Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 24
184 Heima er bezt Nr. 6 Gömul harmsaga Framh. af bls. 176. komst á hlið við hann. Síðan gengu þeir um hríð hlið við hlið. En ekki höfðu þeir langt far- ið, þá er Ingjalddur staldraði við og mælti: „Ekki er þetta ráð, að við fylgjumst svo náið. Skulum við nú skipta okkur og þó ekki víkja lengra hvor frá öðrum en svo, að annar megi heyra, ef hinn kallar.“ „Rétt segir þú um þetta,“ mælti Teitur. Þeir leituðu síðan daldrögin, skyggndust um í hverjum gil- skorningi og hverjum lautar- bolla á því svæði, þar sem lík- legt var, að Ólöf húsfreyja hefði lagt leið sína, og síðan leituðu þeir fjallið og Skörðin, en hvergi sáu þeir svo mikið sem spor eft- ir mannsfót. Þá er þeir komu ofan í hlíðina, neðan við Skörð- in, námu þeir báðir staðar og stóðu kyrrir um hríð. Svo runnu þeir af stað samtímis og stefndu að sama marki. Ólöf húsfreyja lá á mosa- bólstri. Hún hvíldi á vinstri hlið og sneri undan sól. Andlitið var drifhvítt og stirðnuð ró í hinum bláu augum. Lokkur úr hárinu hafði fallið niður yfir andlitið. Hann kvikaði hóglega í golunni. Neðst var hann drifinn blóði, og það var lifrað blóð á ljósgrænum mosanum og á hendinni, sem á honum hvíldi og sneri upp opn- um lófa. Þeir lutu báðir niður að Ólöfu húsfreyju — sinn hvorum meg- in. Svo risu þeir upp. Þeir litu ekki hvor á annan, en viku frá nokkur skref, settust sinn á hvort stein og hölluðust fram á hendur sér. Þannig sátu þeir þögulir langa hríð. Loks mælti Ingjaldur: „Ekki þarft þú að tárast, sem hafðir hana fyrir augum þér dag hvern í þrettán ár.“ Teitur svaraði: „Minni þörf er þér, því að það varst þú, sem hún unni.“ „Þú átt þó sveininn,“ sagði Ingjaldur. „Kalla má það,“ mælti Teit- ur, „en mér finnst jafnan, að þú eigir hann ekki síður mér, því að þá fyrst kom hann til, þegar hún festi ást á þér.“ Svo sátu þeir kyrrir og þegj- andi, unz sólin átti skammt ófar- ið í náttmálastað. Þá stundi Teitur þungan og hreyfði sig á steininum, og um leið kjöltraði eitthvað í Ingjaldi. Því næst stóðu þeir báðir á fætur. Teitur lukti bláum augum hinnar látnu og sagði síðan: „Mér ber að halda á henni fyrsta spölinn.“ Að svo mæltu tók hann líkið í fang sér og hélt af stað út og ofan hlíðina, fór hægt og með gát, eins og hann bæri sofandi barn. Þeir báru til skiptis, og kom það í hlut Ingjalds að bera heim túnið. Margt af heima- fólkinu stóð úti, þegar þeir gengu í garð, en svo fór það að tínast inn. Seinust hvarf Guð- borg í bæinn. Teitur fór fyrir, þegar þeir gengu í hlað. Hann gekk til smíðahússins. Þar hurfu þeir inn. Þeir sváfu báðir í smíðahús- loftinu, meðan þeir unnu að kistusmíðinni, og samhliða gengu þeir á eftir kistunni, þeg- ar jarðað var, og leiddu á milli sín sveininn Búa. Við og við spurði sveinninn einhvers, og svaraði þá ýmist Teitur eða Ingjaldur, en stundum báðir. í erfisdrykkjunni sátu þeir sam- an, og að henni lokinni gengu þeir báðir til rekkju í hjónahús- inu. Foreldrar Ingjalds og systur bjuggu áfram á Villingadal, en sjálfur var hann kyrr á Fjalla- skaga. Hann sótti sexæring sinn og reri honum síðan af Skaga- mölum. Þeir Teitur sváfu jafn- an í hjónaherberginu, ásamt Búa litla, og brátt kom þar, að hann virtist vart gera þeirra mun, nema hvað hann kallaði Teit föður, en Ingjald fóstra. Þeir fé- lagar skildu aldrei, nema nauð- ur ræki til, voru ávallt saman í verki, þar sem því varð við komið, og ráðguðust jafnan um verkshátt og framkvæmdir. Guðborg tók við hússtjórn, þegar eftir lát Ólafar, og var hún síðan ráðskona í hálfan þriðja áratug. Hún reyndist að öllu vel, og var hún raungóð hjúunum og ekki matsár. Hún snerist oft mik- ið kringum Teit og Ingjald og rausaði þá margt um dáðleysi þeirra til sumra hluta. Mætti það merkilegt heita, sagði hún, um jafn röska menn og mynd- arlega, að aldrei virtust þeir hyggja að konum með holdi og blóði — og væri slíkt vart ein- leikið. Þá er Búi kvæntist, fluttust þeir Teitur og Ingjaldur úr hjónahúsinu í herbergi það, sem var undir lofti í vesturenda baðstofunnar. Ekki vildi Guð- borg heyra annað nefnt en að hún létti af hinni ungu hús- freyju umsýslu um karlana, sem hún orðaði það. Teitur var hálfum öðrum ára- tug eldri en Ingjaldur, en það var þó Ingjaldur, sem fyrr bil- aðist á heilsu. Hann þrútnaði allur, og leið hann miklar kvalir. Einn morgun á þorra kom Guðborg með miklu írafári og fyrirbænum til Búa og bað hann þegar koma inn í herbergi þeirra, föður hans og fóstra. Búi brá þegar við. Hann leit fyrst á Ingjald og sá þegar, að hann var látinn. Síðan hvarfl- aði Búi augunum til rekkju föð- ur síns. Teitur vék til höfði. Hann var nábleikur og virtist mjög máttfarinn, og sá Búi, að blóð rann undan sænginni nið- ur með stokknum. Hann fór þá til og lyfti sænginni. Þá sá hann, að rekkjuvoðin var mjög blóði drifin, og hafði Teitur opnað sér æð á vinstri úlnlið. Búi leit á föður sinn, og Teit- ur hvíslaði og brosti í ske’ggið: „Ég vildi ekki koma á fund hennar löngu síðar en Ingjald- ur/^___________________________ Smælki Frönsk skynsemi. Það er betra að hlæja áður en maður hefur ástæðu til þess, en að deyja áður en maður hlær. Vinnan er heilög látum okkur ekki snerta á henni. Ef sá, sem þú hefur móðgað, gæti lesið hugsanir þínar, get- urðu reitt þig á, að hann myndi skilja þig og fyrirgefa þér strax. R. L. Stevenson.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.