Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 16
176
Heima er bezt
Nr. 6
en faðir, og ekki varð þess hið
minnsta vart í dagfari hans, að
honum þætti neitt síður en
skyldi á heimilinu.
Veturinn var allharður, og vor-
ið kom seint. Gekk fiskur ekki á
mið á venjulegum tíma, og virt-
ist mönnum óvænlega horfa um
bjargræði. Veður var kalt, en
sólfar mikið og stillur, og þá er
Teiti bónda þótti sýnt, að fisk-
ur mundi ekki ganga undir land
fyrr en upp úr Jónsmessu, mann-
aði hann áttæring sinn og tók að
sækja á haf út. En afli var treg-
ur, og tók það þrjá sólarhringa
að fá upp á bátinn, þó að skips-
höfnin væri fjórtán manns.
Þá er voraði, varð Ólöf hús-
freyja enn tómlátari en áður um
heimilisstörfin, enda var hún
orðin mjög föl og mögur. Oft
svaf hún ekki um nætur, einkum
þegar veður var stillt og bjart,
og reikaði hún þá út og inn.
Stundum fór hún út á hólana við
sjóinn og stóð þar eða rjátlaði
fram og aftur. Hún hafði enga
forsögn á um vallarvinnuna, og
Teitur bóndi setti þar Guðborgu
til verkstjórnar. Virtist nú hafa
gripið hann nokkur óró, þá er
hann kom úr hafróðrum sínum,
gekk hann jafnan heim, óðar en
báturinn var lentur.
Dag einn í áttundu viku sum-
ars kom Teitur bóndi úr haf-
róðri skömmu fyrir hádegi og
gekk þegar til bæjar. Hann
mætti Guðborgu á hlaðinu. Hún
sagði:
„Nú er þér ekki til setu boð-
ið, Teitur frændi.“
Teitur bliknaði.
„Gakk þú með mér hér upp
fyrir bæinn,“ sagði hann tóm-
lega.
Þau settust síðan að húsabaki,
og Guðborg mælti:
„í gærkvöldi kom smalinn ekki
heim á venjulegum tíma frá
lambfénu, og þegar ganga skyldi
til hvílu, var hann ekki kominn.
Ég fór þá inn til Ólafar hús-
freyju og vakti á því athygli
hennar. Hún drap þessu á dreif,
en ég þóttist sjá, að hún færi
hjá sér. Þá vaknaði hjá mér
grunur um, að þarna mundi
eitthvað á seiði, og hafði ég á
mér andvara. Þegar liðið var fast
að óttu, heyrði ég gengið um
bæjardyrnar, og brátt kom hús-
freyja fram úr húsinu og gekk
hljóðlega ofan. Ég fór fram úr,
kippti á mig skóm og læddist
niður. Ég heyrði, að þau gengu
til eldhúss. Þá laumaðist ég út
og upp á eldhússtrompinn, og
þar heyrði ég hvert orð, sem þau
sögðu.“
Guðborg þagnaði, en Teitur
bóndi ýtti óþyrmilega við henni,
og hélt hún þá áfram:
„Húsfreyja hafði falið smalan-
um að fara norður á Ingjalds-
sand, hitta þar að máli Ingjald
Bjarnason og biðja hann að
koma til fundar við hana í Nes-
dalsdrögum um miðmundaskeið
í dag. Og fyrir fjórðungi eyktar
hélt húsfreyja af stað inn hlíð,
kvaðst ætla að skreppa inn að
Arnarnesi til fundar við Björgu,
systur sína. Hún var skartbúin,
svo sem skyldi hún sitja veizlu.
