þórarinsson orti
kvæði sem heitir Þagnarmál, að
mestu með hringhendum hætti.
Þegar hann orti kvæðið var hann
sextán ára skólapiltur á Hólum,
það var árið 1728:
Beitir engi, treður tún
trassafenginn kauði,
sefur lengi hann og hún,
hirðir enginn sauði.
Árni Böðvarsson, rímnaskáld á
Ökrum, var fæddur 1713. Hann
orti hringhenda rímu árið 1741.
Hringhendan var þó heldur fá-
tíður háttur, þar til á nítjándu
öld. Magnús á Laugum orti góð-
ar rímur með hætti þessum. Sig-
urður Breiðfjörð varpaði þó
mestum ljóma á háttinn:
Sólin vöngum hlúir hlý,
hrindir þröngum dvala,
hl:ðum löngum einatt í
ymur söngur smala.
Síðan hafa allir nýtilegir
bragsmiðir ort hringhendur fleiri
og færri. í sumum héruðum er
þessi háttur svo í hávegum að
um hann má segja það sama og
Snorri sagði um dróttkveðinn
hátt til forna: „Með þeim hætti
er flest ort, það er vandað er.“
Allir, • sem ljóð lesa, kannast
við hringhendur nftjándu og
tuttugustu aldar, en það er
blómaskeið þeirra. Nú á dögum
eru margir inillingar í vísnagerð
og virðist engin tilslökun á list-
kröfum hagyrtra manna.
Guðrún Árnadóttir frá Odds-
stöðum kveður svo um haust:
Híma stráin hélu rennd,
hretið sá um dóminn,
sveimar þráin klökkvakennd
kringum dáin blómin.
En Valdimar Benónýsson yrkir
á vori:
Kveður gaukur ösp og eik
út við laukavelli,
til að auka ástaleik
undir haukafelli.
Framh. á bls. 189.