Þá er hún var komin hér nokkuð
inn í hlíðina, hækkaði hún sig
mjög, og mun hún hafa ætlað
norður Skörð.“
Eftir skamma stund hélt Teit-
ur Ormsson upp hlíð. Hann var
búinn léttum ferðafötum og
gyrður sverði. Hann stefndi að
gjá þeirri, sem er í hamrana
skammt fyrir utan bæinn. Er
þetta styttri leið upp á fjallið en
að fara inn í Skörð, en svo er
hún torfær, að aðeins eru fá
dæmi þess, að hún hafi verið
farin. Teitur bóndi gekk upp
hlíðina sem stikaði hann eftir
jafnsléttu, og á furðu stuttum
tíma fikaði hann sig upp gjána,
og hafði hann þó ekki farið þessa
leið síðan hann var unglingur,
og þá hafði það tekið hann ær-
inn tíma. Þá er hann kom ofan
í drög Nesdals, sá hann karl-
mann standa í brekkuhalli,
skammt undan. Hann kenndi
þegar, að maðurinn var Ingjald-
ur. Teitur nam staðar og skim-
aði um drögin, renndi augum
upp á fjallsbrúnina og niður í
dalinn, þar sem vatnið blasti við
sýn í skugga fjallsins, dökkt og
dulrammt. En hann fékk hvergi
komið auga á konuna, sem hann
skimaði eftir. Hann hélt þá á-
fram í áttina til Ingjalds og fór
mjög hratt yfir. Þegar hann átti
aðeins ófarin nokkur skref,
spyrnti hann við fótum og
stöðvaði sig. Hann virti Ingjald
fyrir sér. Hann var búinn klæð-
um þeim, sem Ólöf húsfreyja
hafði gefið honum. Þau voru
orðin mjög snjáð. Ingjaldur bar
sverð við hlið. Teitur greip um
meðalkaflann á sverði sínu og
mælti:
„Hvar er Ólöf húsfreyja? Hef-
ur þú fólgið hana?“
Ingjaldur þagði andartak og
virti hann fyrir sér. Hann mælti
síðan:
„Ekki hefur hún hingað kom-
ið, og skyldi þó svo verið hafa,
eftir þeim boðum, sem hún gerði
mér.“
Teitur glotti.
„Ég sé, að þú hefur að heim-
an haft sverð þitt,“ sagði hann
ögrandi.
„Sjá munt þú það rétt,“ svar-
aði Ingjaldur, „enda er nú bjart
yfir og skyggni svo gott, sem
verða má.“
Teitur hleypti brúnum, dró
sverðið úr slíðrum og brá því.
„Þá munt þú sjá þetta,“ sagði
hann, „og minnast fyrri sam-
funda, en ekki mun ég nú hnit-
miða sem þá, hvar þú kynnir að
verða sár.“
Ingjaldur greip til sverðs síns,
en dró það þó ekki úr slíðrum.
Hann mælti:
„Vel má ég berjast við þig, en
meira er mér nú í hug að svip-
ast um eftir Ólöfu húsfreyju, því
að með ólíkindum er það, að
ekki skuli ennþá sjá til ferða
hennar.“
Það kom hik á Teit, og hvarfl-
aði hann sjónum upp eftir dal-
drögunum. Hann sagði síðan og
brá grönum:
„Ekki mundi hún fá aftrað
því, sem ég hef nú ætlað að
fram gengi. Tak þú nú til sverðs
þíns og ver þig, svo sem þú mátt.“
Ingjaldur sagði:
„Þau orð gerði mér Ólöf hús-
freyja, að hún væri vanheil, og
vildi hún hitta mig einu sinni,
áður en henni þyngdi.“
Teitur bliknaði. Hann leit
enn á ný upp í daldrögin, slíðr-
aði síðan sverðið og sagði:
„Hví gazt þú ekki þegar sagt
mér þetta? Mun ég nú fara og
leita hennar.“
„Ekki mun ég láta þig einan
um það,“ svaraði Ingjaldur.
Teitur hafði haldið af stað.
Hann svaraði ekki orðum Ing-
jalds, en fór hratt upp brekku-
kornið og skimaði í sífellu. Ingj-
aldur hljóp á eftir honum og
Framh. á bls. 184.